Tónlistin það mikilvægasta í lífi mínu Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 10:11 "Þetta hefur verið erfitt en áhugavert ár,“ segir Chris Czechowicz um fyrsta árið sitt á Fróni. fréttablaðið/vilhelm „Við sem innflytjendur reynum að samlagast. Það er að læra tungumálið og hefðirnar en manni líður auðvitað stundum eins og aðkomumanni og finnur kannski fyrir einhverjum fordómum,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Czechowicz. „Það er mjög frjósamur jarðvegur fyrir tónlistarmann í þessu samfélagi enda langar mig ekki að skrifa lög um lunda og jökla.“ Chris fagnar bráðum eins árs dvöl í Reykjavík en hann flutti frá heimafylki sínu, New Jersey, til að geta lifað og hrærst í íslensku tónlistarsenunni. Chris treður upp í Mengi í kvöld með nýstofnaðri hljómsveit sinni (Sea). Ásamt þeim koma fram Soffía Björg Band og EinarIndra. „Við erum undir miklum áhrifum af franskri tónlist eins og Serge Gainsbourg og Jacques Brel, ásamt Joy Division,“ segir Chris, sem hefur einnig skrifað um íslenska tónlist fyrir tímaritið Reykjavík Grapevine og vefsíðuna Rok Musik. „Eitt sem ég hef lært er að listasamfélagið hér er mjög nátengt innbyrðis, allar vita um allt og alla sem er bæði gott og vont. Það kom mér líka á óvart hversu ótrúlega hjálpsamt fólk hér getur verið. Þótt að maður sé til dæmis blankur þá er samt hægt að þoka sér áfram. Ég er gríðarlega þakklátur fólki eins og Steinunni dj. flugvél & geimskip, Árna Grétari Futuregrapher og Högna Egilssyni,“ segir Chris, sem hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár. „Ég hef átt erfitt ár á margan hátt en ég er eiginlega að sanna það fyrir sjálfum mér og fjölskyldu minni að það sé hægt að búa hér og að ég geti látið verða af því. Ég glími við þessi vandamál en á sama tíma heldur tónlistin mér á lífi, hún er það mikilvægasta í lífi mínu. Markmið mitt er í raun einfaldlega það að vera góður og hjálpsamur maður, ásamt því að gefa út tónlist á sama kalíber og hljómsveitir eins og Kimono, Muck og Sigur Rós. Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við sem innflytjendur reynum að samlagast. Það er að læra tungumálið og hefðirnar en manni líður auðvitað stundum eins og aðkomumanni og finnur kannski fyrir einhverjum fordómum,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Czechowicz. „Það er mjög frjósamur jarðvegur fyrir tónlistarmann í þessu samfélagi enda langar mig ekki að skrifa lög um lunda og jökla.“ Chris fagnar bráðum eins árs dvöl í Reykjavík en hann flutti frá heimafylki sínu, New Jersey, til að geta lifað og hrærst í íslensku tónlistarsenunni. Chris treður upp í Mengi í kvöld með nýstofnaðri hljómsveit sinni (Sea). Ásamt þeim koma fram Soffía Björg Band og EinarIndra. „Við erum undir miklum áhrifum af franskri tónlist eins og Serge Gainsbourg og Jacques Brel, ásamt Joy Division,“ segir Chris, sem hefur einnig skrifað um íslenska tónlist fyrir tímaritið Reykjavík Grapevine og vefsíðuna Rok Musik. „Eitt sem ég hef lært er að listasamfélagið hér er mjög nátengt innbyrðis, allar vita um allt og alla sem er bæði gott og vont. Það kom mér líka á óvart hversu ótrúlega hjálpsamt fólk hér getur verið. Þótt að maður sé til dæmis blankur þá er samt hægt að þoka sér áfram. Ég er gríðarlega þakklátur fólki eins og Steinunni dj. flugvél & geimskip, Árna Grétari Futuregrapher og Högna Egilssyni,“ segir Chris, sem hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár. „Ég hef átt erfitt ár á margan hátt en ég er eiginlega að sanna það fyrir sjálfum mér og fjölskyldu minni að það sé hægt að búa hér og að ég geti látið verða af því. Ég glími við þessi vandamál en á sama tíma heldur tónlistin mér á lífi, hún er það mikilvægasta í lífi mínu. Markmið mitt er í raun einfaldlega það að vera góður og hjálpsamur maður, ásamt því að gefa út tónlist á sama kalíber og hljómsveitir eins og Kimono, Muck og Sigur Rós.
Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira