Verða skotbræðurnir stöðvaðir í NBA-deildinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2014 06:30 Curry og Thompson eru í öflugu landsliði Bandaríkjanna. Skotbræðurnir í Golden State Warriors eru og hafa verið heitasta bakvarðaparið í NBA-deildinni undanfarin ár og þeir eru báðir svo miklar skyttur að það er fyrir löngu búið að líma á þá gælunafnið „The Splash Brothers“. Þriðja tímabilið í röð eru þeir báðir að hækka stigaskor sitt og með sama áframhaldi munu þeir stimpla sig inn í hóp áhugaverðustu bakvarðapara allra tíma. Stephen Curry er tveimur árum eldri (26 ára) og var valinn sjöundi af Golden State í nýliðavalinu 2009. Klay Thompson er fæddur 1990 og var valinn ellefti í nýliðavalinu 2011. Báðir spiluðu þeir þrjú ár í háskóla, Curry með Davidson og Thompson með Washington State. Stephen Curry hefur jafnan fengið meiri athygli enda verðandi súperstjarna í deildinni en það er ekki minna spunnið í félaga hans í bakvarðasveitinni.Ætluðu að skipta á Klay og Love Í sumar stefndi í það að leiðir væri að skilja hjá þeim Stephen Curry og Klay Thompson þar sem Golden State Warriors var að bjóða Klay Thompson í skiptum fyrir Kevin Love. Ekkert varð af því enda fór Love á endanum til Cleveland Cavaliers. Klay Thompson sýndi mikinn andlegan styrk, lét það alveg eiga sig að fara í fýlu og mætti þess í stað inn í nýtt tímabil með hárrétt hugarfar. Hann var tilbúinn að taka næsta skref og sanna mikilvægi sitt enn frekar innan Golden State-liðsins. Sumarið var nýtt vel en Stephen Curry og Klay Thompson hjálpuðu þá Bandaríkjamönnum að vinna gull á HM í körfu á Spáni í september. Þeir voru báðir með meira en tíu stig að meðaltali í leik og Klay Thompson skoraði meira. Það hafði heldur ekki slæm áhrif á þessa frábæru skotmenn að Steve Kerr tæki við þjálfun liðsins. Steve Kerr var einn þekktasti skotmaður NBA-deildarinnar á níunda og tíunda áratugnum auk þess að vera margfaldur NBA-meistari með Chicago Bulls og San Antonio Spurs. Golden State Warriors hefur byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Kerr en liðið er á sjö leikja sigurgöngu og hefur unnið 12 af 14 leikjum tímabilsins. Skotbræðurnir eru að skora 45,9 stig að meðtaltali í leik eða rúmum þremur stigum meira í leik en á síðasta tímabili.Enginn með fleiri þrista Stephen Curry er sem stendur fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar með 24,2 stig í leik og Klay Thompson er aðeins þremur sætum neðar með 21,7 stig í leik. Enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað fleiri þrista en Curry (3,5 í leik) og aðeins fjórir hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en Klay Thompson. Með öðrum orðum það má ekki skilja þessa tvo eftir fría. Klay Thompson er ekki aðeins að skora meira því hann er einnig að hækka alla helstu tölfræðina hjá sér og er sem dæmi farinn að gefa 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik eða heilli stoðsendingu meira en á síðasta tímabili. Stephen Curry er ekki aðeins frábær skytta því hann er einnig afbragsleikstjórnandi með 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í raun hefur hann verið í algjörum sérflokki í 30/15-leikjum í NBA-deildinni undanfarin tvö tímabil en það eru leikir með 30 stigum eða meira og 15 stoðsendingum eða meira. Curry hefur náð fimm slíkum ofurleikjum á þessum tíma en restin af deildinni er með fjóra slíka samanlagt.Vísir/GettyThompson efstur í plús og mínus Það er helst varnarleikurinn sem er ekki sterkasta hlið Stephens Curry en þar fær Klay Thompson hins vegar fína einkunn. Thompson hefur líka þróað leik sinn enn frekar í vetur og að keyra á körfuna með mjög góðum árangri. Það munar líka mikið um að hafa Thompson inni á vellinum enda er hann efstur í deildinni í Plús og mínus því Golden State er að vinna með 18,5 stigum að meðaltali þegar hann er einn á vellinum. Stephen Curry er reyndar ekki langt undan enda kemur hann næstur honum í öðru sætinu. Golden State er þessa stundina með þriðja besta sigurhlutfallið í deildinni á eftir Memphis Grizzlies og Toronto Raptors. Tapleikirnir eru tveir og þeir komu með tveggja daga millibili í byrjun nóvember á móti Phoenix Suns og San Antonio Spurs. Framhaldið verður mjög spennandi. Golden State hefur komist í úrslitakeppnina undanfarin tvö tímabil en vann aðeins eina seríu (1. umferð á móti Denver 2013) samanlagt bæði árin. Skotbræðurnir bjóða upp á góða skemmtun í hverjum leik (fastagestir á TNT á fimmtudögum í desember) en það á enn eftir að koma í ljós hvort þeir geta skotið liði sínu eitthvað lengra í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Skotbræðurnir í Golden State Warriors eru og hafa verið heitasta bakvarðaparið í NBA-deildinni undanfarin ár og þeir eru báðir svo miklar skyttur að það er fyrir löngu búið að líma á þá gælunafnið „The Splash Brothers“. Þriðja tímabilið í röð eru þeir báðir að hækka stigaskor sitt og með sama áframhaldi munu þeir stimpla sig inn í hóp áhugaverðustu bakvarðapara allra tíma. Stephen Curry er tveimur árum eldri (26 ára) og var valinn sjöundi af Golden State í nýliðavalinu 2009. Klay Thompson er fæddur 1990 og var valinn ellefti í nýliðavalinu 2011. Báðir spiluðu þeir þrjú ár í háskóla, Curry með Davidson og Thompson með Washington State. Stephen Curry hefur jafnan fengið meiri athygli enda verðandi súperstjarna í deildinni en það er ekki minna spunnið í félaga hans í bakvarðasveitinni.Ætluðu að skipta á Klay og Love Í sumar stefndi í það að leiðir væri að skilja hjá þeim Stephen Curry og Klay Thompson þar sem Golden State Warriors var að bjóða Klay Thompson í skiptum fyrir Kevin Love. Ekkert varð af því enda fór Love á endanum til Cleveland Cavaliers. Klay Thompson sýndi mikinn andlegan styrk, lét það alveg eiga sig að fara í fýlu og mætti þess í stað inn í nýtt tímabil með hárrétt hugarfar. Hann var tilbúinn að taka næsta skref og sanna mikilvægi sitt enn frekar innan Golden State-liðsins. Sumarið var nýtt vel en Stephen Curry og Klay Thompson hjálpuðu þá Bandaríkjamönnum að vinna gull á HM í körfu á Spáni í september. Þeir voru báðir með meira en tíu stig að meðaltali í leik og Klay Thompson skoraði meira. Það hafði heldur ekki slæm áhrif á þessa frábæru skotmenn að Steve Kerr tæki við þjálfun liðsins. Steve Kerr var einn þekktasti skotmaður NBA-deildarinnar á níunda og tíunda áratugnum auk þess að vera margfaldur NBA-meistari með Chicago Bulls og San Antonio Spurs. Golden State Warriors hefur byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Kerr en liðið er á sjö leikja sigurgöngu og hefur unnið 12 af 14 leikjum tímabilsins. Skotbræðurnir eru að skora 45,9 stig að meðtaltali í leik eða rúmum þremur stigum meira í leik en á síðasta tímabili.Enginn með fleiri þrista Stephen Curry er sem stendur fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar með 24,2 stig í leik og Klay Thompson er aðeins þremur sætum neðar með 21,7 stig í leik. Enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað fleiri þrista en Curry (3,5 í leik) og aðeins fjórir hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en Klay Thompson. Með öðrum orðum það má ekki skilja þessa tvo eftir fría. Klay Thompson er ekki aðeins að skora meira því hann er einnig að hækka alla helstu tölfræðina hjá sér og er sem dæmi farinn að gefa 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik eða heilli stoðsendingu meira en á síðasta tímabili. Stephen Curry er ekki aðeins frábær skytta því hann er einnig afbragsleikstjórnandi með 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í raun hefur hann verið í algjörum sérflokki í 30/15-leikjum í NBA-deildinni undanfarin tvö tímabil en það eru leikir með 30 stigum eða meira og 15 stoðsendingum eða meira. Curry hefur náð fimm slíkum ofurleikjum á þessum tíma en restin af deildinni er með fjóra slíka samanlagt.Vísir/GettyThompson efstur í plús og mínus Það er helst varnarleikurinn sem er ekki sterkasta hlið Stephens Curry en þar fær Klay Thompson hins vegar fína einkunn. Thompson hefur líka þróað leik sinn enn frekar í vetur og að keyra á körfuna með mjög góðum árangri. Það munar líka mikið um að hafa Thompson inni á vellinum enda er hann efstur í deildinni í Plús og mínus því Golden State er að vinna með 18,5 stigum að meðaltali þegar hann er einn á vellinum. Stephen Curry er reyndar ekki langt undan enda kemur hann næstur honum í öðru sætinu. Golden State er þessa stundina með þriðja besta sigurhlutfallið í deildinni á eftir Memphis Grizzlies og Toronto Raptors. Tapleikirnir eru tveir og þeir komu með tveggja daga millibili í byrjun nóvember á móti Phoenix Suns og San Antonio Spurs. Framhaldið verður mjög spennandi. Golden State hefur komist í úrslitakeppnina undanfarin tvö tímabil en vann aðeins eina seríu (1. umferð á móti Denver 2013) samanlagt bæði árin. Skotbræðurnir bjóða upp á góða skemmtun í hverjum leik (fastagestir á TNT á fimmtudögum í desember) en það á enn eftir að koma í ljós hvort þeir geta skotið liði sínu eitthvað lengra í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira