Menning

Samhljómur sextán strengja

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Strengjakvartettinn Siggi er skipaður Unu Sveinbjarnardóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórunni Ósk Marinósdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni.
Strengjakvartettinn Siggi er skipaður Unu Sveinbjarnardóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórunni Ósk Marinósdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni.
„Við spilum verk sem okkur fannst spennandi að vinna að. Kvartettinn hans Atla Heimis er hryggjarstykkið í dagskránni. Hann er hrikalega flottur, rosa krefjandi verk og við erum búin að liggja dálítið yfir því en það skilar sér,“ segir Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari.

Hún er í kvartettinum Sigga sem kemur fram á tónleikum í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun, sunnudag, klukkan 20. Á efnisskrá eru verk eftir Giacinto Scelsi, Naomi Pinnock og frumflutningur Strengjakvartetts nr. 2 eftir Atla Heimi Sveinsson og nýs verks eftir Unu sjálfa.



„Ég er búin að vera að föndra við minn fyrsta strengjakvartett og við ætlum að spila hann,“ segir Una og bætir við: „Ég hef verið upptekin af því gegnum tíðina að spila í kvartett en þetta er frumraun mín á þessu sviði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.