Innlent

Eldgos í og við Vatnajökul kalla á breytingar

Svavar Hávarðsson skrifar
Viðbúið er að fjöldi fólks vilji komast að gosstöðvunum þegar það verður mögulegt.
Viðbúið er að fjöldi fólks vilji komast að gosstöðvunum þegar það verður mögulegt. Mynd/Haraldur Sigurðsson
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt til breytingar á stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins til að mæta breytingum í kjölfar eldgosa í og við Vatnajökul. Stjórnin leggur til að lagning nýrra vega og gönguleiða í kjölfar eldsumbrota eða annarra hamfara verði heimiluð, en ljóst er að þegar aðstæður við gosstöðvarnar verða tryggari og umferð verður heimiluð mun ásókn ferðafólks verða mikil.

Eldsumbrotin í Holuhrauni eru annað eldgosið innan Vatnajökulsþjóðgarðs á stuttum tíma, en hið fyrra var gosið í Grímsvötnum 2011. Við Holuhraun hafa vegir farið undir hraun og starfsmenn þjóðgarðsins unnið að því að stýra umferð á svæðinu með tilliti til öryggis og áhrifa umferðar eins og kostur er.

Í fréttatilkynningu stjórnar segir að vegna útlits fyrir stóraukna umferð sé mikilvægt að skýrar heimildir liggi fyrir til stýringar á umferð um nýjar leiðir. Þar með talið verði afmörkun vega, gönguleiða og annarra þátta er snúa að öryggi ferðafólks og stýringu umferðar með tilliti til verndunar jarðmyndana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×