Þótti sjálfsagt mál að vera með smábúskap Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2014 13:30 "Hugmyndafræðin bak við skólagarðana var sú að krakkar sem ekki kæmust í sveit þyrftu að komast í tengsl við landið og finna fyrir gróðurmætti moldarinnar,“ segir Eggert Þór. Vísir/Vilhelm „Mér fannst sveitabúskapurinn í borginni spennandi viðfangsefni,“ segir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur beðinn að lýsa því hvernig bókin Sveitin í sálinni varð til. „Áhuginn kviknaði þegar ég var að vinna að Sögu Reykjavíkur fyrir allmörgum árum, þá skrifaði ég um tímabilið, 1940-1990 og fylltist löngun til að fylgja vissum efnum áfram ef tækifæri gæfist. Braggalífið var eitt af þeim og braggabókin kom út nokkuð fljótlega. Nú er það sveitin í Reykjavík sem er til umfjöllunar. Þegar ég var að vinna í Sögu Reykjavíkur fann ég hvað hún var fyrirferðarmikil í bæjarlandinu og hugsun fólksins. Það þótti sjálfsagt mál að vera með smábúskap, nokkrar kindur og kartöflugarða, jafnvel kýr. Kúm fór fækkandi upp úr miðjum 6. áratugnum en margir muna eftir kúm í Laugardalnum mun lengur.“ Bókin fjallar að mestu um tímabilið 1930-1970. Eggert segir hana búna að vera í huga hans býsna lengi. „Þegar vinnan fór í gang við hana af fullum krafti fyrir nokkrum árum sat ég mikið á Borgarskjalasafninu og svo er ég sagnfræðingur og legg mikið upp úr myndum því ég lít á myndir sem mjög mikilvægar heimildir. Oft er líka mun aðgengilegra fyrir lesandann að fá efni skýrt með myndum en löngum texta. Myndirnar í nýju bókinni kveikja margar minningar hjá fólki og yngra fólkið er hissa að sjá að Reykjavík skyldi vera með þessum hætti.“ Eggert Þór hefur sýnilega lagt mikla vinnu í myndaleit. Hann segir Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafninu hafa gefið mikið af sér.Við Sogaveg voru býlin Brekka, Réttarholt og Melbær.„Svo er líka ansi gott myndasafn frá stríðsárunum í Kvikmyndasafni Íslands, ég nýtti mér það. Ég leitaði líka til afkomenda þeirra sem stunduðu búskap í borginni. Fjölskyldualbúmin eru ansi drjúg og miklu drýgri en margir átta sig á. Margar myndir sýna börn og í baksýn getur verið allt að gerast sem sagnfræðingurinn hefur áhuga á. Svo lögðu áhugaljósmyndarar líka mikið til bókarinnar.“ Eggert Þór kveðst hafa alist upp í miðbæ Reykjavíkur til tíu ára aldurs svo sveitaumhverfið hafi verið fjarri honum nema hvað hann hafi verið í skólagörðunum, Aldamótagörðunum sunnan Hringbrautar sem voru þar sem BSÍ og Læknagarður eru nú. „Hugmyndafræðin bak við skólagarðana var sú að krakkar sem ekki kæmust í sveit þyrftu að komast í tengsl við landið og finna fyrir gróðurmætti moldarinnar. Auk þess fylgdi görðunum holl útivera,“ lýsir sagnfræðingurinn sem flutti í Árbæjarhverfið þegar það var í byggingu, sá þar oft kindur á beit og náði í skottið á gamla tímanum í Selásnum, þar sem fólk bjó á svokölluðum Selásblettum.Á Grettisgötu 20a var fjós fram á sjötta áratuginn. Þaðan voru kýrnar reknar á beit í Vatnsmýrina.Mynd/Guðmundur Hjörleifsson„Skammt frá voru kartöflugarðarnir í Borgarmýrinni þar sem Ölgerðin er nú. Ég fór stundum með ömmu þangað að taka upp. Garðlöndin voru víða enda voru Reykvíkingar með fjórðung allrar uppskeru í landinu sum árin. „Það er líka forvitnilegt að átta sig á hvernig byggðin þróaðist. Það var ekkert verið að ráðast voða mikið á þetta ræktarland, heldur farið með íbúðahverfi í hringi kringum þau vítt og breitt. Fólki fannst líka lengi vel óhugsandi að búa í fjölbýlishúsum. Þjóð sem hafði búið þúsund ár í sveit gat ekki hugsað sér að vera í fjölbýli.“ Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
„Mér fannst sveitabúskapurinn í borginni spennandi viðfangsefni,“ segir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur beðinn að lýsa því hvernig bókin Sveitin í sálinni varð til. „Áhuginn kviknaði þegar ég var að vinna að Sögu Reykjavíkur fyrir allmörgum árum, þá skrifaði ég um tímabilið, 1940-1990 og fylltist löngun til að fylgja vissum efnum áfram ef tækifæri gæfist. Braggalífið var eitt af þeim og braggabókin kom út nokkuð fljótlega. Nú er það sveitin í Reykjavík sem er til umfjöllunar. Þegar ég var að vinna í Sögu Reykjavíkur fann ég hvað hún var fyrirferðarmikil í bæjarlandinu og hugsun fólksins. Það þótti sjálfsagt mál að vera með smábúskap, nokkrar kindur og kartöflugarða, jafnvel kýr. Kúm fór fækkandi upp úr miðjum 6. áratugnum en margir muna eftir kúm í Laugardalnum mun lengur.“ Bókin fjallar að mestu um tímabilið 1930-1970. Eggert segir hana búna að vera í huga hans býsna lengi. „Þegar vinnan fór í gang við hana af fullum krafti fyrir nokkrum árum sat ég mikið á Borgarskjalasafninu og svo er ég sagnfræðingur og legg mikið upp úr myndum því ég lít á myndir sem mjög mikilvægar heimildir. Oft er líka mun aðgengilegra fyrir lesandann að fá efni skýrt með myndum en löngum texta. Myndirnar í nýju bókinni kveikja margar minningar hjá fólki og yngra fólkið er hissa að sjá að Reykjavík skyldi vera með þessum hætti.“ Eggert Þór hefur sýnilega lagt mikla vinnu í myndaleit. Hann segir Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafninu hafa gefið mikið af sér.Við Sogaveg voru býlin Brekka, Réttarholt og Melbær.„Svo er líka ansi gott myndasafn frá stríðsárunum í Kvikmyndasafni Íslands, ég nýtti mér það. Ég leitaði líka til afkomenda þeirra sem stunduðu búskap í borginni. Fjölskyldualbúmin eru ansi drjúg og miklu drýgri en margir átta sig á. Margar myndir sýna börn og í baksýn getur verið allt að gerast sem sagnfræðingurinn hefur áhuga á. Svo lögðu áhugaljósmyndarar líka mikið til bókarinnar.“ Eggert Þór kveðst hafa alist upp í miðbæ Reykjavíkur til tíu ára aldurs svo sveitaumhverfið hafi verið fjarri honum nema hvað hann hafi verið í skólagörðunum, Aldamótagörðunum sunnan Hringbrautar sem voru þar sem BSÍ og Læknagarður eru nú. „Hugmyndafræðin bak við skólagarðana var sú að krakkar sem ekki kæmust í sveit þyrftu að komast í tengsl við landið og finna fyrir gróðurmætti moldarinnar. Auk þess fylgdi görðunum holl útivera,“ lýsir sagnfræðingurinn sem flutti í Árbæjarhverfið þegar það var í byggingu, sá þar oft kindur á beit og náði í skottið á gamla tímanum í Selásnum, þar sem fólk bjó á svokölluðum Selásblettum.Á Grettisgötu 20a var fjós fram á sjötta áratuginn. Þaðan voru kýrnar reknar á beit í Vatnsmýrina.Mynd/Guðmundur Hjörleifsson„Skammt frá voru kartöflugarðarnir í Borgarmýrinni þar sem Ölgerðin er nú. Ég fór stundum með ömmu þangað að taka upp. Garðlöndin voru víða enda voru Reykvíkingar með fjórðung allrar uppskeru í landinu sum árin. „Það er líka forvitnilegt að átta sig á hvernig byggðin þróaðist. Það var ekkert verið að ráðast voða mikið á þetta ræktarland, heldur farið með íbúðahverfi í hringi kringum þau vítt og breitt. Fólki fannst líka lengi vel óhugsandi að búa í fjölbýlishúsum. Þjóð sem hafði búið þúsund ár í sveit gat ekki hugsað sér að vera í fjölbýli.“
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira