Á sjúkrahúsi um jólin 4. desember 2014 15:00 "Þörfin fyrir að vera saman er mikil. Ef fólk kemst ekki heim þá kemur heimfólkið yfirleitt til viðkomandi og það verða jól enda varla meira um samfundi fjölskyldna þegar einn liggur á sjúkrahúsi en einmitt um jólin,“ segir Sigfinnur. Mynd/Vilhelm Sigfinnur Þorleifsson hefur starfað sem sjúkrahúsprestur í hátt í þrjátíu ár en áður var hann í rúman áratug prestur austur í Hreppum. „Þar þjónaði lengi vel prestur sem hét Valdimar Briem sem á marga sálma í sálmabókinni. Þar á meðal uppáhaldssálminn minn sem fékk dálítið nýjan hljóm þegar ég byrjaði að vinna á spítalanum,“ segir Sigfinnur, en sálmurinn heitir Í dag er glatt í döprum hjörtum, og á vel við í starfi Sigfinns á sjúkrahúsinu á jólunum. „Mínar kærustu jólaminningar snúast um samveru með fólkinu mínu og að finna að jólin koma með einum eða öðrum hætti til allra, líka þeirra sem liggja hér inni á spítala,“ segir Sigfinnur. Samveran er lykilatriði vilji fólk njóta jólanna að mati hans. „Þörfin fyrir að vera saman er mikil. Ef fólk kemst ekki heim þá kemur heimfólkið yfirleitt til viðkomandi og það verða jól, enda varla meira um samfundi fjölskyldna þegar einn liggur á sjúkrahúsi en einmitt um jólin.“Trúin sem frumþörf Allir sem geta fara heim um jólin, þó ekki sé nema kvöldstund. Sumir þeirra sem ekki komast taka þátt í því helgihaldi sem er í boði á aðfangadag og jóladag. „Yfirleitt er vel mætt og komið með fólk í rúmum til að vera með,“ lýsir Sigfinnur, sem telur mikla þörf á því starfi sem hann og samstarfsfólk hans vinnur innan spítalans. „Ef trúin er ein af frumþörfum mannsins eins og sumir vilja meina, og ég er ekki frá því þó það sé undir einhverjum öðrum formerkjum en kristinni trú, þá er eðlilegt að sækja í trúna þegar þrengir að. Líkt og hungraður maður veit hvað það er að fá saðningu þegar hann er sársvangur, þá er þörfin fyrir trú mjög rík þó fólk sé ekki með guðsorð á vörum,“ segir Sigfinnur sem vill mæta fólki þar sem það er en hefur enga þörf fyrir að mæla trúna í einum eða neinum.Viðurkenndur þáttur Hann segir að verið sé að mæta raunverulegum þörfum með sálgæslu á sjúkrahúsum. „Við þurfum að vera töluvert mörg til að anna þessu. Við erum með sólarhringsvaktir enda gerist ekki allt milli átta og fjögur. Þetta er orðinn viðurkenndur þáttur enda boðar það ekki lengur ógn eða skelfingu þótt prestur komi inn á sjúkrastofu,“ segir hann glettinn. „Við hjálpum fólki að finna þann styrk sem býr í því. Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa einhvern sem er tilbúinn til að hlusta og slást í för með því við þessar oft erfiðu kringumstæður.“ Þegar prestar og djáknar spítalans eiga samtöl við sjúklinga, aðstandendur eða starfsfólk hefur beiðnin komið frá fólkinu sjálfu. „Þá erum við einnig oft kölluð til þegar fyrirvaralaus áföll dynja yfir,“ segir Sigfinnur og finnst starf sitt bæði krefjandi og gefandi. „Það sem gefur manni kraftinn í þessu starfi er að vinna með góðu fólki.“Hátíðlegt á aðventunni Margir leggjast á eitt til að veita sjúklingum gleði á aðventunni. „Á þessum tíma er mikið um viðburði á spítalanum. Til dæmis aðventustundir sem standa starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum til boða. Þá gefa margir af örlæti á þessum tíma og hingað kemur tónlistarfólk, kórar og hljóðfæraleikarar,“ lýsir Sigfinnur. Á aðfangadag sinna fimm kórar söng í helgihaldi. „Þegar maður mætir þessu fólki sem kemur og vill færa fólki þessar fallegu gjafir, verður glatt í döprum hjörtum.“Í fríi um jólin „Ef ég myndi skrá endurminningar mínar, sem ég á þó ekki von á að ég geri, gæti bókin heitið: Í fríi um jólin,“ svarar Sigfinnur glettinn, þegar hann er inntur eftir því hvort jólin séu annasamur tími hjá honum. Sigfinnur er í samstarfshópi presta og djákna á spítalanum sem skipta með sér vöktum yfir hátíðarnar. „Lengi vel var ég bundinn af vöktum um jólin annað hvert ár, en nú erum við fleiri og því deilist vinnan á fleiri. Þetta er þó ekki með öllu rétt enda messar Sigfinnur ávallt sjálfur bæði á Kleppi og á geðdeild á aðfangadag. „En þegar maður er í starfi eins og ég, þá hvílir maður sig í helgihaldinu enda finnst mér það alltaf jafn gleðilegt,“ segir Sigfinnur sem lýkur deginum með því að fara sjálfur í messu í Hallgrímskirkju með fjölskyldu sinni.solveig@365.is Jól Trúmál Mest lesið Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól
Sigfinnur Þorleifsson hefur starfað sem sjúkrahúsprestur í hátt í þrjátíu ár en áður var hann í rúman áratug prestur austur í Hreppum. „Þar þjónaði lengi vel prestur sem hét Valdimar Briem sem á marga sálma í sálmabókinni. Þar á meðal uppáhaldssálminn minn sem fékk dálítið nýjan hljóm þegar ég byrjaði að vinna á spítalanum,“ segir Sigfinnur, en sálmurinn heitir Í dag er glatt í döprum hjörtum, og á vel við í starfi Sigfinns á sjúkrahúsinu á jólunum. „Mínar kærustu jólaminningar snúast um samveru með fólkinu mínu og að finna að jólin koma með einum eða öðrum hætti til allra, líka þeirra sem liggja hér inni á spítala,“ segir Sigfinnur. Samveran er lykilatriði vilji fólk njóta jólanna að mati hans. „Þörfin fyrir að vera saman er mikil. Ef fólk kemst ekki heim þá kemur heimfólkið yfirleitt til viðkomandi og það verða jól, enda varla meira um samfundi fjölskyldna þegar einn liggur á sjúkrahúsi en einmitt um jólin.“Trúin sem frumþörf Allir sem geta fara heim um jólin, þó ekki sé nema kvöldstund. Sumir þeirra sem ekki komast taka þátt í því helgihaldi sem er í boði á aðfangadag og jóladag. „Yfirleitt er vel mætt og komið með fólk í rúmum til að vera með,“ lýsir Sigfinnur, sem telur mikla þörf á því starfi sem hann og samstarfsfólk hans vinnur innan spítalans. „Ef trúin er ein af frumþörfum mannsins eins og sumir vilja meina, og ég er ekki frá því þó það sé undir einhverjum öðrum formerkjum en kristinni trú, þá er eðlilegt að sækja í trúna þegar þrengir að. Líkt og hungraður maður veit hvað það er að fá saðningu þegar hann er sársvangur, þá er þörfin fyrir trú mjög rík þó fólk sé ekki með guðsorð á vörum,“ segir Sigfinnur sem vill mæta fólki þar sem það er en hefur enga þörf fyrir að mæla trúna í einum eða neinum.Viðurkenndur þáttur Hann segir að verið sé að mæta raunverulegum þörfum með sálgæslu á sjúkrahúsum. „Við þurfum að vera töluvert mörg til að anna þessu. Við erum með sólarhringsvaktir enda gerist ekki allt milli átta og fjögur. Þetta er orðinn viðurkenndur þáttur enda boðar það ekki lengur ógn eða skelfingu þótt prestur komi inn á sjúkrastofu,“ segir hann glettinn. „Við hjálpum fólki að finna þann styrk sem býr í því. Það er mikilvægt fyrir fólk að hafa einhvern sem er tilbúinn til að hlusta og slást í för með því við þessar oft erfiðu kringumstæður.“ Þegar prestar og djáknar spítalans eiga samtöl við sjúklinga, aðstandendur eða starfsfólk hefur beiðnin komið frá fólkinu sjálfu. „Þá erum við einnig oft kölluð til þegar fyrirvaralaus áföll dynja yfir,“ segir Sigfinnur og finnst starf sitt bæði krefjandi og gefandi. „Það sem gefur manni kraftinn í þessu starfi er að vinna með góðu fólki.“Hátíðlegt á aðventunni Margir leggjast á eitt til að veita sjúklingum gleði á aðventunni. „Á þessum tíma er mikið um viðburði á spítalanum. Til dæmis aðventustundir sem standa starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum til boða. Þá gefa margir af örlæti á þessum tíma og hingað kemur tónlistarfólk, kórar og hljóðfæraleikarar,“ lýsir Sigfinnur. Á aðfangadag sinna fimm kórar söng í helgihaldi. „Þegar maður mætir þessu fólki sem kemur og vill færa fólki þessar fallegu gjafir, verður glatt í döprum hjörtum.“Í fríi um jólin „Ef ég myndi skrá endurminningar mínar, sem ég á þó ekki von á að ég geri, gæti bókin heitið: Í fríi um jólin,“ svarar Sigfinnur glettinn, þegar hann er inntur eftir því hvort jólin séu annasamur tími hjá honum. Sigfinnur er í samstarfshópi presta og djákna á spítalanum sem skipta með sér vöktum yfir hátíðarnar. „Lengi vel var ég bundinn af vöktum um jólin annað hvert ár, en nú erum við fleiri og því deilist vinnan á fleiri. Þetta er þó ekki með öllu rétt enda messar Sigfinnur ávallt sjálfur bæði á Kleppi og á geðdeild á aðfangadag. „En þegar maður er í starfi eins og ég, þá hvílir maður sig í helgihaldinu enda finnst mér það alltaf jafn gleðilegt,“ segir Sigfinnur sem lýkur deginum með því að fara sjálfur í messu í Hallgrímskirkju með fjölskyldu sinni.solveig@365.is
Jól Trúmál Mest lesið Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól