Menning

Minnast Mozarts á miðnæturtónleikum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Nanna María, Hanna Dóra, Garðar Thor og Kristinn fara yfir sína þætti Sálumessunnar undir næmu eyra stjórnandans.
Nanna María, Hanna Dóra, Garðar Thor og Kristinn fara yfir sína þætti Sálumessunnar undir næmu eyra stjórnandans. Vísir/Ernir
„Þetta er tíunda árið sem ég stjórna tónleikum á dánarstund Mozarts. Það er mikið búið að æfa og allt orðið slípað,“ segir Garðar Cortes, stjórnandi Óperukórs Reykjavíkur.

Fjórir einsöngvarar koma fram með kórnum í nótt í Langholtskirkju, Nanna María Cortes, Hanna Dóra Sturludóttir, Garðar Thor Cortes og Kristinn Sigmundsson.

Eins og fyrri ár er það Sálumessa Mozarts sem verður flutt á þessum hátíðlegu næturtónleikum.

„Nú eru 223 ár frá því Mozart kvaddi þennan heim. Við minnumst hans og þökkum honum og svo minnumst við líka íslensks tónlistarfólks sem hefur fallið frá á árinu, ekki bara atvinnufólks heldur líka annarra sem hafa lagt líf sitt í tónlistina og gert okkur ríkari með söng og hljóðfæraleik,“ segir Garðar.

Langholtskirkja verður opnuð klukkan hálf tólf í kvöld og tónleikarnir hefjast klukkan hálf eitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×