Menning

Dásamlegt að fá að umgangast ungt fólk

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Við ætlum að spila jólakonsertinn eftir Corelli, Haydn- og hugguleg jólalög,“ segir Helga.
"Við ætlum að spila jólakonsertinn eftir Corelli, Haydn- og hugguleg jólalög,“ segir Helga.
Jólaandi mun ríkja í Bókasafni Seltjarnarness síðdegis í dag þegar strengjasveit Helgu Þórarinsdóttur kemur þar fram klukkan 17.30. Sveitin er skipuð nemendum og kennurum úr Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Helga lenti í alvarlegu slysi fyrir tveimur árum, hlaut mænuskaða og lamaðist. Áður hafði hún verið leiðandi víóluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í þrjátíu ár og auk þess kenndi hún við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Nú helgar hún sig kennslunni.

„Ég á vinkonu sem sagði við mig: „Þú bara verður að fara að vinna.“ Ég hélt kannski að það vildi enginn fá mig en svo náttúrlega var þetta kannski mín besta lækning. Það er dásamlegt að fá að umgangast ungt fólk. Líka gaman og gefandi að vera í tónlistinni þótt ég geti ekki spilað.“

Strengjasveitin ætlar að spila verk eftir Bach, Haydn og Corelli ásamt nokkrum jólalögum.



Tónleikarnir eru fastur liður í dagskrá bókasafnsins og hluti af samstarfsverkefni safnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness undir heitinu Tónstafir. Aðgangur er ókeypis.

„Bækurnar eru bara færðar til og sófar og stólar settir í staðinn, mjög kósí,“ segir Helga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×