Býr versta fólkið í mesta þéttbýlinu? Sigurjón M. Egilsson skrifar 4. desember 2014 07:00 Trúlega hefur fólk sem býr utan mesta þéttbýlisins sjaldan verið eins herskátt og nú, í baráttu við ímyndaða óvini. Lengst hafa þingmenn Framsóknarflokksins gengið, en þeir telja fullvíst að Alþingi samþykki vilja þeirra um að ríkið fari framvegis með skipulag á flugvallarsvæðinu í Reykjavík. Framsóknarmennirnir treysta ekki núráðandi borgaryfirvöldum. Þeir hrifsa til sín skipulagsvaldið af Reykjavík, ímynduðum óvini sínum. Flugvallarmálið er tærasta birtingarmyndin í opinberum átökum um svo margt. Þéttbýlingum þykir oft að þeim séu gerðar upp skoðanir, skoðanir sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Gengið er að því sem gefnu, að ef þéttbýlingar finna til dæmis að ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar atvinnuvegaráðherra um flutning Fiskistofu séu þeir þar með svarnir andstæðingar byggðar utan þéttustu byggðarinnar. Sennilegast er einn besti málsvari dreifbýlinga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún skrifaði nýverið: „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun sem er víða á landsbyggðinni þar sem atvinnuuppbygging er í gangi. Mörg af nýju fyrirtækjunum eru ekki með stjórnunarteymi á staðnum. Þeir búa í Reykjavík eða í útlöndum og ætla ekki að taka þátt í samfélagsuppbyggingunni. Verkafólkið er héðan eða frá starfsmannaleigum erlendis. Þannig að lítið verður eftir af arðinum af fyrirtækjunum í litlu samfélögunum. Hvernig má breyta þessari þróun?“ Hér er sett fram alvörumál á skýran og öfgalausan hátt. Annað dæmi er grein sem Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur skrifaði. Hún sagði meðal annars: „Í fjárlögunum sem voru samþykkt fyrir þetta ár var ákveðið að „forgangsraða fjármunum í rekstur Landspítalans“, það var gert með því að strika líka heilsugæsluna úti á landi af fjárlögum.“ Þetta er sjónarmið. Meðal þeirra sem skrifuðu viðbrögð við greininni var Reinhard Reynisson, fyrrverandi bæjarstjóri Norðurþings: „Samsett afleiðing „sérfræðingaveldisins“ innan heilbrigðiskerfisins og þeirrar sjálfhygli sem hinn mikli meirihluti á sv-horninu gerist ítrekað sekur um þegar hagsmunir annarra landsmanna eru annars vegar.“ Þetta er tónninn sem margir kjósa að hafa í umræðunni. „…og þeirrar sjálfhygli sem hinn mikli meirihluti á sv-horninu gerist ítrekað sekur um þegar hagsmunir annarra landsmanna eru annars vegar.“ Er ekki skotið duglega yfir markið? Heldur fólk, sem þannig skrifar, að þéttbýlingarnir í höfuðborginni og nærsveitum hugsi svona? Fólki sem svona talar, og jafnvel hugsar, væri nær að líta til Vesturbyggðar og hlusta eftir málefnalegum rökum og framsetningu bæjarstjórans þar. Mikil uppbygging er á suðurhluta Vestfjarða. Meðal annars vegna þeirrar jákvæðni og þeirrar rökfestu sem þaðan kemur. Trúlegast er ekki einn einasti íbúi hér í þéttustu byggð landsins, sem hefur nokkuð á móti uppbyggingu vega á sunnanverðum Vestfjörðum. Þvert á móti. Fólk fylgist glatt með uppganginum þar og reglulega hafa, til að mynda á Stöð 2, verið fluttar fínustu fréttir þaðan. Þau sem stríða við vindmyllurnar verða að átta sig á að það er enginn andstæðingur í stríðinu. Þess vegna er ekkert stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Trúlega hefur fólk sem býr utan mesta þéttbýlisins sjaldan verið eins herskátt og nú, í baráttu við ímyndaða óvini. Lengst hafa þingmenn Framsóknarflokksins gengið, en þeir telja fullvíst að Alþingi samþykki vilja þeirra um að ríkið fari framvegis með skipulag á flugvallarsvæðinu í Reykjavík. Framsóknarmennirnir treysta ekki núráðandi borgaryfirvöldum. Þeir hrifsa til sín skipulagsvaldið af Reykjavík, ímynduðum óvini sínum. Flugvallarmálið er tærasta birtingarmyndin í opinberum átökum um svo margt. Þéttbýlingum þykir oft að þeim séu gerðar upp skoðanir, skoðanir sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Gengið er að því sem gefnu, að ef þéttbýlingar finna til dæmis að ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar atvinnuvegaráðherra um flutning Fiskistofu séu þeir þar með svarnir andstæðingar byggðar utan þéttustu byggðarinnar. Sennilegast er einn besti málsvari dreifbýlinga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún skrifaði nýverið: „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun sem er víða á landsbyggðinni þar sem atvinnuuppbygging er í gangi. Mörg af nýju fyrirtækjunum eru ekki með stjórnunarteymi á staðnum. Þeir búa í Reykjavík eða í útlöndum og ætla ekki að taka þátt í samfélagsuppbyggingunni. Verkafólkið er héðan eða frá starfsmannaleigum erlendis. Þannig að lítið verður eftir af arðinum af fyrirtækjunum í litlu samfélögunum. Hvernig má breyta þessari þróun?“ Hér er sett fram alvörumál á skýran og öfgalausan hátt. Annað dæmi er grein sem Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur skrifaði. Hún sagði meðal annars: „Í fjárlögunum sem voru samþykkt fyrir þetta ár var ákveðið að „forgangsraða fjármunum í rekstur Landspítalans“, það var gert með því að strika líka heilsugæsluna úti á landi af fjárlögum.“ Þetta er sjónarmið. Meðal þeirra sem skrifuðu viðbrögð við greininni var Reinhard Reynisson, fyrrverandi bæjarstjóri Norðurþings: „Samsett afleiðing „sérfræðingaveldisins“ innan heilbrigðiskerfisins og þeirrar sjálfhygli sem hinn mikli meirihluti á sv-horninu gerist ítrekað sekur um þegar hagsmunir annarra landsmanna eru annars vegar.“ Þetta er tónninn sem margir kjósa að hafa í umræðunni. „…og þeirrar sjálfhygli sem hinn mikli meirihluti á sv-horninu gerist ítrekað sekur um þegar hagsmunir annarra landsmanna eru annars vegar.“ Er ekki skotið duglega yfir markið? Heldur fólk, sem þannig skrifar, að þéttbýlingarnir í höfuðborginni og nærsveitum hugsi svona? Fólki sem svona talar, og jafnvel hugsar, væri nær að líta til Vesturbyggðar og hlusta eftir málefnalegum rökum og framsetningu bæjarstjórans þar. Mikil uppbygging er á suðurhluta Vestfjarða. Meðal annars vegna þeirrar jákvæðni og þeirrar rökfestu sem þaðan kemur. Trúlegast er ekki einn einasti íbúi hér í þéttustu byggð landsins, sem hefur nokkuð á móti uppbyggingu vega á sunnanverðum Vestfjörðum. Þvert á móti. Fólk fylgist glatt með uppganginum þar og reglulega hafa, til að mynda á Stöð 2, verið fluttar fínustu fréttir þaðan. Þau sem stríða við vindmyllurnar verða að átta sig á að það er enginn andstæðingur í stríðinu. Þess vegna er ekkert stríð.