Smæðin gagnast ekki fjöldanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Sveitarfélög sem sent hafa inn umsögn við frumvarp nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám lágmarksútsvars hafa öll lýst sig því andsnúin. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að í stjórnarskrá sé sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga staðfestur. „Haldgóð rök og verulegir hagsmunir þurfa því að koma til ef skerða á þennan ákvörðunarrétt. Bein íhlutun um lágmarksútsvar getur tæpast talist uppfylla þau skilyrði,“ segir þar. „Óeðlilegt er að bundið sé í lög að innheimta skuli að lágmarki tiltekinn skatt af íbúum, hvort sem þörf sé á honum til að sinna lögboðnu hlutverki eða ekki.“ Í umfjöllun Fréttablaðsins síðustu daga (sem og í umsögnum sveitarfélaga við frumvarpið) hafa hins vegar komið fram haldgóð rök sem sýna hversu fljótfærnisleg og skammsýn tillaga þingmannanna er. Þannig bendir bæjarráð Sandgerðisbæjar á í umsögn sinni að með afnámi lágmarksútsvarsins væri ýtt undir aðstöðumun á milli sveitarfélaga og samkeppni þeirra á milli. „Jafnframt væri hætta á því að ójöfnuður í samfélaginu myndi aukast þar sem einstaka sveitarfélög gætu boðið útsvarsprósentu sem væri miklum meirihluta þeirra ómögulegt að bjóða. Þá er líklegt að skekkja myndi myndast á milli þess hvar fólk býr og hvar það þiggur sína þjónustu,“ segir þar. Í blaði gærdagsins furðar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, sig líka á hugmyndum oddvita Skorradalshrepps, sem lýsti því áður í blaðinu hvernig lægra útsvar þar laðaði efnameira fólk til hreppsins, fólk sem síðan ætti líka „athvarf“ í þéttbýlinu. „Honum finnst spennandi að laða að sér efnameira fólk sem þarf ekkert frá sveitarfélaginu og veita því afslátt frá sköttum. Væntanlega í trausti þess að það flytji svo lögheimilið aftur ef þörf á þjónustu breytist,“ sagði Dagur. Í sömu frétt varar Dagur Jóhannesson landfræðingur við því að lítil sveitarfélög sem búi við góðar tekjur, svo sem vegna virkjana, geti lækkað útsvar úr hófi. Niðurstaðan gæti orðið að fólk flytji þangað lögheimili án þess að búa þar að staðaldri. Heppilegra væri að stærri svæði nytu góðs af virkjunum og starfseminni í þeim sveitarfélögum. Og þar liggur kannski hundurinn grafinn. Auðvitað eru sveitarfélög á Íslandi allt of lítil. Lítil og tekjuhá sveitarfélög geta grafið með þessum hætti undan sameiginlegri velferð í nágrannasveitarfélögunum og lítil og fátæk sveitarfélög standa ekki almennilega undir lögbundnum hlutverkum og stuðla að láglaunastefnu þeirra allra vegna eigin hallæris. Umgjörð sveitarfélaga þarf að skoða með miklu heildrænni hætti en fram kemur í grunnhyggnu frumvarpi þingmannahópsins. Eigi að afnema lágmarksútsvar þyrfti alveg örugglega um leið að toga upp ákvæði um lágmarksstærð sveitarfélaga þannig að ekkert þeirra geti verið stikkfrí í að veita borgurum landsins þjónustu. Rætt hefur verið um að draga línuna við þúsund íbúa án þess að sátt næðist um það. Líklega væri samt nær lagi að draga línuna við tíu eða fimmtán þúsund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Sveitarfélög sem sent hafa inn umsögn við frumvarp nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám lágmarksútsvars hafa öll lýst sig því andsnúin. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að í stjórnarskrá sé sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga staðfestur. „Haldgóð rök og verulegir hagsmunir þurfa því að koma til ef skerða á þennan ákvörðunarrétt. Bein íhlutun um lágmarksútsvar getur tæpast talist uppfylla þau skilyrði,“ segir þar. „Óeðlilegt er að bundið sé í lög að innheimta skuli að lágmarki tiltekinn skatt af íbúum, hvort sem þörf sé á honum til að sinna lögboðnu hlutverki eða ekki.“ Í umfjöllun Fréttablaðsins síðustu daga (sem og í umsögnum sveitarfélaga við frumvarpið) hafa hins vegar komið fram haldgóð rök sem sýna hversu fljótfærnisleg og skammsýn tillaga þingmannanna er. Þannig bendir bæjarráð Sandgerðisbæjar á í umsögn sinni að með afnámi lágmarksútsvarsins væri ýtt undir aðstöðumun á milli sveitarfélaga og samkeppni þeirra á milli. „Jafnframt væri hætta á því að ójöfnuður í samfélaginu myndi aukast þar sem einstaka sveitarfélög gætu boðið útsvarsprósentu sem væri miklum meirihluta þeirra ómögulegt að bjóða. Þá er líklegt að skekkja myndi myndast á milli þess hvar fólk býr og hvar það þiggur sína þjónustu,“ segir þar. Í blaði gærdagsins furðar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, sig líka á hugmyndum oddvita Skorradalshrepps, sem lýsti því áður í blaðinu hvernig lægra útsvar þar laðaði efnameira fólk til hreppsins, fólk sem síðan ætti líka „athvarf“ í þéttbýlinu. „Honum finnst spennandi að laða að sér efnameira fólk sem þarf ekkert frá sveitarfélaginu og veita því afslátt frá sköttum. Væntanlega í trausti þess að það flytji svo lögheimilið aftur ef þörf á þjónustu breytist,“ sagði Dagur. Í sömu frétt varar Dagur Jóhannesson landfræðingur við því að lítil sveitarfélög sem búi við góðar tekjur, svo sem vegna virkjana, geti lækkað útsvar úr hófi. Niðurstaðan gæti orðið að fólk flytji þangað lögheimili án þess að búa þar að staðaldri. Heppilegra væri að stærri svæði nytu góðs af virkjunum og starfseminni í þeim sveitarfélögum. Og þar liggur kannski hundurinn grafinn. Auðvitað eru sveitarfélög á Íslandi allt of lítil. Lítil og tekjuhá sveitarfélög geta grafið með þessum hætti undan sameiginlegri velferð í nágrannasveitarfélögunum og lítil og fátæk sveitarfélög standa ekki almennilega undir lögbundnum hlutverkum og stuðla að láglaunastefnu þeirra allra vegna eigin hallæris. Umgjörð sveitarfélaga þarf að skoða með miklu heildrænni hætti en fram kemur í grunnhyggnu frumvarpi þingmannahópsins. Eigi að afnema lágmarksútsvar þyrfti alveg örugglega um leið að toga upp ákvæði um lágmarksstærð sveitarfélaga þannig að ekkert þeirra geti verið stikkfrí í að veita borgurum landsins þjónustu. Rætt hefur verið um að draga línuna við þúsund íbúa án þess að sátt næðist um það. Líklega væri samt nær lagi að draga línuna við tíu eða fimmtán þúsund.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun