Bardagaveisla í boði Zeldu Tinni Sveinsson skrifar 7. desember 2014 12:00 Zelda, Link og félagar berjast af miklum móð í Hyrule Warriors. Hyrule Warriors. Bardagaleikur. Wii U. Hyrule Warriors er bardagaleikur sem byggir á Zeldu-leikjunum en flokkast þó ekki sem „alvöru“ Zeldu-leikur heldur hliðarafurð. Hann er samstarfsverkefni Nintendo og fyrirtækisins Koei Tecmo, byggir á grunni Dynasty Warriors-leikjanna og flokkast einnig til þeirrar leikjaraðar. Í Hyrule Warriors berjast spilarar við ógrynni óvina með það að markmiði að stöðva ill öfl í því að ná yfirráðum í Hyrule (en ekki hvað?). Leikurinn er skemmtilegur og heldur manni við efnið með áhugaverðum söguþræði. Allar helstu hetjurnar eru til staðar og eru þar Link og Zelda vitanlega í fararbroddi. Sérstaklega er ánægjulegt að finna kunnuglegar fjársjóðskistur og vopn. Einnig þegar leikurinn leiðir mann í borð sem byggja á gömlum Zelda-leikjum, nánar tiltekið Twilight Princess, Skyward Sword og Ocarina of Time. Þar skjóta gamalkunnar persónur upp kollinum og spila inn í atburðarásina. Eftir því sem líður á leikinn safnar maður sér smám saman fleiri persónum til að spila og er þar sniðugt að geta einnig valið óvini sem hafa fallið í valinn og nýtt sér eiginleika þeirra og vopnabúr. Alls eru persónurnar sem hægt er að velja úr þrettán og er hægt að dunda sér við að auka styrk þeirra og hæfileika. Bardagarnir í Hyrule Warriors eru nokkuð einhæfir með miklum sverðasveiflum. Einhvern veginn virkar þetta allt samt ágætlega. Ekki síst þar sem leikurinn er mjög góður í tveggja manna spili þar sem reynir oft á útsjónarsemi, herkænsku og góða samvinnu. Þá er árásarfimi persónanna sem hægt er að velja úr oft mjög tilkomumikil. Maður nýtur þess að sigra óvini með loftköstunum sem hægt er að framkalla með fjarstýringunni. Kjörinn leikur fyrir aðdáendur Zeldu sem bíða spenntir eftir risaleiknum sem von er á fyrir Wii U á næsta ári.Hér fyrir neðan má sjá hálftíma langt myndband þar sem spilarinn Zack Scott leiðir okkur í gegnum leikinn. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Hyrule Warriors. Bardagaleikur. Wii U. Hyrule Warriors er bardagaleikur sem byggir á Zeldu-leikjunum en flokkast þó ekki sem „alvöru“ Zeldu-leikur heldur hliðarafurð. Hann er samstarfsverkefni Nintendo og fyrirtækisins Koei Tecmo, byggir á grunni Dynasty Warriors-leikjanna og flokkast einnig til þeirrar leikjaraðar. Í Hyrule Warriors berjast spilarar við ógrynni óvina með það að markmiði að stöðva ill öfl í því að ná yfirráðum í Hyrule (en ekki hvað?). Leikurinn er skemmtilegur og heldur manni við efnið með áhugaverðum söguþræði. Allar helstu hetjurnar eru til staðar og eru þar Link og Zelda vitanlega í fararbroddi. Sérstaklega er ánægjulegt að finna kunnuglegar fjársjóðskistur og vopn. Einnig þegar leikurinn leiðir mann í borð sem byggja á gömlum Zelda-leikjum, nánar tiltekið Twilight Princess, Skyward Sword og Ocarina of Time. Þar skjóta gamalkunnar persónur upp kollinum og spila inn í atburðarásina. Eftir því sem líður á leikinn safnar maður sér smám saman fleiri persónum til að spila og er þar sniðugt að geta einnig valið óvini sem hafa fallið í valinn og nýtt sér eiginleika þeirra og vopnabúr. Alls eru persónurnar sem hægt er að velja úr þrettán og er hægt að dunda sér við að auka styrk þeirra og hæfileika. Bardagarnir í Hyrule Warriors eru nokkuð einhæfir með miklum sverðasveiflum. Einhvern veginn virkar þetta allt samt ágætlega. Ekki síst þar sem leikurinn er mjög góður í tveggja manna spili þar sem reynir oft á útsjónarsemi, herkænsku og góða samvinnu. Þá er árásarfimi persónanna sem hægt er að velja úr oft mjög tilkomumikil. Maður nýtur þess að sigra óvini með loftköstunum sem hægt er að framkalla með fjarstýringunni. Kjörinn leikur fyrir aðdáendur Zeldu sem bíða spenntir eftir risaleiknum sem von er á fyrir Wii U á næsta ári.Hér fyrir neðan má sjá hálftíma langt myndband þar sem spilarinn Zack Scott leiðir okkur í gegnum leikinn.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira