Menning

Styðja við menningu í nafni Snorra

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ritsnillingurinn Snorri hefði kunnað vel að meta það að fá hingað fólk til að þýða fornrit og skrifa um samtímamenningu.
Ritsnillingurinn Snorri hefði kunnað vel að meta það að fá hingað fólk til að þýða fornrit og skrifa um samtímamenningu.
Alison Finlay, prófessor í enskum og íslenskum miðaldabókmenntum við Lundúnaháskóla, Oleksandr Mykhed, dósent í ritlist við Taras Shevchenco-þjóðarháskólann í Kænugarði, og Rasa Baranauskiené, lektor í sænsku og íslensku við Vilníusháskóla, hlutu styrki úr sjóði kenndum við Snorra Sturluson.

Styrkinn eiga þau að nota til að ferðast hingað til Íslands og dvelja hér í minnst þrjá mánuði á næsta ári; Finley til að vinna að þýðingu á Sturlungasögu á ensku, Mykhed til að skrifa bók um samtímamenningu hér á landi og Baranauskiené til að þýða Njálu á litháísku.

Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Þetta árið bárust 62 umsóknir frá 29 löndum.

Í úthlutunarnefnd eru Úlfar Bragason rannsóknarprófessor, Ásdís Egilsdóttir prófessor og Pétur Gunnarsson rithöfundur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×