Menning

Lög sem fólk vill heyra á aðventunni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hópurinn ætlar meðal annars að flytja norræn jólalög, ítalskar barokkaríur og verk eftir Mozart.
Hópurinn ætlar meðal annars að flytja norræn jólalög, ítalskar barokkaríur og verk eftir Mozart.
„Þetta eru árlegir tónleikar í litlu kirkjunni okkar hér í Mosfellsdal, þar ætla ég að syngja með blásarasextett. Við erum þar nú átjándu aðventuna í röð,“ Þetta segir söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, jafnvel betur þekkt sem Diddú, um tónleika í Mosfellskirkju á morgun, 9. desember klukkan 20.

Hópurinn samanstendur af tveimur klarínettleikurum, tveimur fagottleikurum, tveimur hornleikurum og að sjálfsögðu Diddú. „Dagskráin er fjölbreytileg og hátíðleg,“ lofar hún. „Þar verða meðal annars norræn jólalög, ítalskar barokkaríur, gamall íslenskur sálmur, verk eftir Mozart og fleiri lög sem fólk vill heyra á aðventunni!“

Diddú segir tvo úr hópnum útsetja öll lögin og gæti þar ýmissa aðgengilegra söngva sem alla jafna heyrist ekki.

„Annar útsetjaranna dvaldi í Vínarborg síðastliðið ár við grúsk á söfnum borgarinnar og nærliggjandi landa og fann ýmislegt sem verður flutt á tónleikunum,“ segir hún og getur þess að miðar séu seldir á skrifstofu Mosfellsbæjar og við innganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×