Innlent

Giljagaur er jólaórói ársins 2014

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Linda og Bubbi lögðu hönd á plóg. Hér sjást þau með Giljagaur.
Linda og Bubbi lögðu hönd á plóg. Hér sjást þau með Giljagaur. mynd/slf
Í gær voru ljósin tendruð á staðgengli Óslóartrésins á Austurvelli en upprunalega tréð skaddaðist í óveðri því er gekk yfir landið fyrir rúmri viku. Ljósin eru ekki eina skrautið sem prýðir tréð en að auki má þar sjá jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

Órói þessa árs hefur fengið nafnið Giljagaur og er sá níundi í röð styrktarfélagsins. Að þessu sinni var það Linda Björg Árnadóttir sem hannaði óróann og Bubbi Morthens samdi kvæði sem flutt var við athöfnina af Matthíasi Löve, nemanda í Hagaskóla.

Sala á Giljagaur hófst á föstudag og stendur yfir í tvær vikur. Upplýsingar um söluaðila um allt land má finna á heimasíðunni jolaoroinn.is en jafnframt er hægt að kaupa óróann á skrifstofu Styrktarfélagsins að Háaleitisbraut 13. Þar er einnig hægt að nálgast óróa fyrri ára.

Allur ágóði af sölu óróans rennur til verkefna í þágu fatlaðra barna og ungmenna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×