Tónlist

Brim spila á beikon-hátíð

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Íslenska sörfsveitin Brim mun troða upp á Blue Ribbon beikonhátíðinni í Iowa í Bandaríkjunum í janúar. „Þegar stjórnendur hátíðarinnar fréttu að Brim væru byrjaðir aftur þá langaði þá endilega að fá okkur,“ segir Bibbi Barti en aðstandendur hátíðarinnar eru miklir aðdáendur.

„Þeir fengu okkur til að spila þegar þeir komu á Beikonhátíðina í Reykjavík í sumar.“

Brim er aðalhljómsveitin á hátíðinni en hún mun troða upp á 16.000 manna sviði.

„Síðan er búið að bóka okkur í morgunsjónvarpsþátt þar sem við eigum að spila á meðan einhverjir glímudvergar eiga að glíma,“ segir Bibbi.

Brim mun svo halda jólaball á Húrra annan í jólum. „Ef fólk vill sjá okkur áður en við verðum heimsfrægir,“ segir Bibbi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.