Tónlist

Pussy Riot og Le Tigre vinna í tónlist

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Meðlimir Le Tigre og Pussy Riot í hljóðverinu.
Meðlimir Le Tigre og Pussy Riot í hljóðverinu.

Meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, Nadya Tolokonnikova og Maria Alyokhina, vinna nú í nýrri tónlist og myndböndum með bandarísku kvennapönksveitinni Le Tigre. Þetta kemur fram í tónlistartímaritinu FACT en báðar hljómsveitirnar eru þekktar fyrir uppreisnargirni og femínísk sjónarmið.



Í augnablikinu ætla þær að einbeita sér að minni verkefnum svo sem stökum lögum og myndböndum. „Kannski munum við gera plötu einhvern tíma í framtíðinni en í augnablikinu viljum við bara gera myndbönd,“ sagði Tolokonnikova.



Til heiðurs Le Tigre spilaði Pussy Riot einmitt lag sitt, Deceptacon, á 20 ára afmælistónleikum tímaritsins Vice í síðustu viku. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×