Menning

Jólaguðspjallið rifjast upp við opnun pakka

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Útfærslan á jólaguðspjallinu er sérstök,” segir Helga.
Útfærslan á jólaguðspjallinu er sérstök,” segir Helga.
„Brúður eru í aðalhlutverkum í sýningunni og svo er mikil áhersla lögð á þátttöku áhorfenda,“ segir Helga Arnalds um Jólaguðspjallið sem sýnt verður í Gerðubergssafni á sunnudaginn klukkan 14. Helga stýrir leikhúsinu 10 fingur er stendur að sýningunni.

Útfærslan á jólaguðspjallinu er sérstök eins og Helga lýsir.

„Leiðindaskjóða, litla systir jólasveinanna, hefur verið fengin til að skemmta krökkunum. Hún er alveg jafn rugluð og þau á hamaganginum kringum jólin og dettur ekkert annað í hug en að lesa upp úr Biblíunni þeim til skemmtunar. Hana rekur þó fljótlega í vörðurnar því hún skilur hvorki upp né niður í þeim torskilda texta.“

Þar kemur í leikritinu að Leiðindaskjóða rekst á nokkra jólapakka, að sögn Helgu. „Þegar hún gægist ofan í pakkana finnur hún alls kyns dýr og brúður sem reynast vera persónurnar úr jólaguðspjallinu. Eftir því sem hún opnar fleiri pakka fer jólaguðspjallið að rifjast upp fyrir henni.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×