Tók þyrluna þrjá tíma að ná í veikan mann á sjó Viktoría Hermannsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Örfirisey RE Skipverji á frystitogaranum Örfirisey RE fékk hjartaáfall um borð þann 5. desember síðastliðinn. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. „Það sem við erum ósáttir við er að þetta er björgunarþyrla. Þó þeir séu í góðum verkefnum, þá verður að vera björgunarþyrla til taks þegar verða slys eða menn veikjast alvarlega. Þetta er svo mikið öryggisleysi,“ segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE. Hann er ósáttur við hversu langan tíma það tók þyrluna að ná í manninn. Hefði þyrlan verið í Reykjavík hefði það tekið um klukkustund en þar sem hún var við gosstöðvarnar í fyrrnefndu verkefni, þurfti fyrst að fara með farþega þyrlunnar til Akureyrar áður en hægt var að ná í manninn. Það tók því um þrjár klukkustundir. Útkallið kom um klukkan 12.40, þyrlan var komin að skipinu um 15.30 og á Landspítalann í Fossvogi klukkan 17. „Hann var meðvitundarlaus í hjartastoppi. Hann var hnoðaður og blásinn fyrst, síðan settum við á hann hjartastuðtæki sem skaut honum í gang. Síðan var fylgst með honum, gefið súrefni og annað sem lög gera ráð fyrir,“ segir Trausti. Skipinu var strax stefnt í land en það var statt 30 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. „Við vorum komnir inn í mynni Önundarfjarðar þegar þyrlan kom. Þetta voru ansi langar klukkustundir þangað til maður fór að heyra í þyrlunni,“ segir hann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að verkefnið sem þyrlan var í sé hluti af lögbundinni skyldu gæslunnar. „Það var farið um morguninn með tækni- og vísindamenn að Bárðarbungu,“ segir Hrafnhildur. Danska varðskipið Triton sem er með þyrlu um borð hjá sér var á bakvakt. Þegar útkallið barst var niðurstaðan hins vegar sú að þyrla gæslunnar yrði fljótari á staðinn en þyrla Triton. Aðspurð hvort það sé ekki óábyrgt að fara í slík verkefni þegar ekki er önnur þyrluvakt hjá gæslunni segir Hrafnhildur: „Þú veist aldrei hvar útköllin gerast. Landhelgisgæslan fær ákveðið fjármagn. Þennan dag var ekki hægt að vera með tvær áhafnir, samt var danska þyrlan hérna, við vorum því í raun með ágæta stöðu þennan dag,“ segir hún. Trausti segir það óásættanlegt að þyrlan sé í slíkum verkefnum. „Í svona tilfellum skiptir tíminn svo miklu máli,“ og bætir við að það snúist um lífslíkur fólks að stytta viðbragðstíma gæslunnar. „Hvaða forgang vilja menn hafa í þessu? Þetta er ekkert ólíkt því að sjúkrabílarnir í Reykjavík væru í leigubílaakstri og svo þegar þyrfti á aðstoð að halda þá skiluðu þeir fólkinu heim og færu svo að athuga með mann,“ segir Trausti og vill koma þökkum til áhafnarinnar fyrir björgunarafrekið. Bárðarbunga Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Skipverji á frystitogaranum Örfirisey RE fékk hjartaáfall um borð þann 5. desember síðastliðinn. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. „Það sem við erum ósáttir við er að þetta er björgunarþyrla. Þó þeir séu í góðum verkefnum, þá verður að vera björgunarþyrla til taks þegar verða slys eða menn veikjast alvarlega. Þetta er svo mikið öryggisleysi,“ segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE. Hann er ósáttur við hversu langan tíma það tók þyrluna að ná í manninn. Hefði þyrlan verið í Reykjavík hefði það tekið um klukkustund en þar sem hún var við gosstöðvarnar í fyrrnefndu verkefni, þurfti fyrst að fara með farþega þyrlunnar til Akureyrar áður en hægt var að ná í manninn. Það tók því um þrjár klukkustundir. Útkallið kom um klukkan 12.40, þyrlan var komin að skipinu um 15.30 og á Landspítalann í Fossvogi klukkan 17. „Hann var meðvitundarlaus í hjartastoppi. Hann var hnoðaður og blásinn fyrst, síðan settum við á hann hjartastuðtæki sem skaut honum í gang. Síðan var fylgst með honum, gefið súrefni og annað sem lög gera ráð fyrir,“ segir Trausti. Skipinu var strax stefnt í land en það var statt 30 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. „Við vorum komnir inn í mynni Önundarfjarðar þegar þyrlan kom. Þetta voru ansi langar klukkustundir þangað til maður fór að heyra í þyrlunni,“ segir hann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að verkefnið sem þyrlan var í sé hluti af lögbundinni skyldu gæslunnar. „Það var farið um morguninn með tækni- og vísindamenn að Bárðarbungu,“ segir Hrafnhildur. Danska varðskipið Triton sem er með þyrlu um borð hjá sér var á bakvakt. Þegar útkallið barst var niðurstaðan hins vegar sú að þyrla gæslunnar yrði fljótari á staðinn en þyrla Triton. Aðspurð hvort það sé ekki óábyrgt að fara í slík verkefni þegar ekki er önnur þyrluvakt hjá gæslunni segir Hrafnhildur: „Þú veist aldrei hvar útköllin gerast. Landhelgisgæslan fær ákveðið fjármagn. Þennan dag var ekki hægt að vera með tvær áhafnir, samt var danska þyrlan hérna, við vorum því í raun með ágæta stöðu þennan dag,“ segir hún. Trausti segir það óásættanlegt að þyrlan sé í slíkum verkefnum. „Í svona tilfellum skiptir tíminn svo miklu máli,“ og bætir við að það snúist um lífslíkur fólks að stytta viðbragðstíma gæslunnar. „Hvaða forgang vilja menn hafa í þessu? Þetta er ekkert ólíkt því að sjúkrabílarnir í Reykjavík væru í leigubílaakstri og svo þegar þyrfti á aðstoð að halda þá skiluðu þeir fólkinu heim og færu svo að athuga með mann,“ segir Trausti og vill koma þökkum til áhafnarinnar fyrir björgunarafrekið.
Bárðarbunga Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira