Tók þyrluna þrjá tíma að ná í veikan mann á sjó Viktoría Hermannsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Örfirisey RE Skipverji á frystitogaranum Örfirisey RE fékk hjartaáfall um borð þann 5. desember síðastliðinn. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. „Það sem við erum ósáttir við er að þetta er björgunarþyrla. Þó þeir séu í góðum verkefnum, þá verður að vera björgunarþyrla til taks þegar verða slys eða menn veikjast alvarlega. Þetta er svo mikið öryggisleysi,“ segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE. Hann er ósáttur við hversu langan tíma það tók þyrluna að ná í manninn. Hefði þyrlan verið í Reykjavík hefði það tekið um klukkustund en þar sem hún var við gosstöðvarnar í fyrrnefndu verkefni, þurfti fyrst að fara með farþega þyrlunnar til Akureyrar áður en hægt var að ná í manninn. Það tók því um þrjár klukkustundir. Útkallið kom um klukkan 12.40, þyrlan var komin að skipinu um 15.30 og á Landspítalann í Fossvogi klukkan 17. „Hann var meðvitundarlaus í hjartastoppi. Hann var hnoðaður og blásinn fyrst, síðan settum við á hann hjartastuðtæki sem skaut honum í gang. Síðan var fylgst með honum, gefið súrefni og annað sem lög gera ráð fyrir,“ segir Trausti. Skipinu var strax stefnt í land en það var statt 30 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. „Við vorum komnir inn í mynni Önundarfjarðar þegar þyrlan kom. Þetta voru ansi langar klukkustundir þangað til maður fór að heyra í þyrlunni,“ segir hann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að verkefnið sem þyrlan var í sé hluti af lögbundinni skyldu gæslunnar. „Það var farið um morguninn með tækni- og vísindamenn að Bárðarbungu,“ segir Hrafnhildur. Danska varðskipið Triton sem er með þyrlu um borð hjá sér var á bakvakt. Þegar útkallið barst var niðurstaðan hins vegar sú að þyrla gæslunnar yrði fljótari á staðinn en þyrla Triton. Aðspurð hvort það sé ekki óábyrgt að fara í slík verkefni þegar ekki er önnur þyrluvakt hjá gæslunni segir Hrafnhildur: „Þú veist aldrei hvar útköllin gerast. Landhelgisgæslan fær ákveðið fjármagn. Þennan dag var ekki hægt að vera með tvær áhafnir, samt var danska þyrlan hérna, við vorum því í raun með ágæta stöðu þennan dag,“ segir hún. Trausti segir það óásættanlegt að þyrlan sé í slíkum verkefnum. „Í svona tilfellum skiptir tíminn svo miklu máli,“ og bætir við að það snúist um lífslíkur fólks að stytta viðbragðstíma gæslunnar. „Hvaða forgang vilja menn hafa í þessu? Þetta er ekkert ólíkt því að sjúkrabílarnir í Reykjavík væru í leigubílaakstri og svo þegar þyrfti á aðstoð að halda þá skiluðu þeir fólkinu heim og færu svo að athuga með mann,“ segir Trausti og vill koma þökkum til áhafnarinnar fyrir björgunarafrekið. Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Skipverji á frystitogaranum Örfirisey RE fékk hjartaáfall um borð þann 5. desember síðastliðinn. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. „Það sem við erum ósáttir við er að þetta er björgunarþyrla. Þó þeir séu í góðum verkefnum, þá verður að vera björgunarþyrla til taks þegar verða slys eða menn veikjast alvarlega. Þetta er svo mikið öryggisleysi,“ segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE. Hann er ósáttur við hversu langan tíma það tók þyrluna að ná í manninn. Hefði þyrlan verið í Reykjavík hefði það tekið um klukkustund en þar sem hún var við gosstöðvarnar í fyrrnefndu verkefni, þurfti fyrst að fara með farþega þyrlunnar til Akureyrar áður en hægt var að ná í manninn. Það tók því um þrjár klukkustundir. Útkallið kom um klukkan 12.40, þyrlan var komin að skipinu um 15.30 og á Landspítalann í Fossvogi klukkan 17. „Hann var meðvitundarlaus í hjartastoppi. Hann var hnoðaður og blásinn fyrst, síðan settum við á hann hjartastuðtæki sem skaut honum í gang. Síðan var fylgst með honum, gefið súrefni og annað sem lög gera ráð fyrir,“ segir Trausti. Skipinu var strax stefnt í land en það var statt 30 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. „Við vorum komnir inn í mynni Önundarfjarðar þegar þyrlan kom. Þetta voru ansi langar klukkustundir þangað til maður fór að heyra í þyrlunni,“ segir hann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að verkefnið sem þyrlan var í sé hluti af lögbundinni skyldu gæslunnar. „Það var farið um morguninn með tækni- og vísindamenn að Bárðarbungu,“ segir Hrafnhildur. Danska varðskipið Triton sem er með þyrlu um borð hjá sér var á bakvakt. Þegar útkallið barst var niðurstaðan hins vegar sú að þyrla gæslunnar yrði fljótari á staðinn en þyrla Triton. Aðspurð hvort það sé ekki óábyrgt að fara í slík verkefni þegar ekki er önnur þyrluvakt hjá gæslunni segir Hrafnhildur: „Þú veist aldrei hvar útköllin gerast. Landhelgisgæslan fær ákveðið fjármagn. Þennan dag var ekki hægt að vera með tvær áhafnir, samt var danska þyrlan hérna, við vorum því í raun með ágæta stöðu þennan dag,“ segir hún. Trausti segir það óásættanlegt að þyrlan sé í slíkum verkefnum. „Í svona tilfellum skiptir tíminn svo miklu máli,“ og bætir við að það snúist um lífslíkur fólks að stytta viðbragðstíma gæslunnar. „Hvaða forgang vilja menn hafa í þessu? Þetta er ekkert ólíkt því að sjúkrabílarnir í Reykjavík væru í leigubílaakstri og svo þegar þyrfti á aðstoð að halda þá skiluðu þeir fólkinu heim og færu svo að athuga með mann,“ segir Trausti og vill koma þökkum til áhafnarinnar fyrir björgunarafrekið.
Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira