Skalf á beinunum í fyrra en ekkert stressuð núna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2014 08:00 Valdís Þóra mun freista þess annað árið í röð að vinna sér þátttökurétt á Evrópumótaröði kvenna í golfi. vísir/daníel Tveir íslenskir kylfingar verða meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi en það hefst á miðvikudag í næstu viku. Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, tryggði sér í gær þátttökurétt á lokamótinu með því að hafna í 8.-10. sæti á úrtökumóti í Marokkó en 42 efstu kylfingarnir komust áfram. „Ég var ekki að spila vel í dag og gerði margt illa. En það var í raun engin pressa á mér þannig séð og því var það bara fínt að geta klárað þennan lélega hring,“ sagði Valdís Þóra í samtali við Fréttablaði í gær. „Maður gat átt von á því að það kæmi einn lélegur hringur hjá mér.“ Valdís Þóra spilaði lokahringinn á sjö höggum yfir pari en á fjórtán höggum yfir pari samtals. Hún lék því fyrstu þrjá keppnisdagana á samtals sjö höggum yfir pari. „Mér gekk heilt yfir alveg ágætlega og var aldrei að koma mér í nein alvarleg vandræði. Ég hélt bara mínu striki og það voru meira að segja nokkur pútt sem hefðu alveg eins getað dottið niður fyrir mig – en ég á þau þá inni fyrir næstu viku,“ segir hún. Valdís Þóra komst einnig á lokastig úrtökumótaraðarinnar í fyrra en náði ekki að vinna sér þátttökurétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Hún segir mikilvægt að búa að þeirri reynslu. „Maður skalf á beinunum í fyrsta teig í fyrra en ég fann ekki fyrir neinu stressi í ár. Það getur hins vegar verið að maður verði aðeins á nálum í næstu viku en ekkert í líkingu við það sem maður upplifði í fyrra.“ Lokamótið fer fram í Marrakesh sem er í norðvesturhluta landsins. Þar verður keppt á tveimur völlum sem eru þó gjörólíkir að sögn Valdísar Þóru. „Þeir reyna á marga mismunandi þætti í golfinu en ég bý þó að þeirri reynslu að hafa spilað á þeim í fyrra.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, var þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á lokamótinu og Valdís Þóra segir að það verði gott að hafa annan íslenskan kylfing með sér í mótinu. „Það hjálpar alltaf að hafa einhvern með sér sem maður þekkir en þar að auki ætlar Tinna Jóhannsdóttir [fyrrum Íslandsmeistari] að fljúga út og vera kylfuberi fyrir mig. Það verður mjög gott að njóta hennar aðstoðar,“ segir hún en áður en að því kemur mun hún keppa í svokölluðu Pro-Am móti á morgun. „Efstu ellefu kylfingarnir á þessu móti þurfa að taka þátt í því. Mér líst ekkert illa á það og lít á það sem góða æfingu fyrir mótið.“ Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tveir íslenskir kylfingar verða meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi en það hefst á miðvikudag í næstu viku. Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, tryggði sér í gær þátttökurétt á lokamótinu með því að hafna í 8.-10. sæti á úrtökumóti í Marokkó en 42 efstu kylfingarnir komust áfram. „Ég var ekki að spila vel í dag og gerði margt illa. En það var í raun engin pressa á mér þannig séð og því var það bara fínt að geta klárað þennan lélega hring,“ sagði Valdís Þóra í samtali við Fréttablaði í gær. „Maður gat átt von á því að það kæmi einn lélegur hringur hjá mér.“ Valdís Þóra spilaði lokahringinn á sjö höggum yfir pari en á fjórtán höggum yfir pari samtals. Hún lék því fyrstu þrjá keppnisdagana á samtals sjö höggum yfir pari. „Mér gekk heilt yfir alveg ágætlega og var aldrei að koma mér í nein alvarleg vandræði. Ég hélt bara mínu striki og það voru meira að segja nokkur pútt sem hefðu alveg eins getað dottið niður fyrir mig – en ég á þau þá inni fyrir næstu viku,“ segir hún. Valdís Þóra komst einnig á lokastig úrtökumótaraðarinnar í fyrra en náði ekki að vinna sér þátttökurétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Hún segir mikilvægt að búa að þeirri reynslu. „Maður skalf á beinunum í fyrsta teig í fyrra en ég fann ekki fyrir neinu stressi í ár. Það getur hins vegar verið að maður verði aðeins á nálum í næstu viku en ekkert í líkingu við það sem maður upplifði í fyrra.“ Lokamótið fer fram í Marrakesh sem er í norðvesturhluta landsins. Þar verður keppt á tveimur völlum sem eru þó gjörólíkir að sögn Valdísar Þóru. „Þeir reyna á marga mismunandi þætti í golfinu en ég bý þó að þeirri reynslu að hafa spilað á þeim í fyrra.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, var þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á lokamótinu og Valdís Þóra segir að það verði gott að hafa annan íslenskan kylfing með sér í mótinu. „Það hjálpar alltaf að hafa einhvern með sér sem maður þekkir en þar að auki ætlar Tinna Jóhannsdóttir [fyrrum Íslandsmeistari] að fljúga út og vera kylfuberi fyrir mig. Það verður mjög gott að njóta hennar aðstoðar,“ segir hún en áður en að því kemur mun hún keppa í svokölluðu Pro-Am móti á morgun. „Efstu ellefu kylfingarnir á þessu móti þurfa að taka þátt í því. Mér líst ekkert illa á það og lít á það sem góða æfingu fyrir mótið.“
Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn