Justin Timberlake, Neil Young og tíu til viðbótar skemmtu Íslendingum Freyr Bjarnason skrifar 12. desember 2014 12:00 Pikies tónleikar í Laugardalshöll 14. janúar. Fjöldi frægra erlendra tónlistarmanna og hljómsveita steig á svið á Íslandi árið 2014. Fjölmennustu tónleikarnir voru með popparanum Justin Timberlake sem spilaði í Kórnum fyrir framan um sautján þúsund manns.Pixies11. júní Laugardalshöll Þessi gamalkunna rokkhljómsveit sýndi hvað í hana er spunnið á tónleikum sínum í Höllinni. Hver rokkslagarinn á fætur öðrum hljómaði og söngvarinn Black Francis öskraði á áreynslulausan hátt.Massive Attack21. júní Laugardalur Enska hljómsveitin var aðalnúmer tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem var haldin í fyrsta sinn í Laugardalnum. Tónleikarnir heppnuðust vel og fólk var með snjallsímana á lofti þegar lagið Teardrops tók að hljóma.Tom Odell26. júní Harpa Hinn 23 ára breski tónlistarmaður og píanósnillingur tróð upp í Eldborgarsalnum í sumar við góðar undirtektir. Honum skaut upp á stjörnuhimininn á síðasti ári þegar hann gaf út plötuna Long Way Down.Neil Young7. júlí Laugardalshöll Kanadíska goðsögnin steig á svið í fyrsta sinn á Íslandi ásamt hljómsveitinni Crazy Horse og voru tónleikarnir hluti af hátíðinni All Tomorow's Parties. Young var í fínu formi og spilaði nokkur af sínum bestu lögum, þar á meðal Heart of Gold.Portishead11. júlí Ásbrú Triphop-hljómsveitin frá Bristol á Englandi stóð svo sannarlega undir væntingum á hátíðinni All Tomorrow's Parties sem var haldin í annað sinn á Ásbrú í sumar. Sannkölluð veisla, bæði fyrir augu og eyru.Interpol12. júlí Ásbrú Þessir tónleikar á ATP-hátíðinni voru þeir fyrstu hjá bandarísku rokksveitinni á Íslandi og tókust einkar vel. Hljómsveitin var dugleg við að spila lög af tveimur fyrstu plötum sínum, sem eru í uppáhaldi hjá flestum aðdáendum hennar.Bryan Adams9. og 10. ágúst Harpa Hjartaknúsarinn kanadíski sýndi allar sínar bestu hliðar á tvennum tónleikum. Adams var á ferðalagi um heiminn ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. Nutu íslensku áhorfendurnir mikillar nálægðar við söngvarann, sem hrósaði hljóminum í Eldborgarsalnum.Justin Timberlake24. ágúst Kórinn Stórtónleikarnir voru hluti af tónleikaferð bandaríska popparans um heiminn. Þeir heppnuðustu einkar vel, enda höfðu þeir verið skipulagðir í þaula. Þessir sautján þúsund manna tónleikar voru sendir út í beinni útsendingu á vefsíðunni Yahoo.UB4019. september Harpa Hljómsveitin var ákaflega vinsæl á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda með lögum á borð við Red Red Wine, I've Got You Babe og I Can't Help Falling in Love. Að sjálfsögðu spilaði hún sín bestu lög í Eldborgarsalnum við góðar undirtektir.The Knife8. nóvember Harpa Þetta voru síðustu tónleikarnir á ferli hins sænska raftónlistardúetts, sem hafði ákveðið að leggja upp laupana að þeim loknum. Mikill fjöldi fólks var samankominn í Silfurbergi til að verða vitni að þessum tímamótum.Flaming Lips9. nóvember Vodafonehöllin Bandaríska hljómsveitin The Flaming Lips spilaði á lokatónleikum Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Þetta var í annað sinn sem hún kom hingað því hún spilaði einnig árið 2000 á Airwaves-hátíðinni. Tónleikarnir í Vodafonehöllinni heppnuðust einkar vel og voru mikið sjónarspil.Slash6. desember Laugardalshöll Fyrrverandi gítarleikari bandarísku rokksveitarinnar Guns N'Roses sýndi snilldartilþrif á tónleikunum og spilaði lög á borð við Paradise City og Sweet Child O'Mine. Myles Kennedy sá um sönginn, sem minnti mjög á Axl Rose, söngvara Guns N'Roses.Vísir ATP í Keflavík Fréttir ársins 2014 Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fjöldi frægra erlendra tónlistarmanna og hljómsveita steig á svið á Íslandi árið 2014. Fjölmennustu tónleikarnir voru með popparanum Justin Timberlake sem spilaði í Kórnum fyrir framan um sautján þúsund manns.Pixies11. júní Laugardalshöll Þessi gamalkunna rokkhljómsveit sýndi hvað í hana er spunnið á tónleikum sínum í Höllinni. Hver rokkslagarinn á fætur öðrum hljómaði og söngvarinn Black Francis öskraði á áreynslulausan hátt.Massive Attack21. júní Laugardalur Enska hljómsveitin var aðalnúmer tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice sem var haldin í fyrsta sinn í Laugardalnum. Tónleikarnir heppnuðust vel og fólk var með snjallsímana á lofti þegar lagið Teardrops tók að hljóma.Tom Odell26. júní Harpa Hinn 23 ára breski tónlistarmaður og píanósnillingur tróð upp í Eldborgarsalnum í sumar við góðar undirtektir. Honum skaut upp á stjörnuhimininn á síðasti ári þegar hann gaf út plötuna Long Way Down.Neil Young7. júlí Laugardalshöll Kanadíska goðsögnin steig á svið í fyrsta sinn á Íslandi ásamt hljómsveitinni Crazy Horse og voru tónleikarnir hluti af hátíðinni All Tomorow's Parties. Young var í fínu formi og spilaði nokkur af sínum bestu lögum, þar á meðal Heart of Gold.Portishead11. júlí Ásbrú Triphop-hljómsveitin frá Bristol á Englandi stóð svo sannarlega undir væntingum á hátíðinni All Tomorrow's Parties sem var haldin í annað sinn á Ásbrú í sumar. Sannkölluð veisla, bæði fyrir augu og eyru.Interpol12. júlí Ásbrú Þessir tónleikar á ATP-hátíðinni voru þeir fyrstu hjá bandarísku rokksveitinni á Íslandi og tókust einkar vel. Hljómsveitin var dugleg við að spila lög af tveimur fyrstu plötum sínum, sem eru í uppáhaldi hjá flestum aðdáendum hennar.Bryan Adams9. og 10. ágúst Harpa Hjartaknúsarinn kanadíski sýndi allar sínar bestu hliðar á tvennum tónleikum. Adams var á ferðalagi um heiminn ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. Nutu íslensku áhorfendurnir mikillar nálægðar við söngvarann, sem hrósaði hljóminum í Eldborgarsalnum.Justin Timberlake24. ágúst Kórinn Stórtónleikarnir voru hluti af tónleikaferð bandaríska popparans um heiminn. Þeir heppnuðustu einkar vel, enda höfðu þeir verið skipulagðir í þaula. Þessir sautján þúsund manna tónleikar voru sendir út í beinni útsendingu á vefsíðunni Yahoo.UB4019. september Harpa Hljómsveitin var ákaflega vinsæl á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda með lögum á borð við Red Red Wine, I've Got You Babe og I Can't Help Falling in Love. Að sjálfsögðu spilaði hún sín bestu lög í Eldborgarsalnum við góðar undirtektir.The Knife8. nóvember Harpa Þetta voru síðustu tónleikarnir á ferli hins sænska raftónlistardúetts, sem hafði ákveðið að leggja upp laupana að þeim loknum. Mikill fjöldi fólks var samankominn í Silfurbergi til að verða vitni að þessum tímamótum.Flaming Lips9. nóvember Vodafonehöllin Bandaríska hljómsveitin The Flaming Lips spilaði á lokatónleikum Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Þetta var í annað sinn sem hún kom hingað því hún spilaði einnig árið 2000 á Airwaves-hátíðinni. Tónleikarnir í Vodafonehöllinni heppnuðust einkar vel og voru mikið sjónarspil.Slash6. desember Laugardalshöll Fyrrverandi gítarleikari bandarísku rokksveitarinnar Guns N'Roses sýndi snilldartilþrif á tónleikunum og spilaði lög á borð við Paradise City og Sweet Child O'Mine. Myles Kennedy sá um sönginn, sem minnti mjög á Axl Rose, söngvara Guns N'Roses.Vísir
ATP í Keflavík Fréttir ársins 2014 Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira