Þunglyndi, einsemd og erfiðar tilfinningar í 101 Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2026 10:01 Ízleifur byrjaði í tónlist sem pródúsent en fann að hann hafði sjálfur eitthvað fram að færa sem rappari og söngvari. Nú er þriðja plata hans að koma út. Rapparinn og pródúsentinn Ízleifur gefur út sína þriðju plötu, 100&Einn, undir mánaðarlok. Platan er hans lengsta til þessa, innblásin af uppeldishverfinu 101 og tekst Ízleifur á við ýmsar erfiðar tilfinningar á henni. Ísleifur Eldur Illugason gengur undir listamannsnafninu Ízleifur og hefur verið að gera tónlist um margra ára bil. Hann fór að pródúsera tónlist fyrir aðra eftir að hafa byrjað að fikta við tónlist í menntaskóla og ákvað svo að fara að rappa og syngja sjálfur. Blaðamaður heyrði hljóðið í Ísleifi til að ræða þriðju plötu hans, ferilinn til þessa og stöðuna í tónlistarbransanum sem á undir högg að sækja. Ekki uppgjör á uppeldinu „Fólk á von á nýju skrefi frá mér. Mér finnst ég hafa þroskast mikið á þessari plötu og hún er líka stærri en síðustu verk, ég hef aldrei gert svona stóra plötu. Þetta eru sautján lög á tveimur diskum. Ég myndi segja að þetta væri þróaðra og þroskaðra en það sem ég hef gert áður,“ segir Ísleifur um það sem hlustendur megi vænta af plötunni 100&EINN en fyrsti singúllinn af plötunni, „Síróp“ með Flóna, kom út á miðnætti. En þetta er í sama dúr og eldri tónlist þín. „Þetta er algjörlega hljóðheimur sem ég hef unnið með áður en hann er þéttari og það er nýr bragur yfir honum. Þetta er mikið af tilfinningarappi og söng en það eru líka partílög þarna,“ segir hann. Framhlið plötunnar er drungaleg og reyki sett. „Platan heitir Hundrað&einn og fjallar um líf mitt í 101 þar sem ég elst upp og ég er mikið að tjá mig um kvíða, þunglyndi, einsemd og erfiðar tilfinningar, en á milli þess er líka auðvitað alls konar jákvætt, partí og stemming.“ Er þetta um uppvaxtarárin? „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi þótt það tengist þessu og liti þetta allt saman á einhvern hátt. Þetta snýst meira um það hvernig sú upplifun hefur mótað mig. Ég er bara mjög inspíraður af 101 í raun og veru,“ segir Ísleifur. Menningarbarn úr miðborginni í rappið Fyrst minnst er á uppeldið er vert að nefna að Ísleifur kemur úr menningarfjölskyldu. Foreldrar hans eru Guðrún Gísladóttir leikkona og Illugi Jökulsson rithöfundur og systkini hans útvarpskonan Vera Illugadóttir og tónlistarmaðurinn Gísli Galdur Þorgeirsson. Platan markar ákveðin tímamót tengd fjölskyldunni. „Það er skemmtilegt að segja frá því að í fyrsta sinn erum ég og bróðir minn að vinna saman í músík. Hann kemur að tveimur lögum á plötunni en ég hef oft haft fengið hann til að hjálpa mér með eitthvað og það hefur verið mjög gefandi,“ segir Ísleifur um bróður sinn, Gísla Galdur. Gísli hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum og samið tónlist og hljóðmyndir fyrir kvikmyndir, leikverk, sjónvarpsþætti, auglýsingar, útvarpsleikhús og innsetningar. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga, nú síðast Íbúð 10B. „Ég fór stundum með honum á æfingar og fylgdist með honum og það hefur alveg veitt mér innblástur,“ segir Ísleifur. Illugi Jökulsson og Ísleifur Eldur Illugason, ungir að árum. En hvar byrjaði þessi áhugi á tónlist, var henni haldið mikið að þér? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga og tilfinningu fyrir músík. Ég var mikið að klippa vídeó þegar ég var tólf og þrettán ára, notaðist þá mikið við músíkina og lærði þannig almennilega inn á takta og flæði,“ segir hann um fyrstu skrefin í tónlistinni. „Svo var það í menntaskóla að það vantaði DJ eitthvað kvöldið og þá fór maður og DJ-aði, kynntist hinum og þessum og á endanum var maður byrjaður að fikta. Þetta byrjaði allt í einhverju fikteríi og einhverju sem ég lærði sjálfur.“ Strákarnir í 101 Boys höfðu líka mikil áhrif á hann og fór Ísleifur að hanga mikið í upptökustúdíói á Hverfisgötu, aðstoðaði þar aðra við lagagerð og fór í kjölfarið að pródúsera lög fyrir aðra. „Þetta er Ízleifur“ Upp úr 2018 fór pródúsenta-taggið „Þetta er Ízleifur“ að óma víða um rappsenuna og síðustu ár hefur Ízleifur pródúserað fyrir tónlistarmenn á borð við Yung Nigo Drippin', ISSA, Birgi Hákon, Joey Christ, Sturla Atlas og Flóna. „Ég var alltaf uppi í stúdíói að fylgjast með einhverjum taka upp, hjálpa þeim að klára lög og semja fyrir fólk. Svo var ég mjög mikið einn og á endanum þróaðist það þannig að ég byrjaði að semja grunna og fór að prófa mig áfram. Mér fannst ég vera með einhverja nálgun sem enginn annar var með,“ segir hann. Eitt fyrsta lagið þar sem Ízleifur rappaði sjálfur var lagið „Lengra“ sem hann gerði með rapparanum Daniil og kom út á stuttskífunni S4W árið 2021. Hann hafi þá fyrst byrjað að hugsa um að gera eigin tónlist. „Það sem ýtti undir þetta líka var að fólkið í kringum mig var að peppa mig í þetta á sínum tíma, þetta var ekki beint eitthvað sem ég ætlaði mér. Ég var bara alltaf í stúdíóinu að gera lög og sendi á félaga og það vatt síðan upp á sig,“ segir Ísleifur. Margir pródúsentar hafa tekið stökkið yfir í rapparann, þeirra þekktastur er Kanye West. Eftir að hafa rappað á nokkrum smáskífum reif Ízleifur almennilega í mækinn þegar hann gaf út Dag eftir Dag með Sturla Atlas árið 2022. Stóra stökkið kom svo í febrúar 2024 þegar hann gaf út frumraunina ÞETTA ER IZLEIFUR en níu mánuðum síðar kom út plata tvö, ÉG Á MÓTI MÉR. Er það ekkert erfitt að taka stökkið úr pródúsentinum í rapparann? „Það hefur alveg verið smá syrpa og tekið smá tíma að innsigla það í hausinn á fólki. Ég hef mjög lítið pródúserað fyrir aðra upp á síðkastið, ég er bara mjög fókuseraður og hef eiginlega engan tíma fyrir það, þó mig langi það alveg eitthvað aftur í framtíðinni. Ég sé mig hundrað prósent að vera að þessu í bili,“ segir Ísleifur. „En ég er líka að taka ákveðið skref með þessari plötu að fá fullt af fólki og pródúserum með mér, meira en ég hef gert áður, til að hjálpa mér að klára lög og fá skoðanir. Ég veit ekkert allt best sjálfur þannig ég stækkaði þetta og það hefur heppnast ótrúlega vel. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir alla sem eru búnir að vinna að þessu með mér, af því ég er algjörlega ekki einn,“ segir hann. Gestagangurinn á plötunni verður því töluverður, auk fjölda pródúsenta þá hefur hann fengið góða rappara og söngvara til liðs við sig, á fyrri hlutanum bregður fyrir Birni, Flóna, Herra Hnetusmjör og Joey Christ en á þeim seinni syngja GDRN og Elín Hall. Ætlar ekki að láta sig hverfa Ísleifur hefur verið viðriðinn íslenska tónlistarbransann á miklum ólgutímum, fjölda tónleikastaða verið lokað og eftirspurn á tónleika sömuleiðis dvínað. Eftir gróskumikið tímabil í íslensku rappi fyrir nokkrum árum virðist senan sömuleiðis vera í ákveðinni lægð um þessar mundir. „Ég er alveg 100% sammála því að tónleikahald hefur upp á síðkastið tekið högg á sig. Mér finnst að við ættum að leggja leggja mun meira í það að vera með fleiri möguleika fyrir fólk til að halda tónleika og betri umgjörð í kringum það. Hérna niðri í bæ eru þetta alltaf sömu þrír staðirnir sem maður getur troðið upp á,“ segir hann. Hvað stemminguna í rappinu telur Ísleifur að íslenskt rapp muni halda sjó. „Það kom þessi búbbla þarna 2018 og allt í einu voru allir farnir að rappa. Það hefur alveg dáið smá niður en mér finnst það líka bara út af því að það hefur kannski vantað gott dót,“ segir Ísleifur. Falleg og metnaðarfull útgáfa rapparans Birnis vorið 2025 og stórtónleikar hans í Laugardalshöllinni um haustið sýni að áhugi fólks hafi ekki dvínað. „Ég held að áhuginn sé ekkert endilega dauður en það er búið að breiðast úr honum. Fólk er kannski byrjað að hlusta á eitthvað meira en bara rapp, danstónlist er á mikilli siglingu,“ segir Ísleifur. Flóni og Ízleifur rappa saman á fyrsta singúl plötunnar. Vissulega sé stundum fyndið að skoða íslenskar hlustunartölur. „Maður á ekkert að vera að gera það en þegar maður skoðar þennan topplista á Spotify er fyndið að sjá að Vögguvísurnar eftir Hafdísi Huld eru vinsælustu lögin á Íslandi. En ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu,“ segir hann. 100&EINN kemur út 28. janúar en Ísleifur ætlar ekki að hætta þar, sér fram á mikla veru í stúdíóinu, útgáfu og tónleika. „Ég vinn mjög mikið í núinu en ég er að reyna að læra að plana fram í tímann. Ég veit mig langar að halda tónleika og gera það reglulega. Tónlistin mín er best upplifuð þar. Mig langar að gera þetta stærra og ég ætla að vera duglegur, ég geri mikið af músík og er alltaf í stúdíóinu. Fólk ætti ekki að búast við því að ég hverfi í tvö ár,“ segir Ísleifur um framtíðina. Tónlist Reykjavík Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ísleifur Eldur Illugason gengur undir listamannsnafninu Ízleifur og hefur verið að gera tónlist um margra ára bil. Hann fór að pródúsera tónlist fyrir aðra eftir að hafa byrjað að fikta við tónlist í menntaskóla og ákvað svo að fara að rappa og syngja sjálfur. Blaðamaður heyrði hljóðið í Ísleifi til að ræða þriðju plötu hans, ferilinn til þessa og stöðuna í tónlistarbransanum sem á undir högg að sækja. Ekki uppgjör á uppeldinu „Fólk á von á nýju skrefi frá mér. Mér finnst ég hafa þroskast mikið á þessari plötu og hún er líka stærri en síðustu verk, ég hef aldrei gert svona stóra plötu. Þetta eru sautján lög á tveimur diskum. Ég myndi segja að þetta væri þróaðra og þroskaðra en það sem ég hef gert áður,“ segir Ísleifur um það sem hlustendur megi vænta af plötunni 100&EINN en fyrsti singúllinn af plötunni, „Síróp“ með Flóna, kom út á miðnætti. En þetta er í sama dúr og eldri tónlist þín. „Þetta er algjörlega hljóðheimur sem ég hef unnið með áður en hann er þéttari og það er nýr bragur yfir honum. Þetta er mikið af tilfinningarappi og söng en það eru líka partílög þarna,“ segir hann. Framhlið plötunnar er drungaleg og reyki sett. „Platan heitir Hundrað&einn og fjallar um líf mitt í 101 þar sem ég elst upp og ég er mikið að tjá mig um kvíða, þunglyndi, einsemd og erfiðar tilfinningar, en á milli þess er líka auðvitað alls konar jákvætt, partí og stemming.“ Er þetta um uppvaxtarárin? „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi þótt það tengist þessu og liti þetta allt saman á einhvern hátt. Þetta snýst meira um það hvernig sú upplifun hefur mótað mig. Ég er bara mjög inspíraður af 101 í raun og veru,“ segir Ísleifur. Menningarbarn úr miðborginni í rappið Fyrst minnst er á uppeldið er vert að nefna að Ísleifur kemur úr menningarfjölskyldu. Foreldrar hans eru Guðrún Gísladóttir leikkona og Illugi Jökulsson rithöfundur og systkini hans útvarpskonan Vera Illugadóttir og tónlistarmaðurinn Gísli Galdur Þorgeirsson. Platan markar ákveðin tímamót tengd fjölskyldunni. „Það er skemmtilegt að segja frá því að í fyrsta sinn erum ég og bróðir minn að vinna saman í músík. Hann kemur að tveimur lögum á plötunni en ég hef oft haft fengið hann til að hjálpa mér með eitthvað og það hefur verið mjög gefandi,“ segir Ísleifur um bróður sinn, Gísla Galdur. Gísli hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum og samið tónlist og hljóðmyndir fyrir kvikmyndir, leikverk, sjónvarpsþætti, auglýsingar, útvarpsleikhús og innsetningar. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga, nú síðast Íbúð 10B. „Ég fór stundum með honum á æfingar og fylgdist með honum og það hefur alveg veitt mér innblástur,“ segir Ísleifur. Illugi Jökulsson og Ísleifur Eldur Illugason, ungir að árum. En hvar byrjaði þessi áhugi á tónlist, var henni haldið mikið að þér? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga og tilfinningu fyrir músík. Ég var mikið að klippa vídeó þegar ég var tólf og þrettán ára, notaðist þá mikið við músíkina og lærði þannig almennilega inn á takta og flæði,“ segir hann um fyrstu skrefin í tónlistinni. „Svo var það í menntaskóla að það vantaði DJ eitthvað kvöldið og þá fór maður og DJ-aði, kynntist hinum og þessum og á endanum var maður byrjaður að fikta. Þetta byrjaði allt í einhverju fikteríi og einhverju sem ég lærði sjálfur.“ Strákarnir í 101 Boys höfðu líka mikil áhrif á hann og fór Ísleifur að hanga mikið í upptökustúdíói á Hverfisgötu, aðstoðaði þar aðra við lagagerð og fór í kjölfarið að pródúsera lög fyrir aðra. „Þetta er Ízleifur“ Upp úr 2018 fór pródúsenta-taggið „Þetta er Ízleifur“ að óma víða um rappsenuna og síðustu ár hefur Ízleifur pródúserað fyrir tónlistarmenn á borð við Yung Nigo Drippin', ISSA, Birgi Hákon, Joey Christ, Sturla Atlas og Flóna. „Ég var alltaf uppi í stúdíói að fylgjast með einhverjum taka upp, hjálpa þeim að klára lög og semja fyrir fólk. Svo var ég mjög mikið einn og á endanum þróaðist það þannig að ég byrjaði að semja grunna og fór að prófa mig áfram. Mér fannst ég vera með einhverja nálgun sem enginn annar var með,“ segir hann. Eitt fyrsta lagið þar sem Ízleifur rappaði sjálfur var lagið „Lengra“ sem hann gerði með rapparanum Daniil og kom út á stuttskífunni S4W árið 2021. Hann hafi þá fyrst byrjað að hugsa um að gera eigin tónlist. „Það sem ýtti undir þetta líka var að fólkið í kringum mig var að peppa mig í þetta á sínum tíma, þetta var ekki beint eitthvað sem ég ætlaði mér. Ég var bara alltaf í stúdíóinu að gera lög og sendi á félaga og það vatt síðan upp á sig,“ segir Ísleifur. Margir pródúsentar hafa tekið stökkið yfir í rapparann, þeirra þekktastur er Kanye West. Eftir að hafa rappað á nokkrum smáskífum reif Ízleifur almennilega í mækinn þegar hann gaf út Dag eftir Dag með Sturla Atlas árið 2022. Stóra stökkið kom svo í febrúar 2024 þegar hann gaf út frumraunina ÞETTA ER IZLEIFUR en níu mánuðum síðar kom út plata tvö, ÉG Á MÓTI MÉR. Er það ekkert erfitt að taka stökkið úr pródúsentinum í rapparann? „Það hefur alveg verið smá syrpa og tekið smá tíma að innsigla það í hausinn á fólki. Ég hef mjög lítið pródúserað fyrir aðra upp á síðkastið, ég er bara mjög fókuseraður og hef eiginlega engan tíma fyrir það, þó mig langi það alveg eitthvað aftur í framtíðinni. Ég sé mig hundrað prósent að vera að þessu í bili,“ segir Ísleifur. „En ég er líka að taka ákveðið skref með þessari plötu að fá fullt af fólki og pródúserum með mér, meira en ég hef gert áður, til að hjálpa mér að klára lög og fá skoðanir. Ég veit ekkert allt best sjálfur þannig ég stækkaði þetta og það hefur heppnast ótrúlega vel. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir alla sem eru búnir að vinna að þessu með mér, af því ég er algjörlega ekki einn,“ segir hann. Gestagangurinn á plötunni verður því töluverður, auk fjölda pródúsenta þá hefur hann fengið góða rappara og söngvara til liðs við sig, á fyrri hlutanum bregður fyrir Birni, Flóna, Herra Hnetusmjör og Joey Christ en á þeim seinni syngja GDRN og Elín Hall. Ætlar ekki að láta sig hverfa Ísleifur hefur verið viðriðinn íslenska tónlistarbransann á miklum ólgutímum, fjölda tónleikastaða verið lokað og eftirspurn á tónleika sömuleiðis dvínað. Eftir gróskumikið tímabil í íslensku rappi fyrir nokkrum árum virðist senan sömuleiðis vera í ákveðinni lægð um þessar mundir. „Ég er alveg 100% sammála því að tónleikahald hefur upp á síðkastið tekið högg á sig. Mér finnst að við ættum að leggja leggja mun meira í það að vera með fleiri möguleika fyrir fólk til að halda tónleika og betri umgjörð í kringum það. Hérna niðri í bæ eru þetta alltaf sömu þrír staðirnir sem maður getur troðið upp á,“ segir hann. Hvað stemminguna í rappinu telur Ísleifur að íslenskt rapp muni halda sjó. „Það kom þessi búbbla þarna 2018 og allt í einu voru allir farnir að rappa. Það hefur alveg dáið smá niður en mér finnst það líka bara út af því að það hefur kannski vantað gott dót,“ segir Ísleifur. Falleg og metnaðarfull útgáfa rapparans Birnis vorið 2025 og stórtónleikar hans í Laugardalshöllinni um haustið sýni að áhugi fólks hafi ekki dvínað. „Ég held að áhuginn sé ekkert endilega dauður en það er búið að breiðast úr honum. Fólk er kannski byrjað að hlusta á eitthvað meira en bara rapp, danstónlist er á mikilli siglingu,“ segir Ísleifur. Flóni og Ízleifur rappa saman á fyrsta singúl plötunnar. Vissulega sé stundum fyndið að skoða íslenskar hlustunartölur. „Maður á ekkert að vera að gera það en þegar maður skoðar þennan topplista á Spotify er fyndið að sjá að Vögguvísurnar eftir Hafdísi Huld eru vinsælustu lögin á Íslandi. En ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu,“ segir hann. 100&EINN kemur út 28. janúar en Ísleifur ætlar ekki að hætta þar, sér fram á mikla veru í stúdíóinu, útgáfu og tónleika. „Ég vinn mjög mikið í núinu en ég er að reyna að læra að plana fram í tímann. Ég veit mig langar að halda tónleika og gera það reglulega. Tónlistin mín er best upplifuð þar. Mig langar að gera þetta stærra og ég ætla að vera duglegur, ég geri mikið af músík og er alltaf í stúdíóinu. Fólk ætti ekki að búast við því að ég hverfi í tvö ár,“ segir Ísleifur um framtíðina.
Tónlist Reykjavík Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira