Byrja þessar kerlingar að væla Sif Sigmarsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Mig langar til að gefa ríkisstjórninni „high five“. Aldrei þessu vant gerði hún eitthvað sem olli litlum sem engum usla, eitthvað sem keppir ekki við afturendann á Kim Kardashian um að leggja internetið á hliðina. Fáir æstu sig yfir skipun Ólafar Nordal sem innanríkisráðherra í síðustu viku. Allir virtust frekar sáttir ef undan eru skilin einstaka harmakvein gamalla flokksjálka sem héldu að lýðræðið virkaði eins og röðin á Bæjarins bestu, ef maður stæði nógu lengi í henni hlotnaðist manni að endingu ein með öllu. Öllum að óvörum barst hins vegar kaldur efasemdastrekkingur úr óvæntustu átt.Brjóstaskoran á Clinton Fjöldi langþreyttra karlmanna mun andvarpa af armæðu ofan í morgunkaffið sitt yfir eftirfarandi yfirlýsingu: Það er ekki tekið út með sældinni að vera kona í stjórnmálum. Byrja þessar kerlingar að væla. En þetta er einfaldlega staðreynd. Fjöldi rannsókna sýnir að konur eiga erfiðara uppdráttar í stjórnmálum en karlar. Í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2008 var gerð rannsókn við Johns Hopkins-háskólann á umfjöllun um frambjóðendur til þessa æðsta embættis þar í landi frá því fyrsta konan gaf kost á sér í stöðuna árið 1872. Samkvæmt rannsókninni er ekki aðeins fjallað að jafnaði tvisvar sinnum meira um karlframbjóðendur en kvenframbjóðendur í fjölmiðlum heldur er sú umfjöllun sem kvenframbjóðendur fá oftar gagnrýnin og háðsleg en í tilfellum karlanna. Konurnar eru sagðar ópraktískur kostur, jafnvel vanhæfar. Þrisvar sinnum meira pláss fer í að lýsa fjölskylduhögum þeirra og útliti. Algengara er að dregnar séu upp af þeim staðalímyndir og þær sagðar þjást af skapsveiflum. Meiri líkur eru á að aldur þeirra sé tilgreindur en starfstitli þeirra sleppt. Aðeins 16% umfjöllunarinnar um konur tengist málefnum sem þær standa fyrir miðað við 27% umfjöllunarinnar um karlmenn. Það sem er mest sláandi er að lítil breyting hefur orðið á málum síðan 1872. Hillary Clinton sem nú er sögð íhuga framboð til forseta Bandaríkjanna öðru sinni hefur ekki farið varhluta af þessu heilkenni. Er hún kljáðist við Barack Obama um að verða forsetaframbjóðandi demókrata í kosningunum 2008 birti hið virta dagblað Washington Post ýtarlega grein um brjóstaskoruna á henni sem hafði sést glitta í við störf hennar sem öldungadeildarþingmaður. Einn vinsælasti útvarpsmaður Bandaríkjanna spurði landa sína að því hvort þeir vildu í alvörunni þurfa að horfa upp á konu eldast fyrir augum þeirra. Og nú hafa fjölmiðlar þar vestra neglt ástæðuna fyrir því af hverju Hillary Clinton ætti ekki að sækjast eftir því að verða forseti árið 2016. Chelsea Clinton, dóttir þeirra Hillary og Bills Clinton, hafði ekki fyrr tilkynnt um að hún og maður hennar ættu von á barni í apríl síðastliðnum en fýlulegum fyrirsögnum aftan úr forneskju rigndi yfir 21. öldina. Amma! Hvernig getur amma verið forseti? Hún á að vera að sinna barnabarninu. Enginn virtist þó velta fyrir sér hvort Jeb Bush, líklegur forsetaframbjóðandi repúblikana, hefði tíma til að sinna forsetaembættinu þótt hann væri afi.Hvernig gengur heyskapurinn? „Hafðir þú engar áhyggjur af því að þú hefðir ekki nægt þrek í starfið?“ spurði blaðamaður Morgunblaðsins Ólöfu Nordal eftir að hún tók við lyklavöldum í innanríkisráðuneytinu en Ólöf sigraðist nýverið á illvígum veikindum. „Ég hefði, eins og ég sagði, aldrei fallist á að gera þetta, ef ég héldi ekki að ég réði við verkefnið,“ svarar Ólöf. Næsta spurning blaðamanns er eins og löðrungur alla leið frá myrkustu miðöldum. „Eiginmaður þinn, Tómas Már Sigurðsson, einn af æðstu stjórnendum Alcoa, er væntanlega á þönum um allan heim, starfs síns vegna. Þið eigið fjögur börn, fædd á árunum 1991 til 2004. Hvernig í ósköpunum ætlið þið að púsla þessu öllu saman, eftir að þú ert orðin innanríkisráðherra?“ Halló. Eru þetta Hádegismóar? Sautjánhundruð og súrkál hringdi og vildi fá spurninguna sína til baka. Spurning blaðamanns er álíka mikið í takt við tímana og hefði hann spurt Ólöfu hvernig heyskapurinn gengi. Nú, ertu ekki í heyskap? Ó, en hvernig fóðrar þú þá skepnurnar? Engar skepnur? Hvaðan kemur þá mjólkin og kjötið? Bónus? Hvað er það? En þú hlýtur að vera farin að undirbúa að taka slátrið. Blaðamönnum er auðvitað frjálst að spyrja viðmælendur sína að hverju sem þeir telja mikilvægt eða veki áhuga lesenda. Sannleikurinn er hins vegar sá að karlmaður hefði aldrei verið spurður sömu spurningar. Um leið og ég gef ríkisstjórninni umrætt „high five“ langar mig til að leggja fyrir karlmennina í henni spurninguna sem allir telja sig vita svarið við: Hvernig gengur að vera bæði ráðherra og pabbi? Gengur það ekki bara fínt? Okkur hin vil ég spyrja: Væri því eitthvað öðruvísi farið ef væru þeir konur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór
Mig langar til að gefa ríkisstjórninni „high five“. Aldrei þessu vant gerði hún eitthvað sem olli litlum sem engum usla, eitthvað sem keppir ekki við afturendann á Kim Kardashian um að leggja internetið á hliðina. Fáir æstu sig yfir skipun Ólafar Nordal sem innanríkisráðherra í síðustu viku. Allir virtust frekar sáttir ef undan eru skilin einstaka harmakvein gamalla flokksjálka sem héldu að lýðræðið virkaði eins og röðin á Bæjarins bestu, ef maður stæði nógu lengi í henni hlotnaðist manni að endingu ein með öllu. Öllum að óvörum barst hins vegar kaldur efasemdastrekkingur úr óvæntustu átt.Brjóstaskoran á Clinton Fjöldi langþreyttra karlmanna mun andvarpa af armæðu ofan í morgunkaffið sitt yfir eftirfarandi yfirlýsingu: Það er ekki tekið út með sældinni að vera kona í stjórnmálum. Byrja þessar kerlingar að væla. En þetta er einfaldlega staðreynd. Fjöldi rannsókna sýnir að konur eiga erfiðara uppdráttar í stjórnmálum en karlar. Í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2008 var gerð rannsókn við Johns Hopkins-háskólann á umfjöllun um frambjóðendur til þessa æðsta embættis þar í landi frá því fyrsta konan gaf kost á sér í stöðuna árið 1872. Samkvæmt rannsókninni er ekki aðeins fjallað að jafnaði tvisvar sinnum meira um karlframbjóðendur en kvenframbjóðendur í fjölmiðlum heldur er sú umfjöllun sem kvenframbjóðendur fá oftar gagnrýnin og háðsleg en í tilfellum karlanna. Konurnar eru sagðar ópraktískur kostur, jafnvel vanhæfar. Þrisvar sinnum meira pláss fer í að lýsa fjölskylduhögum þeirra og útliti. Algengara er að dregnar séu upp af þeim staðalímyndir og þær sagðar þjást af skapsveiflum. Meiri líkur eru á að aldur þeirra sé tilgreindur en starfstitli þeirra sleppt. Aðeins 16% umfjöllunarinnar um konur tengist málefnum sem þær standa fyrir miðað við 27% umfjöllunarinnar um karlmenn. Það sem er mest sláandi er að lítil breyting hefur orðið á málum síðan 1872. Hillary Clinton sem nú er sögð íhuga framboð til forseta Bandaríkjanna öðru sinni hefur ekki farið varhluta af þessu heilkenni. Er hún kljáðist við Barack Obama um að verða forsetaframbjóðandi demókrata í kosningunum 2008 birti hið virta dagblað Washington Post ýtarlega grein um brjóstaskoruna á henni sem hafði sést glitta í við störf hennar sem öldungadeildarþingmaður. Einn vinsælasti útvarpsmaður Bandaríkjanna spurði landa sína að því hvort þeir vildu í alvörunni þurfa að horfa upp á konu eldast fyrir augum þeirra. Og nú hafa fjölmiðlar þar vestra neglt ástæðuna fyrir því af hverju Hillary Clinton ætti ekki að sækjast eftir því að verða forseti árið 2016. Chelsea Clinton, dóttir þeirra Hillary og Bills Clinton, hafði ekki fyrr tilkynnt um að hún og maður hennar ættu von á barni í apríl síðastliðnum en fýlulegum fyrirsögnum aftan úr forneskju rigndi yfir 21. öldina. Amma! Hvernig getur amma verið forseti? Hún á að vera að sinna barnabarninu. Enginn virtist þó velta fyrir sér hvort Jeb Bush, líklegur forsetaframbjóðandi repúblikana, hefði tíma til að sinna forsetaembættinu þótt hann væri afi.Hvernig gengur heyskapurinn? „Hafðir þú engar áhyggjur af því að þú hefðir ekki nægt þrek í starfið?“ spurði blaðamaður Morgunblaðsins Ólöfu Nordal eftir að hún tók við lyklavöldum í innanríkisráðuneytinu en Ólöf sigraðist nýverið á illvígum veikindum. „Ég hefði, eins og ég sagði, aldrei fallist á að gera þetta, ef ég héldi ekki að ég réði við verkefnið,“ svarar Ólöf. Næsta spurning blaðamanns er eins og löðrungur alla leið frá myrkustu miðöldum. „Eiginmaður þinn, Tómas Már Sigurðsson, einn af æðstu stjórnendum Alcoa, er væntanlega á þönum um allan heim, starfs síns vegna. Þið eigið fjögur börn, fædd á árunum 1991 til 2004. Hvernig í ósköpunum ætlið þið að púsla þessu öllu saman, eftir að þú ert orðin innanríkisráðherra?“ Halló. Eru þetta Hádegismóar? Sautjánhundruð og súrkál hringdi og vildi fá spurninguna sína til baka. Spurning blaðamanns er álíka mikið í takt við tímana og hefði hann spurt Ólöfu hvernig heyskapurinn gengi. Nú, ertu ekki í heyskap? Ó, en hvernig fóðrar þú þá skepnurnar? Engar skepnur? Hvaðan kemur þá mjólkin og kjötið? Bónus? Hvað er það? En þú hlýtur að vera farin að undirbúa að taka slátrið. Blaðamönnum er auðvitað frjálst að spyrja viðmælendur sína að hverju sem þeir telja mikilvægt eða veki áhuga lesenda. Sannleikurinn er hins vegar sá að karlmaður hefði aldrei verið spurður sömu spurningar. Um leið og ég gef ríkisstjórninni umrætt „high five“ langar mig til að leggja fyrir karlmennina í henni spurninguna sem allir telja sig vita svarið við: Hvernig gengur að vera bæði ráðherra og pabbi? Gengur það ekki bara fínt? Okkur hin vil ég spyrja: Væri því eitthvað öðruvísi farið ef væru þeir konur?
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun