Komdu í veg fyrir kvefið Rikka skrifar 12. desember 2014 11:00 visir/getty Nú er genginn í garð sá tími þegar við bjóðum vetur konung velkominn með tilheyrandi snjókomu, frosti og kvefpestum í hverju horni. Veðrabreytingar eru þó ekki einu ástæðurnar fyrir því síðastnefnda því nokkrar ástæður geta verið fyrir því að við fáum kvef eða flensu. Til þess að minnka líkurnar á því að fá pestina í hús er upplagt að fylgja eftirfarandi ráðleggingum.1. Farðu í nudd – það kemur hreyfingu á blóðrásina sem styrkir svo ónæmiskerfið.2. Farðu í gufu og svitnaðu, þannig losarðu eiturefni úr líkamanum. Mundu bara að drekka nægilega mikið af vatni svo að þú endir ekki eins og sveskja.3. Sótthreinsaðu símann þinn. Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er mikið af bakteríum á honum. Bleyttu bómull með sótthreinsi og renndu yfir símann.4. Haltu niðri í þér andanum eða andaðu frá þér þegar einhver hnerrar nálægt þér, þannig kemurðu í veg fyrir að anda að þér alls konar bakteríum. Ekki samt öskra og fórna höndum, það er ekki gott fyrir félagsandann.5. Mundu að þvo reglulega á þér hendurnar, helst í 20 sekúndur með sápu og volgu vatni. Svo getur verið ágætt að vera með sótthreinsi í vasanum. Ef þú átt ekki sótthreinsi þá gæti verið skemmtilegt að vera með „miniature“ vodkaflösku í vasanum, vodka er nefnilega líka sótthreinsandi.6. Ekki vera að koma við og pota í allt, vertu helst í hönskum þegar þú ferð í Kringluna og með húðlita plasthanska í vinnunni.7. Borðaðu mikinn hvítlauk, hann hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið, svo heldur hann líka blóðsugum frá þér – sem og öllum öðrum.8. Reyndu svo bara að halda ró þinni; stress og streita hafa neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Heilsa Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Nú er genginn í garð sá tími þegar við bjóðum vetur konung velkominn með tilheyrandi snjókomu, frosti og kvefpestum í hverju horni. Veðrabreytingar eru þó ekki einu ástæðurnar fyrir því síðastnefnda því nokkrar ástæður geta verið fyrir því að við fáum kvef eða flensu. Til þess að minnka líkurnar á því að fá pestina í hús er upplagt að fylgja eftirfarandi ráðleggingum.1. Farðu í nudd – það kemur hreyfingu á blóðrásina sem styrkir svo ónæmiskerfið.2. Farðu í gufu og svitnaðu, þannig losarðu eiturefni úr líkamanum. Mundu bara að drekka nægilega mikið af vatni svo að þú endir ekki eins og sveskja.3. Sótthreinsaðu símann þinn. Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er mikið af bakteríum á honum. Bleyttu bómull með sótthreinsi og renndu yfir símann.4. Haltu niðri í þér andanum eða andaðu frá þér þegar einhver hnerrar nálægt þér, þannig kemurðu í veg fyrir að anda að þér alls konar bakteríum. Ekki samt öskra og fórna höndum, það er ekki gott fyrir félagsandann.5. Mundu að þvo reglulega á þér hendurnar, helst í 20 sekúndur með sápu og volgu vatni. Svo getur verið ágætt að vera með sótthreinsi í vasanum. Ef þú átt ekki sótthreinsi þá gæti verið skemmtilegt að vera með „miniature“ vodkaflösku í vasanum, vodka er nefnilega líka sótthreinsandi.6. Ekki vera að koma við og pota í allt, vertu helst í hönskum þegar þú ferð í Kringluna og með húðlita plasthanska í vinnunni.7. Borðaðu mikinn hvítlauk, hann hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið, svo heldur hann líka blóðsugum frá þér – sem og öllum öðrum.8. Reyndu svo bara að halda ró þinni; stress og streita hafa neikvæð áhrif á ónæmiskerfið.
Heilsa Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira