Menning

Draumkenndar sýnir um lífið og dauðann

Stilla úr verki Berglindar Ernu Tryggvadóttur, einu sjö verka sem sýnd verða í dag.
Stilla úr verki Berglindar Ernu Tryggvadóttur, einu sjö verka sem sýnd verða í dag.
Sjö nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands þau Berglind Erna Tryggvadóttir, Daníel Perez Eðvarðsson, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Gísli Hrafn Magnússon, Katrín Helena Jónsdóttir, Kristín Helga Ríkharðsdóttir og Oskar Gísli Petzet, nemendur myndlistardeildar LHÍ sýna í dag í Bíó Paradís afrakstur fimm vikna námskeiðs um tilraunakennda kvikmyndagerð.



Útgangspunktur námskeiðsins var að nemendur gerðu stutta kvikmynd með vísi að söguþræði. Verkin sem sjá má eru gífurlega fjölbreytt; draumkenndar sýnir um lífið og dauðann í bland við grín, heimildaskráningu og myndskreytingar á sannsögulegum atburðum.



Á önninni hafa nemendur verið að fást við ýmsa tímatengda miðla; samhliða kvikmyndatækninni hafa þeir unnið með gjörninga, hljóð - og myndbandsinnsetningar.



Námskeiðið var kennt af Þorbjörgu Jónsdóttur og var Sigurður Guðjónsson umsjónarmaður námskeiðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×