Boðskapur er vandræðaorð Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2014 16:00 Ármann Jakobsson „Ég held að börn hafi gott af því að heyra að eitthvað er ekki endilega satt bara af því að einhver segir það.“ Það var alveg nýtt form fyrir mér að skrifa barnabók og ég var alls ekki viss um að lesendurnir myndu fylgja með, en það hefur gengið alveg sæmilega,“ segir Ármann Jakobsson höfundur Síðasta galdrameistarans sem er ein fimm bóka sem tilnefndar eru í barna- og unglingabókaflokki Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ármann er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands og sækir efnivið í Síðasta galdrameistarann í þann sjóð. „Ég hef alltaf verið hrifinn af menningarlegum bókmenntum sem byggjast á langri tilvísun í eldri bókmenntir. Þar má nefna verk eins og Gunnlaðarsögu eftir Svövu Jakobsdóttur, svo við tökum íslenskt dæmi, en líka útlendar sögur um Ágústus, Tíberíus og Nóa til dæmis. Ég hef lesið talsvert af slíkum bókmenntum og finnst það oft mjög áhugavert þegar menn taka gamla sögu, snúa upp á hana og skoða út frá breyttu gildismati. Þessi saga mín er aðallega byggð á Hrólfs sögu kraka þar sem gildismatið er mjög framandlegt fyrir okkur. Þar ríkir mikið karlasamfélag og ég er í raun og veru að skrifa alveg gegn því. Hugmyndin hjá mér var alltaf sú að endurtúlka hver væri góður og hver vondur í þeim átökum sem lýst er í sögunni, en þó vildi ég auðvitað ekki snúa því alveg við og gera það banalt. Allar persónurnar hafa einhverja kosti og einhverja galla, það er ekki alltaf tekin afgerandi afstaða í sögunni heldur bent á aðra túlkunarmöguleika.“Bægifótur hefndi sín Hvers vegna ákvaðstu að beina þessari sögu að börnum? „Þetta var gamalt efni, ég átti örstutt upphaf að sögunni síðan áður en mér datt í hug að skrifa Glæsi sem ég hafði lagt til hliðar. Svo lenti ég í því að snúa á mér fótinn og lá heima með bægifót um hríð, það var meira að segja kenning í fjölskyldunni að Bægifótur hefði hefnt sín fyrir Glæsi, en ég sem sagt var heima, innilokaður uppi á fjórðu hæð, og mátti ekkert gera þegar ég fann þetta upphaf í tölvunni og ætlaði í fyrstu bara að henda því. Fór samt að lesa það sem ég hafði skrifað og fannst það í fyrsta lagi betra en ég hélt og í öðru lagi sá ég strax hvernig ég gæti lagfært það. Síðan varð ferlið ekki stöðvað og ég skrifaði alla söguna á nokkrum dögum en ég hef auðvitað snurfusað hana heilmikið síðan því maður heldur alltaf áfram að hugsa um söguna.“ Ármann segir atburðarás Síðasta galdrameistarans setta inn í miðja Hrólfs sögu kraka, rétt fyrir Skuldarbardaga og hann sé yfirvofandi í gegnum söguna. „Svo er það auðvitað gömul brella sem ýmsir barnabókahöfundar hafa notað á undan mér að taka nútímalega hugsandi persónu og setja hana í miðjuna á fornum heimi þar sem fólk hugsar öðruvísi. Sagan fjallar að miklu leyti um sannleikann, hvað sé satt og hvað logið, blekkingu og veruleika og sögurnar sem fólk segir. Því meira sem ég hugsaði um það því ánægðari varð ég með það sem efni í barnasögu. Ég held að börn hafi gott af því að heyra að eitthvað er ekki endilega satt bara af því að einhver segir það.“ Finnst þér það vera meira atriði í barnasögu en fullorðinsbók að það sé einhver boðskapur? „Nei, mér finnst þurfa að vera einhvers konar boðskapur í öllum sögum. Boðskapur er reyndar vandræðaorð, það er dálítill predikunarkeimur af því, en sögur þurfa alltaf að eiga eitthvert erindi. Auðvitað er gott að sögur séu í og með afþreying en hún getur þá verið erindi líka. Mér finnst ekki áhugavert að skrifa sögu um miðaldir nema maður hafi sjálfur mjög skýra sýn á hana og viti hvað maður vill gera með hana. Ef bara væri verið að herma eftir gömlu sögunum þá held ég að það myndi ekki rata til lesendanna.“Ekki viss um að hitta í mark Hvaða aldurshóp hafðirðu í huga sem lesendur sögunnar? „Ég var raunar ekki mjög viss um það á meðan ég var að skrifa en mér hefur sýnst krakkar á aldrinum tíu til ellefu ára taka mjög vel við sögunni og yngri börn sem eru vanir lesendur taka henni líka vel. Ég prófaði söguna á tveimur sex ára börnum, sem höfðu fylgst með Merlin í sjónvarpinu, til að byrja með og þau kveiktu strax á efninu. Augljóslega skilur sex ára barn söguna á allt annan hátt en tíu ára barn en það gerir bara ekkert til ef það hefur gaman af henni. Mér finnst mikilvægt að sögur geti virkað á fyrir marga lesendahópa.“ Það virðist vera mikill áhugi á miðaldasögum um þessar mundir, kanntu einhverja skýringu á því? „Sá áhugi hefur held ég aldrei dofnað. Auðvitað hefur fantasían verið sterk undanfarið enda er hún þægilegt form að skrifa inn í. Þar ríkja ákveðnar reglur, ég er til dæmis með þrjár þrautir í minni sögu sem er klassísk brella til að knýja sögur áfram. En ég held raunar að það sé líka talsverð eftirspurn eftir raunsæju efni fyrir börn og unglinga þótt ég sé ekki eins viss um að framboðið á því sé fyrir hendi. Þetta skiptir mig kannski ekki öllu máli, ég bara átti þessa sögu og fannst hún geta gengið upp þótt ég væri alls ekki viss um að hitta í mark með henni, það er alltaf svolítið óljóst.“ Síðasti galdrameistarinn virðist heldur betur hafa hitt í mark og Ármann viðurkennir að það hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar. Mig skorti svolítið sjálfstraust til að skrifa fyrir börn og hafði á tímabili miklar efasemdir um framtakið. Þegar maður er vanur að skrifa fyrir fullorðna er það töluverð nýjung að skrifa fyrir börn, maður er óviss um hvort lesendahópurinn muni fylgja með. Rithöfundar sitja auðvitað alltaf uppi með þessar efasemdir; þeir hafa skrifað það sem þeim finnst skemmtilegt og áhugavert en finnst einhverjum öðrum það? Bókin stendur og fellur með því.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það var alveg nýtt form fyrir mér að skrifa barnabók og ég var alls ekki viss um að lesendurnir myndu fylgja með, en það hefur gengið alveg sæmilega,“ segir Ármann Jakobsson höfundur Síðasta galdrameistarans sem er ein fimm bóka sem tilnefndar eru í barna- og unglingabókaflokki Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ármann er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands og sækir efnivið í Síðasta galdrameistarann í þann sjóð. „Ég hef alltaf verið hrifinn af menningarlegum bókmenntum sem byggjast á langri tilvísun í eldri bókmenntir. Þar má nefna verk eins og Gunnlaðarsögu eftir Svövu Jakobsdóttur, svo við tökum íslenskt dæmi, en líka útlendar sögur um Ágústus, Tíberíus og Nóa til dæmis. Ég hef lesið talsvert af slíkum bókmenntum og finnst það oft mjög áhugavert þegar menn taka gamla sögu, snúa upp á hana og skoða út frá breyttu gildismati. Þessi saga mín er aðallega byggð á Hrólfs sögu kraka þar sem gildismatið er mjög framandlegt fyrir okkur. Þar ríkir mikið karlasamfélag og ég er í raun og veru að skrifa alveg gegn því. Hugmyndin hjá mér var alltaf sú að endurtúlka hver væri góður og hver vondur í þeim átökum sem lýst er í sögunni, en þó vildi ég auðvitað ekki snúa því alveg við og gera það banalt. Allar persónurnar hafa einhverja kosti og einhverja galla, það er ekki alltaf tekin afgerandi afstaða í sögunni heldur bent á aðra túlkunarmöguleika.“Bægifótur hefndi sín Hvers vegna ákvaðstu að beina þessari sögu að börnum? „Þetta var gamalt efni, ég átti örstutt upphaf að sögunni síðan áður en mér datt í hug að skrifa Glæsi sem ég hafði lagt til hliðar. Svo lenti ég í því að snúa á mér fótinn og lá heima með bægifót um hríð, það var meira að segja kenning í fjölskyldunni að Bægifótur hefði hefnt sín fyrir Glæsi, en ég sem sagt var heima, innilokaður uppi á fjórðu hæð, og mátti ekkert gera þegar ég fann þetta upphaf í tölvunni og ætlaði í fyrstu bara að henda því. Fór samt að lesa það sem ég hafði skrifað og fannst það í fyrsta lagi betra en ég hélt og í öðru lagi sá ég strax hvernig ég gæti lagfært það. Síðan varð ferlið ekki stöðvað og ég skrifaði alla söguna á nokkrum dögum en ég hef auðvitað snurfusað hana heilmikið síðan því maður heldur alltaf áfram að hugsa um söguna.“ Ármann segir atburðarás Síðasta galdrameistarans setta inn í miðja Hrólfs sögu kraka, rétt fyrir Skuldarbardaga og hann sé yfirvofandi í gegnum söguna. „Svo er það auðvitað gömul brella sem ýmsir barnabókahöfundar hafa notað á undan mér að taka nútímalega hugsandi persónu og setja hana í miðjuna á fornum heimi þar sem fólk hugsar öðruvísi. Sagan fjallar að miklu leyti um sannleikann, hvað sé satt og hvað logið, blekkingu og veruleika og sögurnar sem fólk segir. Því meira sem ég hugsaði um það því ánægðari varð ég með það sem efni í barnasögu. Ég held að börn hafi gott af því að heyra að eitthvað er ekki endilega satt bara af því að einhver segir það.“ Finnst þér það vera meira atriði í barnasögu en fullorðinsbók að það sé einhver boðskapur? „Nei, mér finnst þurfa að vera einhvers konar boðskapur í öllum sögum. Boðskapur er reyndar vandræðaorð, það er dálítill predikunarkeimur af því, en sögur þurfa alltaf að eiga eitthvert erindi. Auðvitað er gott að sögur séu í og með afþreying en hún getur þá verið erindi líka. Mér finnst ekki áhugavert að skrifa sögu um miðaldir nema maður hafi sjálfur mjög skýra sýn á hana og viti hvað maður vill gera með hana. Ef bara væri verið að herma eftir gömlu sögunum þá held ég að það myndi ekki rata til lesendanna.“Ekki viss um að hitta í mark Hvaða aldurshóp hafðirðu í huga sem lesendur sögunnar? „Ég var raunar ekki mjög viss um það á meðan ég var að skrifa en mér hefur sýnst krakkar á aldrinum tíu til ellefu ára taka mjög vel við sögunni og yngri börn sem eru vanir lesendur taka henni líka vel. Ég prófaði söguna á tveimur sex ára börnum, sem höfðu fylgst með Merlin í sjónvarpinu, til að byrja með og þau kveiktu strax á efninu. Augljóslega skilur sex ára barn söguna á allt annan hátt en tíu ára barn en það gerir bara ekkert til ef það hefur gaman af henni. Mér finnst mikilvægt að sögur geti virkað á fyrir marga lesendahópa.“ Það virðist vera mikill áhugi á miðaldasögum um þessar mundir, kanntu einhverja skýringu á því? „Sá áhugi hefur held ég aldrei dofnað. Auðvitað hefur fantasían verið sterk undanfarið enda er hún þægilegt form að skrifa inn í. Þar ríkja ákveðnar reglur, ég er til dæmis með þrjár þrautir í minni sögu sem er klassísk brella til að knýja sögur áfram. En ég held raunar að það sé líka talsverð eftirspurn eftir raunsæju efni fyrir börn og unglinga þótt ég sé ekki eins viss um að framboðið á því sé fyrir hendi. Þetta skiptir mig kannski ekki öllu máli, ég bara átti þessa sögu og fannst hún geta gengið upp þótt ég væri alls ekki viss um að hitta í mark með henni, það er alltaf svolítið óljóst.“ Síðasti galdrameistarinn virðist heldur betur hafa hitt í mark og Ármann viðurkennir að það hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög ánægður með viðtökurnar. Mig skorti svolítið sjálfstraust til að skrifa fyrir börn og hafði á tímabili miklar efasemdir um framtakið. Þegar maður er vanur að skrifa fyrir fullorðna er það töluverð nýjung að skrifa fyrir börn, maður er óviss um hvort lesendahópurinn muni fylgja með. Rithöfundar sitja auðvitað alltaf uppi með þessar efasemdir; þeir hafa skrifað það sem þeim finnst skemmtilegt og áhugavert en finnst einhverjum öðrum það? Bókin stendur og fellur með því.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira