Kristjana Arngríms í Fríkirkjunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2014 10:30 "Stjarnanna fjöld er fyrsti textinn sem ég læt flakka,“ segir Kristjana. „Ég syng jólalög sem þjóðin þekkir en með nýrri nálgun. Svo er eitt frumsamið af mér sem heitir Stjarnanna fjöld eins og nýi diskurinn minn.“ Þetta segir söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir um dagskrá tónleika sem hún heldur í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld klukkan 20.30. Hún segir lögin bæði íslensk og erlend, í bland við jólasálma í nýjum útsetningum og nefnir sálma eins og Í dag er glatt og Það aldin út er sprungið. Örn Eldjárn gítarleikari, sonur Kristjönu, útsetti öll lögin og spilar undir, ásamt Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara en þau þrjú eru saman í tríói. Einnig verður leikið á fiðlu, fagot, selló og horn. Stjarnanna fjöld er fjórði diskur Kristjönu á sólóferli hennar og sá fyrsti með lagi eftir hana. Skyldi hún semja mikið? „Nei, ég er eiginlega bara að byrja. Stjarnanna fjöld er líka fyrsti textinn sem ég læt flakka. En það kemur önnur plata í vor með frumsömdu efni einvörðungu. Þetta er svona forsmekkurinn.“ Tónleikarnir í Fríkirkjunni eru þeir einu sunnan heiða, aðrir verða í Dalvíkurkirkju 19. desember. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég syng jólalög sem þjóðin þekkir en með nýrri nálgun. Svo er eitt frumsamið af mér sem heitir Stjarnanna fjöld eins og nýi diskurinn minn.“ Þetta segir söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir um dagskrá tónleika sem hún heldur í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld klukkan 20.30. Hún segir lögin bæði íslensk og erlend, í bland við jólasálma í nýjum útsetningum og nefnir sálma eins og Í dag er glatt og Það aldin út er sprungið. Örn Eldjárn gítarleikari, sonur Kristjönu, útsetti öll lögin og spilar undir, ásamt Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara en þau þrjú eru saman í tríói. Einnig verður leikið á fiðlu, fagot, selló og horn. Stjarnanna fjöld er fjórði diskur Kristjönu á sólóferli hennar og sá fyrsti með lagi eftir hana. Skyldi hún semja mikið? „Nei, ég er eiginlega bara að byrja. Stjarnanna fjöld er líka fyrsti textinn sem ég læt flakka. En það kemur önnur plata í vor með frumsömdu efni einvörðungu. Þetta er svona forsmekkurinn.“ Tónleikarnir í Fríkirkjunni eru þeir einu sunnan heiða, aðrir verða í Dalvíkurkirkju 19. desember.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira