Smá jól með ömmu á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 11:15 Eivör og amma hennar, Valborg Jakobsen, njóta gestrisni þeirra Jóns organista og Ólafar Kolbrúnar meðan þær eru á landinu. Fréttablaðið/Stefán Hin færeyska Eivör Pálsdóttir er komin til landsins til að gleðja okkur landsmenn með söng sínum. Hún er þegar búin að lenda í nokkrum hríðarbyljum á þeim dögum sem liðnir eru frá því hún lenti og einn slíkur er í algleymingi þegar ég hringi í hana um miðjan dag á þriðjudag. „Það er alltaf spennandi að vita hvort maður kemst á milli húsa,“ segir hún hlæjandi. „Svo skiptir veðrið hér svo oft um ham en ég er svo sem ekki óvön því frá Færeyjum að allar árstíðir birtist á einum degi.“ Býrðu í Færeyjum núna? „Nei, ég bý í Kaupmannahöfn en er mikið á ferðinni og nýti öll tækifæri sem ég get til að komast til Færeyja og Íslands. En ég hef líka mikið verið að túra um Evrópu og því finnst mér fínt að búa svona miðsvæðis eins og í Kaupmannahöfn, þaðan liggja leiðir til allra átta.“ Eivör ætlar að koma fram á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju sem fara fram þrjú kvöld í röð um helgina. Eivör kveðst hafa verið fastur gestur á þeim tónleikum á tímabili en nú séu nokkur ár liðin frá því hún hafi tekið lagið þar. „Þegar Jón Stefánsson organisti spurði hvort ég vildi vera með þetta árið fannst mér algerlega kominn tími á það svo ég sagði auðvitað já. Mér finnst jólin vera komin þegar ég er að syngja á jólatónleikum á Íslandi. Það er svo sterk hefð fyrir því. Ég bjó á landinu í næstum fimm ár og hef verið hér með annan fótinn síðan enda finnst mér sérlega heimilislegt á Íslandi. Er líka svo heppin að eiga góða vini hér.“ Meðal þess sem Eivör ætlar að flytja í Langholtskirkju eru tvö lög eftir hana sjálfa. Annað þeirra kveðst hún hafa samið fyrir um það bil tíu árum. „Þá var ég að undirbúa mig fyrir Jólasöngva í Langholtskirkju og Jón organisti bað mig að semja jólalag. Mér fannst það mikil áskorun og þá varð til lag sem heitir Jólanótt og það hef ég oft sungið síðan. Fyrir nokkrum árum bætti ég svo öðru jólalagi í bankann. Auk þess syng ég auðvitað lög eftir ýmsa höfunda, ásamt kórnum og fleirum. Þetta verður mjög hátíðlegt. Í mörg ár hef ég tekið ömmu mína með á þessa tónleika. Það er fastur liður. Þá eigum við smá jól saman. Það er líka svo jólalegt í Reykjavík núna.“ Aðfangadagskvöldi ætlar Eivör að verja heima í Götu í Færeyjum, ásamt eiginmanninum sem er líka færeyskur. „Við maðurinn minn skiptumst á um að vera hjá hans fjölskyldu og minni og nú verðum við hjá mömmu,“ segir hún. Að sjálfsögðu er líka hefð fyrir jólatónleikum í Færeyjum og Eivör kveðst hafa verið þar í byrjun mánaðarins að syngja. En man hún eftir fyrstu tónleikunum sínum? „Já, fyrstu alvöru tónleikarnir sem ég kom fram á voru með karlakór í Færeyjum. Þá var ég ellefu ára. Fæturnir á mér skulfu svo mikið að ég hélt ég mundi detta. Þá prófaði ég að syngja berfætt og hef haldið þeirri venju síðan. Mér finnst svo ágætt að hafa góða jarðtengingu. Kalt? Nei, aldrei. Ekki á meðan ég er á sviði.“ Spurð í lokin hvort hún sé eitthvað að gefa út um þessar mundir svarar Eivör: „Já, ég hef verið að vinna að nýrri plötu og hún kemur út í lok febrúar. Ég var að ljúka við hana og nú þarf hún bara aðeins að hvíla sig áður en ég sleppi henni út í heiminn. Ég þarf að fylgja henni eftir á næsta ári og fara með hana í ferðalag. Þá kíki ég til Íslands og held tónleika, alveg pottþétt.“ Hefð er fyrir að fyrstu Jólasöngvar í Langholtskirkju hefjist klukkan 23 síðasta föstudagskvöld fyrir jól en þeir verða endurteknir klukkan 20 á laugardags- og sunnudagskvöld. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í ár eru þeir 37. í röðinni. Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja þar undir stjórn Jóns Stefánssonar og auk Eivarar Pálsdóttur koma fram Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kolbrún Völkudóttir, einsöngvari á táknmáli. Einnig koma fram einsöngvarar úr báðum kórunum. Sungið er við kertaljós í kirkjunni og að vanda er boðið upp á rjúkandi súkkulaði og piparkökur í hléi. Jólafréttir Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Hin færeyska Eivör Pálsdóttir er komin til landsins til að gleðja okkur landsmenn með söng sínum. Hún er þegar búin að lenda í nokkrum hríðarbyljum á þeim dögum sem liðnir eru frá því hún lenti og einn slíkur er í algleymingi þegar ég hringi í hana um miðjan dag á þriðjudag. „Það er alltaf spennandi að vita hvort maður kemst á milli húsa,“ segir hún hlæjandi. „Svo skiptir veðrið hér svo oft um ham en ég er svo sem ekki óvön því frá Færeyjum að allar árstíðir birtist á einum degi.“ Býrðu í Færeyjum núna? „Nei, ég bý í Kaupmannahöfn en er mikið á ferðinni og nýti öll tækifæri sem ég get til að komast til Færeyja og Íslands. En ég hef líka mikið verið að túra um Evrópu og því finnst mér fínt að búa svona miðsvæðis eins og í Kaupmannahöfn, þaðan liggja leiðir til allra átta.“ Eivör ætlar að koma fram á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju sem fara fram þrjú kvöld í röð um helgina. Eivör kveðst hafa verið fastur gestur á þeim tónleikum á tímabili en nú séu nokkur ár liðin frá því hún hafi tekið lagið þar. „Þegar Jón Stefánsson organisti spurði hvort ég vildi vera með þetta árið fannst mér algerlega kominn tími á það svo ég sagði auðvitað já. Mér finnst jólin vera komin þegar ég er að syngja á jólatónleikum á Íslandi. Það er svo sterk hefð fyrir því. Ég bjó á landinu í næstum fimm ár og hef verið hér með annan fótinn síðan enda finnst mér sérlega heimilislegt á Íslandi. Er líka svo heppin að eiga góða vini hér.“ Meðal þess sem Eivör ætlar að flytja í Langholtskirkju eru tvö lög eftir hana sjálfa. Annað þeirra kveðst hún hafa samið fyrir um það bil tíu árum. „Þá var ég að undirbúa mig fyrir Jólasöngva í Langholtskirkju og Jón organisti bað mig að semja jólalag. Mér fannst það mikil áskorun og þá varð til lag sem heitir Jólanótt og það hef ég oft sungið síðan. Fyrir nokkrum árum bætti ég svo öðru jólalagi í bankann. Auk þess syng ég auðvitað lög eftir ýmsa höfunda, ásamt kórnum og fleirum. Þetta verður mjög hátíðlegt. Í mörg ár hef ég tekið ömmu mína með á þessa tónleika. Það er fastur liður. Þá eigum við smá jól saman. Það er líka svo jólalegt í Reykjavík núna.“ Aðfangadagskvöldi ætlar Eivör að verja heima í Götu í Færeyjum, ásamt eiginmanninum sem er líka færeyskur. „Við maðurinn minn skiptumst á um að vera hjá hans fjölskyldu og minni og nú verðum við hjá mömmu,“ segir hún. Að sjálfsögðu er líka hefð fyrir jólatónleikum í Færeyjum og Eivör kveðst hafa verið þar í byrjun mánaðarins að syngja. En man hún eftir fyrstu tónleikunum sínum? „Já, fyrstu alvöru tónleikarnir sem ég kom fram á voru með karlakór í Færeyjum. Þá var ég ellefu ára. Fæturnir á mér skulfu svo mikið að ég hélt ég mundi detta. Þá prófaði ég að syngja berfætt og hef haldið þeirri venju síðan. Mér finnst svo ágætt að hafa góða jarðtengingu. Kalt? Nei, aldrei. Ekki á meðan ég er á sviði.“ Spurð í lokin hvort hún sé eitthvað að gefa út um þessar mundir svarar Eivör: „Já, ég hef verið að vinna að nýrri plötu og hún kemur út í lok febrúar. Ég var að ljúka við hana og nú þarf hún bara aðeins að hvíla sig áður en ég sleppi henni út í heiminn. Ég þarf að fylgja henni eftir á næsta ári og fara með hana í ferðalag. Þá kíki ég til Íslands og held tónleika, alveg pottþétt.“ Hefð er fyrir að fyrstu Jólasöngvar í Langholtskirkju hefjist klukkan 23 síðasta föstudagskvöld fyrir jól en þeir verða endurteknir klukkan 20 á laugardags- og sunnudagskvöld. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í ár eru þeir 37. í röðinni. Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja þar undir stjórn Jóns Stefánssonar og auk Eivarar Pálsdóttur koma fram Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kolbrún Völkudóttir, einsöngvari á táknmáli. Einnig koma fram einsöngvarar úr báðum kórunum. Sungið er við kertaljós í kirkjunni og að vanda er boðið upp á rjúkandi súkkulaði og piparkökur í hléi.
Jólafréttir Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira