Tónlist

Uppselt á klukkutíma

Uppselt er orðið á tónleika áströlsku rokkhljómsveitarinnar AC/DC á Wembley-leikvanginum í sumar.
Uppselt er orðið á tónleika áströlsku rokkhljómsveitarinnar AC/DC á Wembley-leikvanginum í sumar. Nordicphotos/Getty
Uppselt er orðið á tónleika áströlsku rokkhljómsveitarinnar AC/DC á Wembley-leikvanginum í sumar. 72.500 miðar seldust á innan við klukkutíma.

Tónleikarnir eru hluti af stuttu ferðalagi sveitarinnar, en hún kemur einnig fram í Glasgow og Dublin.

Sveitin gaf út plötuna Rock Or Bust fyrir skömmu og er að fylgja henni eftir.

Hún er jafnframt fyrsta platan sem Malcolm Young, einn af stofnendunum, leikur ekki inn á. 

Stevie Young, sem er frændi bræðranna, Angus og Malcolms Young hefur leyst Malcolm af sem hryngítarleikari sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.