Ofbeldi í barnamyndum Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 10:30 Frozen var ein af þeim myndum sem rannsakendur skoðuðu. „Í staðinn fyrir að vera skaðlausari og ljúfari valkostir en dæmigerðar hryllings- og dramamyndir eru teiknimyndir barna í raun gróðrarstíur morða og ofbeldis,“ rita vísindamennirnir Dr. Ian Colman og Dr. James Kirkbride í vísindaritið British Medical Journal. Samkvæmt rannsókn þeirra fyrirfinnst ekkert minna af dauða og eyðileggingu í kvikmyndum sem ætlaðar eru fyrir börn heldur en í kvikmyndum ætluðum fullorðnum. Rannsakendur horfðu á þær 45 barna- og teiknimyndir sem voru hvað vinsælastar á milli 1937 og 2013. Þeir komust að því að í tveim þriðju barnamyndanna lést mikilvæg sögupersóna en aðeins helmingur þeirra lést í „fullorðins“-myndum. Aðalpersónur í teiknimyndum voru meira en tvöfalt líklegri til að deyja og næstum þrisvar sinnum líklegri til að vera myrt heldur en í mynd fyrir fullorðna. Foreldrar aðalpersóna voru meira en fimm sinnum líklegri til að deyja í teiknimyndum, eins og í Disney-myndinni vinsælu Frozen. Þá komust rannsakendur að því að foreldrar, óvinir og börn voru oft fyrstu persónurnar til að deyja í teiknimyndum. Barnamyndirnar voru bornar saman við tvær vinsælustu myndirnar fyrir fullorðna sem komu út á sama ári og barnamyndirnar, svo sem spennutryllarnir Black Swan og What Lies Beneath. Í rannsókninni kemur fram að ofbeldismagnið í teiknimyndum hafi ekki breyst síðan Mjallhvít var gefin út árið 1937. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Í staðinn fyrir að vera skaðlausari og ljúfari valkostir en dæmigerðar hryllings- og dramamyndir eru teiknimyndir barna í raun gróðrarstíur morða og ofbeldis,“ rita vísindamennirnir Dr. Ian Colman og Dr. James Kirkbride í vísindaritið British Medical Journal. Samkvæmt rannsókn þeirra fyrirfinnst ekkert minna af dauða og eyðileggingu í kvikmyndum sem ætlaðar eru fyrir börn heldur en í kvikmyndum ætluðum fullorðnum. Rannsakendur horfðu á þær 45 barna- og teiknimyndir sem voru hvað vinsælastar á milli 1937 og 2013. Þeir komust að því að í tveim þriðju barnamyndanna lést mikilvæg sögupersóna en aðeins helmingur þeirra lést í „fullorðins“-myndum. Aðalpersónur í teiknimyndum voru meira en tvöfalt líklegri til að deyja og næstum þrisvar sinnum líklegri til að vera myrt heldur en í mynd fyrir fullorðna. Foreldrar aðalpersóna voru meira en fimm sinnum líklegri til að deyja í teiknimyndum, eins og í Disney-myndinni vinsælu Frozen. Þá komust rannsakendur að því að foreldrar, óvinir og börn voru oft fyrstu persónurnar til að deyja í teiknimyndum. Barnamyndirnar voru bornar saman við tvær vinsælustu myndirnar fyrir fullorðna sem komu út á sama ári og barnamyndirnar, svo sem spennutryllarnir Black Swan og What Lies Beneath. Í rannsókninni kemur fram að ofbeldismagnið í teiknimyndum hafi ekki breyst síðan Mjallhvít var gefin út árið 1937.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira