Menning

Spila jólalögin með sínu nefi

Djassa jólalögin „Aðaláherslan verður á jóladjassinn,“ segir Björn Thoroddsen.
Djassa jólalögin „Aðaláherslan verður á jóladjassinn,“ segir Björn Thoroddsen. Vísir/GVA
Við ætlum að spila jólalög í bland við aðra músík, en aðaláherslan verður á jóladjassinn,“ segir Björn Thoroddsen sem á sunnudagskvöldið leikur á djasskvöldi Kex Hostels ásamt þeim Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara og Sigfúsi Óttarssyni trommuleikara.



Spurður hvort til sé eitthvað sem heitir jóladjass hlær Björn og segir svo reyndar ekki vera. „Ég held samt að það sé hægt að færa alla tónlist yfir í djassmúsík, það er hrynjandin sem ræður því hvort við köllum það djass. Margir djassistar hafa gefið út jólalög og gert það þá með sínu nefi. Það munum við líka gera og það eru engir tveir sem gera það eins. Kannski verða jólalögin óþekkjanleg en ég held nú samt ekki.“



Tónlistin hefst klukkan 20.30 á sunnudagskvöldið og stendur í um það bil tvær klukkustundir með hléi. Aðgangur er ókeypis. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×