Tónlist

Láta hugann reika frá jólastressi

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Prins Póló segist vera þokkalegt jólabarn.
Prins Póló segist vera þokkalegt jólabarn. Vísir/gva
„Ég er bara á leiðinni í bæinn, er að nálgast Vík í Mýrdal á góðu svelli og hér er fínasta færð,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, en hann treður upp í Iðnó í kvöld ásamt þeim dj. flugvél & geimskipi og Dr. Gunna.

„Svo erum við búin að ná samningum við mjög jólalegan leynigest. Hann er eldheitur og við erum mjög spennt fyrir honum. Hann ætlar að troða upp og taka einhverja syrpu með okkur,“ segir Svavar en Hugleikur Dagsson mun líma kvöldið saman.

Að sögn Svavars verður jólaleg stemning yfir mönnum í kvöld. „Við ætlum bara að kaupa mikið af jólaseríum, skreyta salinn og sviðið og vera í dálitlum fíling. Fólk getur sleppt fram af sér beislinu rétt fyrir jól og látið hugann reika frá þessu hefðbundna jólastressi,“ segir Svavar, sem er sjálfur þokkalegt jólabarn.

„Mér þykir voða vænt um jólin og stemninguna svo lengi sem það verður ekki yfirgengilegt. Ég hlusta mikið á Hauk Morthens fyrir jólin því hann kemur mér í jólafíling.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.