Menning

Hymnodia og Sigurður Flosason í Akureyrarkirkju

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Hymnodia Tónleikar kammerkórsins eru fastur liður í jólaundirbúningi á Akureyri.
Hymnodia Tónleikar kammerkórsins eru fastur liður í jólaundirbúningi á Akureyri. Mynd/Daníel Starrason
Hinir árlegu jólatónleikar Hymnodiu og Sigurðar Flosasonar verða haldnir í Akureyrarkirkju mánudaginn 22. desember klukkan 21. Í ár spilar saxófónleikarinn Sigurður Flosason með Hymnodiu. Hann mun spila á ýmis blásturshljóðfæri sem og slagverkshljóðfæri. Stjórnandi Hymnodiu, Eyþór Ingi Jónsson, mun spila á harmóníumorgel. Á tónleikunum verða eingöngu flutt íslensk jólalög, bæði gömul og ný, vel þekkt og óþekkt.



Í tilkynningu kemur fram að jólatónleikar Kammerkórsins Hymnodiu hafi ávallt verið gríðarlega vel sóttir og að á þeim sé sköpuð kyrrlát stemning, slökkt á raflýsingu kirkjunnar, ekkert talað og engar þagnir milli laga. Tónleikarnir myndi því klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geti látið þreytu líða úr sér og notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×