Englar í útvarpinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2014 17:00 Guðrún Helgadóttir höfundur sögunnar Sitji guðs englar fagnar fjörutíu ára rithöfundarferli í ár. Fjölskylduleikritið Sitji guðs englar verður flutt í Útvarpsleikhúsinu yfir jólahátíðina. Leikritið byggir á sögu hins ástsæla rithöfundar Guðrúnar Helgadóttur og er í sex þáttum. Það verður flutt sex daga í röð, einn þáttur á dag, frá aðfangadegi til og með mánudeginum 29. desember, klukkan 15 alla dagana. Leikgerðin er eftir Illuga Jökulsson og leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Tónlist er eftir Stefán S. Stefánsson og um hljóðvinnslu sá Grétar Ævarsson. Fjölmargir leikarar taka þátt í flutningnum, bæði fullorðnir og börn, en í aðalhlutverkum eru: Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Edda Heiðrún Backman, Valdimar Örn Flygenring og Brynhildur Guðjónsdóttir. Upptakan er frá árinu 1999. Endurflutningur verksins er meðal annars í tilefni af því að Guðrún Helgadóttir fagnar á þessu ári 40 ára rithöfundarafmæli sínu. Í Sitji guðs englar kynnast hlustendur stórmerkilegri fjölskyldu í Firðinum en þó mest hinni alvörugefnu Heiðu. Úti í heimi geisar stríð, amerískir hermenn þramma um bæinn og mannlífið tekur öðrum breytingum. Í heimi barnanna eiga sér líka stað miklar sviptingar, gáskafull gleðin ræður ríkjum en sorgin nær að varpa skugga sínum á leik þeirra. Undir glaðværu yfirborði sögunnar er veruleiki stríðsáranna sem börnin skynja á allt annan hátt en fullorðnir. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fjölskylduleikritið Sitji guðs englar verður flutt í Útvarpsleikhúsinu yfir jólahátíðina. Leikritið byggir á sögu hins ástsæla rithöfundar Guðrúnar Helgadóttur og er í sex þáttum. Það verður flutt sex daga í röð, einn þáttur á dag, frá aðfangadegi til og með mánudeginum 29. desember, klukkan 15 alla dagana. Leikgerðin er eftir Illuga Jökulsson og leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Tónlist er eftir Stefán S. Stefánsson og um hljóðvinnslu sá Grétar Ævarsson. Fjölmargir leikarar taka þátt í flutningnum, bæði fullorðnir og börn, en í aðalhlutverkum eru: Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Edda Heiðrún Backman, Valdimar Örn Flygenring og Brynhildur Guðjónsdóttir. Upptakan er frá árinu 1999. Endurflutningur verksins er meðal annars í tilefni af því að Guðrún Helgadóttir fagnar á þessu ári 40 ára rithöfundarafmæli sínu. Í Sitji guðs englar kynnast hlustendur stórmerkilegri fjölskyldu í Firðinum en þó mest hinni alvörugefnu Heiðu. Úti í heimi geisar stríð, amerískir hermenn þramma um bæinn og mannlífið tekur öðrum breytingum. Í heimi barnanna eiga sér líka stað miklar sviptingar, gáskafull gleðin ræður ríkjum en sorgin nær að varpa skugga sínum á leik þeirra. Undir glaðværu yfirborði sögunnar er veruleiki stríðsáranna sem börnin skynja á allt annan hátt en fullorðnir.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira