Körfubolti

Kóngurinn snýr aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James er ekki kallaður kóngurinn að ástæðulausu.
LeBron James er ekki kallaður kóngurinn að ástæðulausu. fréttablaðið/getty
Að venju er dagskrá NBA-deildarinnar á jóladag glæsileg en tvær af viðureignunum fimm verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar ber einna hæst endurkomu LeBron James til Miami eftir að hann sneri aftur til Cleveland í sumar.

James fór með Miami fjórum sinnum í lokaúrslitin og vann titilinn tvívegis. Dwayne Wade, fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Miami, hvatti stuðningsmenn til að taka honum vel, þó hann viti vel að viðbrögð þeirra verði blendin.

„Miðað við það sem hann gerði fyrir félagið ættu stuðningsmenn okkar að taka honum afar vel, að minnsta kosti í upphafi leiks,“ sagði Wade. „Svo þegar út í leikinn er komið gera þeir það sem þá lystir.“

Leikurinn hefst klukkan 22.00 en klukkan 19.00 verður viðureign meistara San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×