Koma saman um jólin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2014 12:00 Síðastliðin þrjú ár hefur Hjaltalín haldið tónleika á Rosenberg á milli jóla og nýárs. Tónleikahaldið fer að verða ein af jólahefðunum. „Við erum mörg í hljómsveitinni og öll á kafi í alls kyns verkefnum,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín. „Það er svo mikið að gera hjá öllum og tveir meðlimir hljómsveitarinnar eru með annan fótinn erlendis. En yfir jólin eru allir heima og þá er gaman að geta skellt í tónleika.“ Sigríður segir fólk spyrja hvort Hjaltalín sé hætt en hún segir það vera fjarri. „Við förum að undirbúa vinnu á nýju efni á komandi ári. Við viljum ekki endalaust vera að spila bara til að spila, en það gefur okkur mikið að hittast. Það er alveg ákveðin stemning sem fylgir því að syngja með Hjaltalín og ég sakna þess oft. Hljómsveitin er á margan hátt nær hjartanu en annað, þetta er eins og að vera heima hjá sér.“ Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur Hjaltalín haldið tónleika á Rosenberg á milli jóla og nýárs. Tónleikahaldið fer að verða ein af jólahefðunum. „Við erum mörg í hljómsveitinni og öll á kafi í alls kyns verkefnum,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín. „Það er svo mikið að gera hjá öllum og tveir meðlimir hljómsveitarinnar eru með annan fótinn erlendis. En yfir jólin eru allir heima og þá er gaman að geta skellt í tónleika.“ Sigríður segir fólk spyrja hvort Hjaltalín sé hætt en hún segir það vera fjarri. „Við förum að undirbúa vinnu á nýju efni á komandi ári. Við viljum ekki endalaust vera að spila bara til að spila, en það gefur okkur mikið að hittast. Það er alveg ákveðin stemning sem fylgir því að syngja með Hjaltalín og ég sakna þess oft. Hljómsveitin er á margan hátt nær hjartanu en annað, þetta er eins og að vera heima hjá sér.“
Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira