Hver fær boð í næstu veislu? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. desember 2014 07:00 Árið 2014 er að syngja sitt síðasta og allir fjölmiðlar stappfullir af annálum, uppgjörum og úttektum á því hvað gerði þetta ár sérstakt og frábrugðið öllum hinum árunum. Menn hamast við að skilgreina strauma og stefnur, velja besta þetta og versta hitt, og draga almennar ályktanir um hvert við stefnum í stjórnmálum, listum, samfélagsmálum og öllum hinum málaflokkunum út frá því sem gerðist á síðustu tólf mánuðum. Það er eins og gengið sé út frá því að eitt ár sé sérstök einangruð eining í tímans rás en ekki agnarsmár hlekkur í langri keðju. Það tekur hins vegar mun meira en tólf mánuði fyrir marktækar breytingar að festa sig í sessi og þær hörmungar sem við höfum horft upp á í stjórnsýslunni á þessu herrans ári eiga sér ansi mikið lengri aðdraganda en frá síðustu áramótum. Það er ekki eins og tíminn stöðvist klukkan 00.00 á nýársdag og nýtt upphaf hefjist klukkan 00.01, því miður. Við sitjum uppi með afleiðingar þess sem gert var á þessu ári, þótt því ljúki, langt inn í framtíðina. Eða allavega fram að næstu kosningum. Stjórnvöldin okkar blessuð virðast nefnilega ekki hugsa í árum heldur kjörtímabilum en þegar upp er staðið kemur það auðvitað í sama stað niður. Það er aldrei hugsað til lengri tíma, hvorki fram né aftur, heldur virðist markmið íslenskra ríkisstjórna yfirleitt vera það að skara sem mestan eld að eigin köku, eða köku sinna góðkunningja, á þeim fjórum árum sem kjörtímabilið stendur. Síðan fer fyrsta kjörtímabil næstu ríkisstjórnar í það að leiðrétta þann halla sem orðið hefur á bitlingum hennar stuðningsmanna. Það er ekki von að hér gangi nokkuð né reki í átt að betra og réttlátara þjóðfélagi. Auðvitað er ekki við stjórnvöld ein að sakast í þessu hjakki. Kjósendur fylgja þeim sem lofar mestu í þeirra eigin vasa og gefa skít í hvað það þýðir fyrir aðra samfélagsþegna. Græðgin sem hér hefur verið ríkjandi afl allan lýðveldistímann er orðin að sterkasta karaktereinkenni þjóðarinnar, sem ekki virðist hafa lært nokkurn skapaðan hlut á því hruni sem græðgisvæðingin olli fyrir sex árum. Það er grafið og gleymt og að því róið öllum árum að blása upp gervigóðæri á nýjan leik, það er að segja fyrir þá sem þóknanlegir eru okkar elskulegu valdhöfum þessa stundina. Sjúklingar, öryrkjar, atvinnuleitendur, eldri borgarar, listamenn og annað undirmálsfólk fær ekki að taka þátt í þeirri veislu. Ekki frekar en þeirri síðustu. Því virðist vinnandi fólk hins vegar hafa steingleymt og trúir enn þeirri firru að því verði boðið í nýja partíið. Í anda þess að hvert ár marki nýtt upphaf trúir þjóðin því að allt sem á undan er gengið sé dautt og ómerkt og nú fái hún að vera með í djamminu. Gjörsamlega búin að steingleyma því að hennar aðkoma að slíkum partíum er sú ein að fá að borga fyrir þau og þrífa upp óhroðann þegar veislunni lýkur. Gleðilegt nýtt partíár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Árið 2014 er að syngja sitt síðasta og allir fjölmiðlar stappfullir af annálum, uppgjörum og úttektum á því hvað gerði þetta ár sérstakt og frábrugðið öllum hinum árunum. Menn hamast við að skilgreina strauma og stefnur, velja besta þetta og versta hitt, og draga almennar ályktanir um hvert við stefnum í stjórnmálum, listum, samfélagsmálum og öllum hinum málaflokkunum út frá því sem gerðist á síðustu tólf mánuðum. Það er eins og gengið sé út frá því að eitt ár sé sérstök einangruð eining í tímans rás en ekki agnarsmár hlekkur í langri keðju. Það tekur hins vegar mun meira en tólf mánuði fyrir marktækar breytingar að festa sig í sessi og þær hörmungar sem við höfum horft upp á í stjórnsýslunni á þessu herrans ári eiga sér ansi mikið lengri aðdraganda en frá síðustu áramótum. Það er ekki eins og tíminn stöðvist klukkan 00.00 á nýársdag og nýtt upphaf hefjist klukkan 00.01, því miður. Við sitjum uppi með afleiðingar þess sem gert var á þessu ári, þótt því ljúki, langt inn í framtíðina. Eða allavega fram að næstu kosningum. Stjórnvöldin okkar blessuð virðast nefnilega ekki hugsa í árum heldur kjörtímabilum en þegar upp er staðið kemur það auðvitað í sama stað niður. Það er aldrei hugsað til lengri tíma, hvorki fram né aftur, heldur virðist markmið íslenskra ríkisstjórna yfirleitt vera það að skara sem mestan eld að eigin köku, eða köku sinna góðkunningja, á þeim fjórum árum sem kjörtímabilið stendur. Síðan fer fyrsta kjörtímabil næstu ríkisstjórnar í það að leiðrétta þann halla sem orðið hefur á bitlingum hennar stuðningsmanna. Það er ekki von að hér gangi nokkuð né reki í átt að betra og réttlátara þjóðfélagi. Auðvitað er ekki við stjórnvöld ein að sakast í þessu hjakki. Kjósendur fylgja þeim sem lofar mestu í þeirra eigin vasa og gefa skít í hvað það þýðir fyrir aðra samfélagsþegna. Græðgin sem hér hefur verið ríkjandi afl allan lýðveldistímann er orðin að sterkasta karaktereinkenni þjóðarinnar, sem ekki virðist hafa lært nokkurn skapaðan hlut á því hruni sem græðgisvæðingin olli fyrir sex árum. Það er grafið og gleymt og að því róið öllum árum að blása upp gervigóðæri á nýjan leik, það er að segja fyrir þá sem þóknanlegir eru okkar elskulegu valdhöfum þessa stundina. Sjúklingar, öryrkjar, atvinnuleitendur, eldri borgarar, listamenn og annað undirmálsfólk fær ekki að taka þátt í þeirri veislu. Ekki frekar en þeirri síðustu. Því virðist vinnandi fólk hins vegar hafa steingleymt og trúir enn þeirri firru að því verði boðið í nýja partíið. Í anda þess að hvert ár marki nýtt upphaf trúir þjóðin því að allt sem á undan er gengið sé dautt og ómerkt og nú fái hún að vera með í djamminu. Gjörsamlega búin að steingleyma því að hennar aðkoma að slíkum partíum er sú ein að fá að borga fyrir þau og þrífa upp óhroðann þegar veislunni lýkur. Gleðilegt nýtt partíár!
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun