Innlent

Hraunið stækkar dag frá degi

Svavar Hávarðsson skrifar
Hraun þekur áþekkan ferkílómetrafjölda og byggðin.
Hraun þekur áþekkan ferkílómetrafjölda og byggðin. mynd/ví/kristín
Nornahraun þekur nú allt að 83 ferkílómetra lands við eldstöðina í Holuhrauni norðan Vatnajökuls. Hraunáin rennur til norðurs frá gígunum og virk svæði eru á norðurjaðri og norðaustast í hrauninu.

Jarðvísindastofnun greinir frá því að menn vettvangsstjóra á Húsavík gengu á dögunum við erfiðar aðstæður meðfram öllum norðurjaðri hraunsins við mælingar.

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar, hefur teiknað hraunið miðað við höfuðborgarsvæðið, og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þekur það svæðið að mestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×