Besti borðtenniskappi Íslandssögunnar, Guðmundur Stephensen, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í íþróttinni.
Í fréttatilkynningu frá Borðtennissambandinu kemur fram að hann sé meðal annars ráðinn vegna Smáþjóðaleikanna sem fara fram á Íslandi í sumar. Guðmundur tekur við starfinu af Bjarna Þ. Bjarnasyni.
Guðmundur mun boða til landsliðsæfinga fljótlega og hefja þar með undirbúning fyrir Smáþjóðaleikana.
Þessi snjalli kappi varð Íslandsmeistari í íþróttinni 20 ár í röð en ákvað þá að láta við sitja þó svo hann væri enn rétt rúmlega þrítugur.
Guðmundur ráðinn landsliðsþjálfari

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn


Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



