Körfubolti

Fjórtánda tap Knicks í röð | Myndbönd

Stuðningsmenn Knicks á leiknum í nótt. Þeir skammast sín.
Stuðningsmenn Knicks á leiknum í nótt. Þeir skammast sín. vísir/getty
Sorgarsaga NY Knicks í NBA-deildinni í vetur hélt áfram í nótt er liðið steinlá gegn Houston.

James Harden skoraði 25 stig fyrir Houston er liðið vann sinn 11. sigur í röð gegn Knicks. Þetta var jafnframt fjórtánda tap Knicks í röð en slík taphrina hefur aldrei áður komið á einu tímabili í sögu félagsins. Knicks er með lélegasta árangurinn í deildinni, 5-34.

Stærsta taphrina í sögu Knicks er 20 leikir og náði sú hrina yfir tvö tímabil.

Áhorfendur mótmæltu hástöfum í leiknum og stór hluti þeirra sem sat við völlinn var með bréfpoka á hausnum.

Úrslit:

Toronto-Charlotte  95-103

NY Knicks-Houston  96-120

Portland-Miami  99-83

Staðan í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×