Yfirmenn íþróttafréttamanns NY Times sáu aumur á honum og gefa honum frí frá leikjum NY Knicks.
Knicks-liðið er það lélegasta í NBA-deildinni í dag ásamt Philadelphia. Knicks hefur unnið 5 leiki í vetur en tapað 32. Lélegasti árangur í sögu félagsins.
Í grein blaðsins kemur fram að liðið sé orðið svo lélegt með brotthvarfi J.R. Smith og Iman Shumpert að það myndi líklega vera í vandræðum í D-deild NBA-deildarinnar en þar spila leikmenn sem eru að reyna að komast á NBA-samning.
Scott Cacciola hefur skrifað um leiki Knicks fyrir blaðið og hann hefur nú fengið mánaðarfrí frá leikjum liðsins. Hann getur líklega ekki meir.
Blaðið auglýsir því eftir betri leikjum en Knicks-leikjum fyrir Cacciola að fara á.
Körfubolti