Körfubolti

Stuðningsmenn Knicks hafa fengið nóg af Fisher

Þjálfaraferill Fisher fer ekki vel af stað.
Þjálfaraferill Fisher fer ekki vel af stað. vísir/getty
Það gengur hvorki né rekur hjá NBA-liðinu NY Knicks sem er búið að tapa ellefu leikjum í röð.

Stuðningsmenn liðsins eru búnir að fá nóg og beindu reiði sinni að þjálfaranum, Derek Fisher, í tapinu gegn Milwaukee í nótt.

Þá öskruðu þeir eftir afsögn Fisher á síðustu mínútum leiksins. Fisher er að þreyta frumraun sína sem þjálfari og hefur ekki náð að glæða lið Knicks neinu lífi.

Liðið er aðeins búið að vinna 5 leiki í vetur og tapa 31. Þeir eru með næstlélegasta árangur deildarinnar en Philadelphia hefur aðeins unnið fjóra leiki.

Það bendir þó flest til þess að árangur vetrarins verði sá lélegasti í sögu félagsins en árið 1963 vann liðið 21 leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×