Bragðbætum lífið með smá mintu 19. janúar 2015 18:00 Þegar Davíð Oddgeirsson, hugmyndasmiður og framleiðandi, Mint Productions, ferðaðist um Ísland síðasta sumar féll hann algjörlega fyrir fallegri náttúrunni og þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem í boði var. Hann segir hér frá hugmyndinni á bak við ferðaþættina Illa farnir, sem hófu göngu sína á Vísi fyrir jól. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað landið var fallegt og um leið hvað ég vissi raunar lítið um það. Þá kom upp sú hugmynd að gera netþáttaseríu þar sem einblínt er á hvern landsfjórðung í einu. Ég vildi strax ferðast meira og gera eitthvað eftirminnilegt úr þessum ferðalögum. Meðeigandi Mint Production, Arnar Þór Þórsson, tók vel í hugmyndina og við fengum annan félaga okkar, Brynjólf Löve Mogensson, með í verkefnið.“ Illa farnir er 16 þátta sería þar sem fjórir þættir verða helgaðir hverjum landsfjórðungi. „Við bara lögðum í hann með opinn huga fyrir að prófa sem flest. Innihald þáttanna verður eitthvað skipulagt en að sama skapi spilum við þetta bara eftir eyranu og stemningunni hverju sinni. Hver þáttur er aðeins í 7-8 mínútur þannig að þetta er mjög hæfileg lengd. Við leggjum upp með að blanda saman skemmtanagildi, fræðslu og fagurfræði.“ Þeir Davíð og Arnar eru engin nýgræðingar á þessu sviði. Saman gerðu þeir netþáttaseríuna Og hvað sem sýnd var á mbl.is á síðasta ári. „Við framleiðum líka myndefni fyrir önnur fyrirtæki hvort sem það séu viðburðir, tónleikar eða einhvers konar hátíðir. Svo er Arnar með drónaþjónustu og hefur verið að fljúga þyrlum eins og vindurinn uppá síðkastið. Það tvennt hefur því tekið mestan tíma okkar undanfarna mánuði en nú fannst okkur tími kominn á nýja netþáttaseríu þar sem við fáum að stjórna ferðinni og framleiðslunni.” Hingað til hafa strákarnir mest verið að stunda snjóbrettin og stofnaði Davíð m.a. snjóbrettaskóla í Bláfjöllum sem er starkfræktur á veturna við góðan orðstír. „Allt sem við erum að gera eru hlutir sem við höfum ástríðu fyrir. Við bragðbætum lífið með smá mintu og gerum hlutina á okkar eigin hátt. Einn af þessum hlutum er augljóslega að taka upp og framleiða myndefni. Þetta helst því svolítið í hendur, að ferðast um, gera hluti og festa herlegheitin á filmu í leiðinni.“ Búið er að sýna fjóra þætti frá ferðalagi þeirra félaga um Suðurlandið og næst tekur Norðurlandið við. Hægt er að nálgast alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir. Hægt verður að fylgjast með strákunum á helstu samfélagsmiðlunum, þ.á.m. Facebook og Instagram. Þar eru þeir mjög virkir á meðan á upptöku þáttanna stendur og leyfa áhorfendum að fylgjast með á rauntíma. Þeir hvetja fólk einnig til að fylgjast með þeim á Snapchat þar sem þeir nota nöfnin davidoddgeirs, binnilove, arnarthth.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá kynningarmyndband með efni þeirra félaga og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd tekinn á drónann sem Arnar stjórnar. Illa farnir Video-kassi-lfid Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Þegar Davíð Oddgeirsson, hugmyndasmiður og framleiðandi, Mint Productions, ferðaðist um Ísland síðasta sumar féll hann algjörlega fyrir fallegri náttúrunni og þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem í boði var. Hann segir hér frá hugmyndinni á bak við ferðaþættina Illa farnir, sem hófu göngu sína á Vísi fyrir jól. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað landið var fallegt og um leið hvað ég vissi raunar lítið um það. Þá kom upp sú hugmynd að gera netþáttaseríu þar sem einblínt er á hvern landsfjórðung í einu. Ég vildi strax ferðast meira og gera eitthvað eftirminnilegt úr þessum ferðalögum. Meðeigandi Mint Production, Arnar Þór Þórsson, tók vel í hugmyndina og við fengum annan félaga okkar, Brynjólf Löve Mogensson, með í verkefnið.“ Illa farnir er 16 þátta sería þar sem fjórir þættir verða helgaðir hverjum landsfjórðungi. „Við bara lögðum í hann með opinn huga fyrir að prófa sem flest. Innihald þáttanna verður eitthvað skipulagt en að sama skapi spilum við þetta bara eftir eyranu og stemningunni hverju sinni. Hver þáttur er aðeins í 7-8 mínútur þannig að þetta er mjög hæfileg lengd. Við leggjum upp með að blanda saman skemmtanagildi, fræðslu og fagurfræði.“ Þeir Davíð og Arnar eru engin nýgræðingar á þessu sviði. Saman gerðu þeir netþáttaseríuna Og hvað sem sýnd var á mbl.is á síðasta ári. „Við framleiðum líka myndefni fyrir önnur fyrirtæki hvort sem það séu viðburðir, tónleikar eða einhvers konar hátíðir. Svo er Arnar með drónaþjónustu og hefur verið að fljúga þyrlum eins og vindurinn uppá síðkastið. Það tvennt hefur því tekið mestan tíma okkar undanfarna mánuði en nú fannst okkur tími kominn á nýja netþáttaseríu þar sem við fáum að stjórna ferðinni og framleiðslunni.” Hingað til hafa strákarnir mest verið að stunda snjóbrettin og stofnaði Davíð m.a. snjóbrettaskóla í Bláfjöllum sem er starkfræktur á veturna við góðan orðstír. „Allt sem við erum að gera eru hlutir sem við höfum ástríðu fyrir. Við bragðbætum lífið með smá mintu og gerum hlutina á okkar eigin hátt. Einn af þessum hlutum er augljóslega að taka upp og framleiða myndefni. Þetta helst því svolítið í hendur, að ferðast um, gera hluti og festa herlegheitin á filmu í leiðinni.“ Búið er að sýna fjóra þætti frá ferðalagi þeirra félaga um Suðurlandið og næst tekur Norðurlandið við. Hægt er að nálgast alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir. Hægt verður að fylgjast með strákunum á helstu samfélagsmiðlunum, þ.á.m. Facebook og Instagram. Þar eru þeir mjög virkir á meðan á upptöku þáttanna stendur og leyfa áhorfendum að fylgjast með á rauntíma. Þeir hvetja fólk einnig til að fylgjast með þeim á Snapchat þar sem þeir nota nöfnin davidoddgeirs, binnilove, arnarthth.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá kynningarmyndband með efni þeirra félaga og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd tekinn á drónann sem Arnar stjórnar.
Illa farnir Video-kassi-lfid Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira