Jimmy Walker varði titilinn á Sony Open 19. janúar 2015 16:08 Walker kann vel við sig á Hawaii. Getty Það er óhætt að segja að bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hafi gert góða ferð til Hawaii en tvö mót hafa verið haldin PGA-mótaröðinni á þessari fallegu eyju á síðustu tveimur vikum. Á Huyndai Tournament of Champions í síðustu viku endaði Walker í öðru sæti en í gær gerði hann sér lítið fyrir og varði titil sinn á Sony Open með miklum yfirburðum eftir frábæran lokahring upp á 63 högg. Walker hefur því halað inn 1,7 milljónum dollara sem eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna en það verður að teljast ágætt fyrir tveggja vikna golfferð til Hawaii. Stjarna þessa frábæra kylfings hefur risið hratt á undanförnu ári en eftir að hafa leikið í 188 mótum á PGA-mótaröðinni sigraði hann fyrst á Frys.com Open árið 2013. Síðan þá hefur hann bætt þremur titlum í safnið í aðeins 32 mótum ásamt því að hafa leikið mjög vel fyrir bandaríska liðið í síðasta Ryder-bikar. Í öðru sæti á Sony Open endaði Scott Piercy en þrír deildu þriðja sætinu, meðal annars Matt Kuchar sem hafði verið í toppbaráttunni alla helgina. Lokastöðuna er hægt að sjá hér. Næsta mót á PGA-mótaröðinni hefst á fimmtudaginn en það er Humana Challenge þar sem ungstirnið Patrick Reed á titil að verja. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það er óhætt að segja að bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hafi gert góða ferð til Hawaii en tvö mót hafa verið haldin PGA-mótaröðinni á þessari fallegu eyju á síðustu tveimur vikum. Á Huyndai Tournament of Champions í síðustu viku endaði Walker í öðru sæti en í gær gerði hann sér lítið fyrir og varði titil sinn á Sony Open með miklum yfirburðum eftir frábæran lokahring upp á 63 högg. Walker hefur því halað inn 1,7 milljónum dollara sem eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna en það verður að teljast ágætt fyrir tveggja vikna golfferð til Hawaii. Stjarna þessa frábæra kylfings hefur risið hratt á undanförnu ári en eftir að hafa leikið í 188 mótum á PGA-mótaröðinni sigraði hann fyrst á Frys.com Open árið 2013. Síðan þá hefur hann bætt þremur titlum í safnið í aðeins 32 mótum ásamt því að hafa leikið mjög vel fyrir bandaríska liðið í síðasta Ryder-bikar. Í öðru sæti á Sony Open endaði Scott Piercy en þrír deildu þriðja sætinu, meðal annars Matt Kuchar sem hafði verið í toppbaráttunni alla helgina. Lokastöðuna er hægt að sjá hér. Næsta mót á PGA-mótaröðinni hefst á fimmtudaginn en það er Humana Challenge þar sem ungstirnið Patrick Reed á titil að verja.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira