Innlent

Hraunið streymir áfram

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndin var tekin á laugardaginn og næsta dag hafði hraunið gleypt skiltið.
Myndin var tekin á laugardaginn og næsta dag hafði hraunið gleypt skiltið. Mynd/Lögreglan Norðurlandi eystra
Lögreglan á Norðurlandi eystra tók á laugardaginn mynd af skilti við hraunið sem nú rennur við Holuhraun, sem sýndi fjarlægðina frá hrauninu. Degi seinna hafði hraunið farið yfir skiltið. Um 40 jarðskjálftar hafa greinst við Bárðarbungu síðasta klukkutímann og engar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Holuhraun, samkvæmt veðurstofu Íslands.

Af þessum 40 jarðskjálftum urðu um 15 skjálftar við hraunstöðvarnar og undir Dyngjujökli, en allir voru þeir minni en 1,5 stig.

Hér má sjá færsluna sem fylgdi mynd lögreglunanar sem Lögreglan á Norðurlandi eystra tók.

Mælitæki Veðurstofunnar urðu þó fyrir truflunum vegna veðurs og er hugsanlegt að smærri skjálftar hafi ekki mælst. Stærsti skjálftinn sem mældist varð um klukkan hálf ellefu í gær en hann var 4,4 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×