KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að semja aftur við U-21 árs landsliðsþjálfarana Eyjólf Sverrisson og Tómas Inga Tómasson.
Nýi samningur þeirra félaga er til loka ársins 2017. Eyjólfur verður sem fyrr aðalþjálfari og Tómas Ingi honum til aðstoðar.
Eyjólfur hefur verið með liðið samfleytt síðan 2008. Hann þjálfaði liði einnig á árunum 2003-05.
Undir stjórn þeirra félaga fór íslenska liðið í umspil um lokasæti á EM síðasta haust. Þar tapaði liðið gegn Dönum eftir tvo hörkuleiki.
Samið upp á nýtt við Eyjólf og Tómas Inga

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
