BMW M5 fær fjórhjóladrif Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2015 10:38 BMW M6. Hingað til hafa hinir öflugu BMW M5 og BMW M6 bílar verið afturhjóladrifnir, en með næstu kynslóð fá þeir fjórhjóladrif. Þetta upplýsti BMW á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Ástæðan er helst sú að svo mikið afl verður til staðar í bílunum að lítið vit er í því að senda það eingöngu til afturhjólanna. Aksturseiginleikar og öryggi mun aukast mjög með fjórhjóladrifi. Núverandi kynslóð BMW M5 og M6 er 560 hestöfl, en næsta kynslóð verður öflugri, þó BMW hafi ekki upplýst hversu mikið öflugri. Þrátt fyrir að nýir BMW M5 og M6 fái fjórhjóladrif verður megnið af aflinu sent til afturhjólanna til að koma í veg fyrir þá undirstýringu sem gjarnan einkennir öfluga fjórhjóladrifna bíla. Með tilkomu fjórhjóladrifs í BMW M5 og M6 fylgir BMW í kjölfarið á Audi og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin hafa útbúið öflugustu bíla sína þannig, Mercedes Benz á síðustu árum og Audi frá upphafi. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent
Hingað til hafa hinir öflugu BMW M5 og BMW M6 bílar verið afturhjóladrifnir, en með næstu kynslóð fá þeir fjórhjóladrif. Þetta upplýsti BMW á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Ástæðan er helst sú að svo mikið afl verður til staðar í bílunum að lítið vit er í því að senda það eingöngu til afturhjólanna. Aksturseiginleikar og öryggi mun aukast mjög með fjórhjóladrifi. Núverandi kynslóð BMW M5 og M6 er 560 hestöfl, en næsta kynslóð verður öflugri, þó BMW hafi ekki upplýst hversu mikið öflugri. Þrátt fyrir að nýir BMW M5 og M6 fái fjórhjóladrif verður megnið af aflinu sent til afturhjólanna til að koma í veg fyrir þá undirstýringu sem gjarnan einkennir öfluga fjórhjóladrifna bíla. Með tilkomu fjórhjóladrifs í BMW M5 og M6 fylgir BMW í kjölfarið á Audi og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin hafa útbúið öflugustu bíla sína þannig, Mercedes Benz á síðustu árum og Audi frá upphafi.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent