Hætta gæti aukist á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2015 20:15 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur hættu aukast á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu eftir því sem dragi úr yfirstandandi gosi í Holuhrauni. Þá telur hann enn hættu á því að ný eldsprunga opnist undir Dyngjujökli með flóðbylgju niður í Jökulsá á Fjöllum. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun könnuðu eldstöðina um síðustu helgi og tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður þá þær myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Eldár flæddu til norðvesturs og austurs frá gígnum um helgina. Fjær er sporður Dyngjujökuls.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Allt frá því jarðeldurinn kom fyrst upp í lok ágústsmánaðar hefur gosið haldið sig á þessum sama stað, í hinu gamla Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðallega vegna hættu á að gossprunga gæti opnast undir jökli og valdið miklu hlaupi. Þær spár hafa ekki ræst til þessa en Ármann Höskuldsson telur hættuna enn vera til staðar. „Það þarf voðalega lítið til þess að það verði einhver höft í þessari hraunrás, sem er að leiða kvikuna upp á yfirborð, og ef það gerist er allt eins víst að kvikan brjóti sér leið undir jöklinum,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Einar Þorsteinsson.Þótt eldgosið teljist enn mjög öflugt hefur talsvert dregið úr þrótti þess og kvikumagnið sem upp kemur á hverri sekúndu er núna um fimmtungur af því sem mest var í haust. Kvikan er talin koma úr Bárðarbungu og ein stærsta spurningin hefur verið sú hvort gos kæmi þar upp. Ármann segir vísbendingar um að Bárðarbunga hafi verið að safna í sig kviku allt frá árinu 1974, að minnsta kosti. Varmaforðinn undir Bárðarbungu sé þar ennþá til staðar. „Það er eins víst að þegar dregur úr þessu gosi, kannski fyrstu vikurnar eftir að þetta gos fer virkilega að minnka, eða jafnvel hætti, þá bara eykst áhættan á því að Bárðarbunga fari af stað.“Ólgandi hrauneðjan flæðir út úr gígnum á laugardag. Magn kvikunnar er áætlað meira en meðalrennsli Blöndu.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Ármann segir óskandi að slíkt gos yrði lítið, í líkingu við Gjálpargosið eða síðasta Grímsvatnagos. „En við getum líka alveg átt von á því að fá bara mjög stórt gos upp úr Bárðarbungu. Það er mikil kvika búin að vera á ferðinni og svona kvika er nógu heit til þess að geta brætt umhverfi sitt og búið til meiri sprengivirkari kviku, sem er bara ekki alveg nógu jákvætt.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur hættu aukast á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu eftir því sem dragi úr yfirstandandi gosi í Holuhrauni. Þá telur hann enn hættu á því að ný eldsprunga opnist undir Dyngjujökli með flóðbylgju niður í Jökulsá á Fjöllum. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun könnuðu eldstöðina um síðustu helgi og tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður þá þær myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Eldár flæddu til norðvesturs og austurs frá gígnum um helgina. Fjær er sporður Dyngjujökuls.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Allt frá því jarðeldurinn kom fyrst upp í lok ágústsmánaðar hefur gosið haldið sig á þessum sama stað, í hinu gamla Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðallega vegna hættu á að gossprunga gæti opnast undir jökli og valdið miklu hlaupi. Þær spár hafa ekki ræst til þessa en Ármann Höskuldsson telur hættuna enn vera til staðar. „Það þarf voðalega lítið til þess að það verði einhver höft í þessari hraunrás, sem er að leiða kvikuna upp á yfirborð, og ef það gerist er allt eins víst að kvikan brjóti sér leið undir jöklinum,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Einar Þorsteinsson.Þótt eldgosið teljist enn mjög öflugt hefur talsvert dregið úr þrótti þess og kvikumagnið sem upp kemur á hverri sekúndu er núna um fimmtungur af því sem mest var í haust. Kvikan er talin koma úr Bárðarbungu og ein stærsta spurningin hefur verið sú hvort gos kæmi þar upp. Ármann segir vísbendingar um að Bárðarbunga hafi verið að safna í sig kviku allt frá árinu 1974, að minnsta kosti. Varmaforðinn undir Bárðarbungu sé þar ennþá til staðar. „Það er eins víst að þegar dregur úr þessu gosi, kannski fyrstu vikurnar eftir að þetta gos fer virkilega að minnka, eða jafnvel hætti, þá bara eykst áhættan á því að Bárðarbunga fari af stað.“Ólgandi hrauneðjan flæðir út úr gígnum á laugardag. Magn kvikunnar er áætlað meira en meðalrennsli Blöndu.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Ármann segir óskandi að slíkt gos yrði lítið, í líkingu við Gjálpargosið eða síðasta Grímsvatnagos. „En við getum líka alveg átt von á því að fá bara mjög stórt gos upp úr Bárðarbungu. Það er mikil kvika búin að vera á ferðinni og svona kvika er nógu heit til þess að geta brætt umhverfi sitt og búið til meiri sprengivirkari kviku, sem er bara ekki alveg nógu jákvætt.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent