„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ 14. janúar 2015 15:14 Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. Vísir „Þetta eru ekki rasistasamtök. Þau undirstrika það að við viljum aðlagast. Þeir eru ekki á móti útlendinga- eða innflytjendastefnu og það er tekið sérstaklega fram [...] Þetta er mjög hófsamt og enginn rasismi í þessu,“ segir Margrét Friðriksdóttir, ein af rúmlega sex hundruð sem hefur skráð sig í öfgasamtökin PEGIDA á Íslandi.Facebook-síðan PEGIDA Iceland var stofnuð síðasta sunnudag. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Margrét er kristin og ræðir trúmálin reglulega í þættinum Harmageddon á X-inu. Í þættinum í dag sagðist hún ekkert hafa á móti múslimum eða öðrum trúarbrögðum, en að þörf væri á fræðslu. Hinn vestræni heimur hefði brugðist í þeim málum. Þá sagðist hún vera á móti „íslam-væðingu“ og að við því þyrfti að sporna. Sér svæði einungis fyrir múslima „Eygló Harðardóttir var að tala um það að henni fyndist vanta upp á fræðslu. Ég er að velta fyrir mér hvort Evrópuþjóðirnar hafi brugðist kannski í fræðslu við innflytjendur. Að kynna innflytjendur fyrir okkar lögum og reglum, í okkar vestræna heimi. Vegna þess að til dæmis í Frakklandi eru yfir 700 svæði þar sem engir aðrir en múslimar þora inn. Ekki einu sinni lögregla og slökkvilið. Þetta eru sér múslimasvæði sem enginn fer inn á nema múslimar,“ sagði Margrét.„Fólki kennt að nota klósett“ Aðspurð hvort það skyti ekki skökku við að kalla saman einhvern ákveðinn hóp samfélags til þess að kenna þeim lög og reglur, sagði hún svo ekki vera. Um væri að ræða hinn þriðja heim og því sé mikilvægt að þau læri að aðlagast vestrænni menningu. „Það er til þess að þjappa fólki saman, til að það skilji. Sums staðar í miðausturlöndum eða austurlöndum fjær – í flugvélum þar er ekki kennt á öryggisbúnaðinn. Þar er fólki kennt að nota klósett.“ Í þættinum ræddi Margrét um öfgahópa íslam og þá sagðist hún óttast. Aðspurð um kristna öfgahópa sagði hún: „Kristin öfgar – það eru nunnur, prestar og biskupar. Það eru kristnir öfgamenn. Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur einhvers staðar niðri í bæ?“ Þá sagði hún íslensku stjórnarskrána vera uppfulla af kristnum, góðum gildum, og taldi mikilvægt að nefna að hver sá sem er friðelskandi og kýs frið, kærleik, umburðarlyndi, tjáningarfrelsi og mannréttindi eigi að fordæma grimmdarverkin sem áttu sér stað í París og hafa átt sér stað um heiminn allan. „Við gætum kannski verið þjóð sem rýs upp gegn þessum myrkraverkum heimsins, öll sem eitt, burtséð frá trúarbrögðum,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Þetta eru ekki rasistasamtök. Þau undirstrika það að við viljum aðlagast. Þeir eru ekki á móti útlendinga- eða innflytjendastefnu og það er tekið sérstaklega fram [...] Þetta er mjög hófsamt og enginn rasismi í þessu,“ segir Margrét Friðriksdóttir, ein af rúmlega sex hundruð sem hefur skráð sig í öfgasamtökin PEGIDA á Íslandi.Facebook-síðan PEGIDA Iceland var stofnuð síðasta sunnudag. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Margrét er kristin og ræðir trúmálin reglulega í þættinum Harmageddon á X-inu. Í þættinum í dag sagðist hún ekkert hafa á móti múslimum eða öðrum trúarbrögðum, en að þörf væri á fræðslu. Hinn vestræni heimur hefði brugðist í þeim málum. Þá sagðist hún vera á móti „íslam-væðingu“ og að við því þyrfti að sporna. Sér svæði einungis fyrir múslima „Eygló Harðardóttir var að tala um það að henni fyndist vanta upp á fræðslu. Ég er að velta fyrir mér hvort Evrópuþjóðirnar hafi brugðist kannski í fræðslu við innflytjendur. Að kynna innflytjendur fyrir okkar lögum og reglum, í okkar vestræna heimi. Vegna þess að til dæmis í Frakklandi eru yfir 700 svæði þar sem engir aðrir en múslimar þora inn. Ekki einu sinni lögregla og slökkvilið. Þetta eru sér múslimasvæði sem enginn fer inn á nema múslimar,“ sagði Margrét.„Fólki kennt að nota klósett“ Aðspurð hvort það skyti ekki skökku við að kalla saman einhvern ákveðinn hóp samfélags til þess að kenna þeim lög og reglur, sagði hún svo ekki vera. Um væri að ræða hinn þriðja heim og því sé mikilvægt að þau læri að aðlagast vestrænni menningu. „Það er til þess að þjappa fólki saman, til að það skilji. Sums staðar í miðausturlöndum eða austurlöndum fjær – í flugvélum þar er ekki kennt á öryggisbúnaðinn. Þar er fólki kennt að nota klósett.“ Í þættinum ræddi Margrét um öfgahópa íslam og þá sagðist hún óttast. Aðspurð um kristna öfgahópa sagði hún: „Kristin öfgar – það eru nunnur, prestar og biskupar. Það eru kristnir öfgamenn. Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur einhvers staðar niðri í bæ?“ Þá sagði hún íslensku stjórnarskrána vera uppfulla af kristnum, góðum gildum, og taldi mikilvægt að nefna að hver sá sem er friðelskandi og kýs frið, kærleik, umburðarlyndi, tjáningarfrelsi og mannréttindi eigi að fordæma grimmdarverkin sem áttu sér stað í París og hafa átt sér stað um heiminn allan. „Við gætum kannski verið þjóð sem rýs upp gegn þessum myrkraverkum heimsins, öll sem eitt, burtséð frá trúarbrögðum,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12