„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ 14. janúar 2015 15:14 Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. Vísir „Þetta eru ekki rasistasamtök. Þau undirstrika það að við viljum aðlagast. Þeir eru ekki á móti útlendinga- eða innflytjendastefnu og það er tekið sérstaklega fram [...] Þetta er mjög hófsamt og enginn rasismi í þessu,“ segir Margrét Friðriksdóttir, ein af rúmlega sex hundruð sem hefur skráð sig í öfgasamtökin PEGIDA á Íslandi.Facebook-síðan PEGIDA Iceland var stofnuð síðasta sunnudag. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Margrét er kristin og ræðir trúmálin reglulega í þættinum Harmageddon á X-inu. Í þættinum í dag sagðist hún ekkert hafa á móti múslimum eða öðrum trúarbrögðum, en að þörf væri á fræðslu. Hinn vestræni heimur hefði brugðist í þeim málum. Þá sagðist hún vera á móti „íslam-væðingu“ og að við því þyrfti að sporna. Sér svæði einungis fyrir múslima „Eygló Harðardóttir var að tala um það að henni fyndist vanta upp á fræðslu. Ég er að velta fyrir mér hvort Evrópuþjóðirnar hafi brugðist kannski í fræðslu við innflytjendur. Að kynna innflytjendur fyrir okkar lögum og reglum, í okkar vestræna heimi. Vegna þess að til dæmis í Frakklandi eru yfir 700 svæði þar sem engir aðrir en múslimar þora inn. Ekki einu sinni lögregla og slökkvilið. Þetta eru sér múslimasvæði sem enginn fer inn á nema múslimar,“ sagði Margrét.„Fólki kennt að nota klósett“ Aðspurð hvort það skyti ekki skökku við að kalla saman einhvern ákveðinn hóp samfélags til þess að kenna þeim lög og reglur, sagði hún svo ekki vera. Um væri að ræða hinn þriðja heim og því sé mikilvægt að þau læri að aðlagast vestrænni menningu. „Það er til þess að þjappa fólki saman, til að það skilji. Sums staðar í miðausturlöndum eða austurlöndum fjær – í flugvélum þar er ekki kennt á öryggisbúnaðinn. Þar er fólki kennt að nota klósett.“ Í þættinum ræddi Margrét um öfgahópa íslam og þá sagðist hún óttast. Aðspurð um kristna öfgahópa sagði hún: „Kristin öfgar – það eru nunnur, prestar og biskupar. Það eru kristnir öfgamenn. Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur einhvers staðar niðri í bæ?“ Þá sagði hún íslensku stjórnarskrána vera uppfulla af kristnum, góðum gildum, og taldi mikilvægt að nefna að hver sá sem er friðelskandi og kýs frið, kærleik, umburðarlyndi, tjáningarfrelsi og mannréttindi eigi að fordæma grimmdarverkin sem áttu sér stað í París og hafa átt sér stað um heiminn allan. „Við gætum kannski verið þjóð sem rýs upp gegn þessum myrkraverkum heimsins, öll sem eitt, burtséð frá trúarbrögðum,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Þetta eru ekki rasistasamtök. Þau undirstrika það að við viljum aðlagast. Þeir eru ekki á móti útlendinga- eða innflytjendastefnu og það er tekið sérstaklega fram [...] Þetta er mjög hófsamt og enginn rasismi í þessu,“ segir Margrét Friðriksdóttir, ein af rúmlega sex hundruð sem hefur skráð sig í öfgasamtökin PEGIDA á Íslandi.Facebook-síðan PEGIDA Iceland var stofnuð síðasta sunnudag. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Margrét er kristin og ræðir trúmálin reglulega í þættinum Harmageddon á X-inu. Í þættinum í dag sagðist hún ekkert hafa á móti múslimum eða öðrum trúarbrögðum, en að þörf væri á fræðslu. Hinn vestræni heimur hefði brugðist í þeim málum. Þá sagðist hún vera á móti „íslam-væðingu“ og að við því þyrfti að sporna. Sér svæði einungis fyrir múslima „Eygló Harðardóttir var að tala um það að henni fyndist vanta upp á fræðslu. Ég er að velta fyrir mér hvort Evrópuþjóðirnar hafi brugðist kannski í fræðslu við innflytjendur. Að kynna innflytjendur fyrir okkar lögum og reglum, í okkar vestræna heimi. Vegna þess að til dæmis í Frakklandi eru yfir 700 svæði þar sem engir aðrir en múslimar þora inn. Ekki einu sinni lögregla og slökkvilið. Þetta eru sér múslimasvæði sem enginn fer inn á nema múslimar,“ sagði Margrét.„Fólki kennt að nota klósett“ Aðspurð hvort það skyti ekki skökku við að kalla saman einhvern ákveðinn hóp samfélags til þess að kenna þeim lög og reglur, sagði hún svo ekki vera. Um væri að ræða hinn þriðja heim og því sé mikilvægt að þau læri að aðlagast vestrænni menningu. „Það er til þess að þjappa fólki saman, til að það skilji. Sums staðar í miðausturlöndum eða austurlöndum fjær – í flugvélum þar er ekki kennt á öryggisbúnaðinn. Þar er fólki kennt að nota klósett.“ Í þættinum ræddi Margrét um öfgahópa íslam og þá sagðist hún óttast. Aðspurð um kristna öfgahópa sagði hún: „Kristin öfgar – það eru nunnur, prestar og biskupar. Það eru kristnir öfgamenn. Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur einhvers staðar niðri í bæ?“ Þá sagði hún íslensku stjórnarskrána vera uppfulla af kristnum, góðum gildum, og taldi mikilvægt að nefna að hver sá sem er friðelskandi og kýs frið, kærleik, umburðarlyndi, tjáningarfrelsi og mannréttindi eigi að fordæma grimmdarverkin sem áttu sér stað í París og hafa átt sér stað um heiminn allan. „Við gætum kannski verið þjóð sem rýs upp gegn þessum myrkraverkum heimsins, öll sem eitt, burtséð frá trúarbrögðum,“ sagði Margrét. Viðtalið við Margréti má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent