Patrick Reed hafði sigur á Hawaii Kári Örn Hinriksson skrifar 13. janúar 2015 12:56 Patrick Reed byrjar árið vel. AP Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Hyundai Tournament of Champions sem kláraðist í gærkvöld en hann hafði betur í bráðabana við landa sinn Jimmy Walker. Reed lék lokahringinn á 67 höggum eða sex undir pari en glæsilegur örn á 16. holu gerði honum kleift að jafna við Walker sem hafði leitt nánast allan lokahringinn. Báðir léku þeir hringina fjóra á Kapalua vellinum á 21 höggi undir pari en á fyrstu holu í bráðabana fékk Reed fugl sem tryggði honum sigurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall hefur Reed nú sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni en hann er aðeins fjórði kylfingurinn á síðustu 20 árum sem hefur afrekað það fyrir 25 ára aldur. Hann kemst því í hóp með Tiger Woods, Sergio Garcia og Rory McIlroy sem það hafa gert en það verður að teljast ansi góður félagaskapur. Þriðja sætinu deildu þeir Hideki Matsuyama, Jason Day og Russell Henley á 20 höggum undir pari. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Sony Open en það verður einnig haldið á Hawaii. Golf Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Hyundai Tournament of Champions sem kláraðist í gærkvöld en hann hafði betur í bráðabana við landa sinn Jimmy Walker. Reed lék lokahringinn á 67 höggum eða sex undir pari en glæsilegur örn á 16. holu gerði honum kleift að jafna við Walker sem hafði leitt nánast allan lokahringinn. Báðir léku þeir hringina fjóra á Kapalua vellinum á 21 höggi undir pari en á fyrstu holu í bráðabana fékk Reed fugl sem tryggði honum sigurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall hefur Reed nú sigrað á fjórum mótum á PGA-mótaröðinni en hann er aðeins fjórði kylfingurinn á síðustu 20 árum sem hefur afrekað það fyrir 25 ára aldur. Hann kemst því í hóp með Tiger Woods, Sergio Garcia og Rory McIlroy sem það hafa gert en það verður að teljast ansi góður félagaskapur. Þriðja sætinu deildu þeir Hideki Matsuyama, Jason Day og Russell Henley á 20 höggum undir pari. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Sony Open en það verður einnig haldið á Hawaii.
Golf Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira